Styrkumsóknir 2022 - Fasteignaskattur félaga og félagasamtaka.

Málsnúmer 2110075

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 718. fundur - 11.11.2021

Farið yfir umsóknir um styrki til félaga- og félagasamtaka til greiðslu fasteignaskatts 2022. Samtala fjárhæðar umsókna er innan áætlaðra framlaga á fjárhagsáætlun 2022.
Afgreiðslu frestað
Bæjarráð samþykkir að taka málið upp eftir að búið verður að leggja á fasteignagjöld með formlegum hætti í janúar 2022.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 731. fundur - 24.02.2022

Á 718. fundi bæjarráðs þann 11.11.2021 var farið yfir umsóknir um styrki til félaga- og félagasamtaka til greiðslu fasteignaskatts 2022. Bæjarráð samþykkti að taka málið upp þegar búið væri að leggja á fasteignagjöldin með formlegum hætti í janúar 2022. Að nýju eru lagðar fram umsóknir félagasamtaka um styrki vegna fasteignaskatts á árinu 2022.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir að veita umsækjendum styrki vegna fasteignaskatts á árinu 2022 samtals kr. 3.779.281.- sem rúmast innan gildandi fjárhagsáætlunar 2022.