Framkvæmdarstyrkur - umsókn

Málsnúmer 2111025

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 718. fundur - 11.11.2021

Lagt er fram erindi Jóhanns Más Sigurbjörnssonar f.h. Golfklúbbs Siglufjarðar dags. 8. nóvember 2021. Í erindinu er þess farið á leit að sveitarfélagið veiti félaginu styrk að fjárhæð 30 millj.kr. til uppbyggingar inniaðstöðu, fyrir golfspilara, sem félagið hyggst koma á laggirnar. Einnig er þess farið á leit að forsvarsmenn félagsins fái að koma á fund bæjarráðs til að fylgja umsókninni eftir.
Afgreiðslu frestað
Bæjarráð samþykkir að bjóða fulltrúum Golfklúbbs Siglufjarðar til fundar á næsta reglulega fund ráðsins.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 720. fundur - 18.11.2021

Á 718. fundi bæjarráðs var lagt fram erindi Jóhanns Más Sigurbjörnssonar f.h. Golfklúbbs Siglufjarðar dags. 8.11.2021. Í erindinu er þess farið á leit að sveitarfélagið veiti félaginu styrk að fjárhæð 30 millj.kr. til uppbyggingar inniaðstöðu, fyrir golfspilara, sem félagið hyggst koma á laggirnar. Jóhann Már Sigurbjörnsson og Jón Karl Ágústsson mættu á fund bæjarráðs og fóru yfir innsent erindi.
Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar
Bæjarráð þakkar Golfklúbbnum fyrir erindið og góða yfirferð. Bæjarráð samþykkir að vísa erindi Golfklúbbs Siglufjarðar um framkvæmdastyrk til umræðu við gerðar fjárhagsáætlunar 2022.