Bæjarráð Fjallabyggðar

613. fundur 25. júlí 2019 kl. 16:30 - 17:10 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Helga Helgadóttir formaður, D lista
  • Nanna Árnadóttir aðalmaður, I lista
  • Særún Hlín Laufeyjardóttir varamaður, H lista
Starfsmenn
  • Gunnar Ingi Birgisson bæjarstjóri
  • Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu- frístunda- og menningarmála
Fundargerð ritaði: Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála
Jón Valgeir Baldursson boðaði forföll og Særún Hlín Laufeyjardóttir sat fundinn í hans stað.

1.Launayfirlit tímabils - 2019

Málsnúmer 1901048Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar launayfirlit fyrir tímabilið janúar til júní 2019.

2.Staðan í kjaramálum félagsmanna Einingar-Iðju sem vinna hjá sveitarfélögum í Eyjafirði

Málsnúmer 1907003Vakta málsnúmer

Á 612. fundi bæjarráðs óskaði ráðið eftir umsögn deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármála vegna erindis Björns Snæbjörnssonar fh. Einingar- Iðju, dags. 02.07.2019 þess efnis að sveitarfélög greiði starfsfólki sínu sem starfar eftir kjarasamningum SGS innágreiðslu þann 1. ágúst, kr. 105.000 fyrir fullt starf þann 1. júní sl. og hlutfallslega fyrir lægra starfshlutfall.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að senda eftirfarandi svar til formanns Einingar-Iðju. Bæjarráð bendir á að samningsumboð sveitarfélagsins vegna kjarasamninga er hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og þar af leiðandi mun sveitarfélagið eða fulltrúar þess ekki tjá sig um efni bréfs Einingar-Iðju eða taka afstöðu til þess.

3.Stoðveggur við Hornbrekkuveg 8

Málsnúmer 1906038Vakta málsnúmer

Á 610. fundi bæjarráðs óskaði ráðið eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar vegna erindis Kristjáns Haukssonar, dags. 19.06.2019 þar sem óskað er eftir áliti sveitarfélagsins á því hver beri kostnað vegna viðgerða/lagfæringa á stoðvegg við heimili hans að Hornbrekkuvegi 8.
Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar, dags. 19.07.2019 þar sem fram kemur að um viðgerðir á stoðveggjum gildi reglur sveitarfélagsins um þátttöku í gerð stoðveggja frá árinu 2011. Þátttaka sveitarfélagsins miðast við 20% af reiknuðum kostnaði byggt á viðmiðunartölum sem tæknideild tók saman.
Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra tæknideildar að svara erindinu og vinna málið áfram.

4.Framkvæmdir 2019

Málsnúmer 1907004Vakta málsnúmer

Lagt fram yfirlit yfir stöðu framkvæmda í lok maí 2019 samkvæmt beiðni eftirlitsnefndar sveitarfélaga.
Bæjarstjóri og deildarstjóri tæknideildar leggja fram annað stöðumat í ágúst.

5.Trúnaðarmál - Innheimta

Málsnúmer 1806061Vakta málsnúmer

Niðurstaða bæjarráðs skráð í trúnaðarbók.

6.Undirskriftarlistar vegna uppbyggingar hundasvæða

Málsnúmer 1907030Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Söndru Þórólfsdóttur Beck og Benedikts Snæs Kristinssonar, dags. 10.07.2019 ásamt undirskriftalistum íbúa er varðar ósk um að sveitarfélagið komi upp afgirtum hundasvæðum í báðum byggðarkjörnum.
Bæjarráð samþykkir að óska eftir umsögn tæknideildar og upplýsingum um fjölda skráðra hunda í sveitarfélaginu og samþykkir að vísa erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar 2020.

7.Erindi vegna viðgerðar á kirkjutröppum og ósk um bekk við styttu af Gústa

Málsnúmer 1907015Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Kristjáns L. Möllers, dags. 07.07.2019 varðandi lagfæringu á kirkjutröppum á Siglufirði og ósk um bekk við styttu af Gústa Guðsmanni.
Bæjarráð samþykkir að óska eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar varðandi lagfæringu á kirkjutröppum á Siglufirði en bendir á að bekkur hefur þegar verið settur við styttu af Gústa Guðsmanni.

8.Jafnlaunavottun

Málsnúmer 1907037Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi Karls Björnssonar fh. Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 15.07.2019 þar sem sveitarfélög eru minnt á að frestur til að innleiða jafnlaunavottun er til 31.12.2019
Bæjarráð vill koma því á framfæri að undirbúningur vegna vinnu við jafnlaunavottun er hafinn hjá sveitarfélaginu.

9.Haustfundur Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar

Málsnúmer 1907036Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Elvu Gunnlaugsdóttur, dags. 15.07.2019 fh. Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar (AFE) þar sem fram kemur að haustfundur AFE verður haldinn miðvikudaginn 18. september milli klukkan 9 og 12. Haustfundinum er ætlað að vera samráðsettvangur aðildarsveitarfélaganna vegna sameiginlegra hagsmunamála. Dagskrá fundarins er í mótun og því möguleiki að koma með tillögur að umræðuefni. Í framhaldi af fundinum mun RHA halda málþing í samstarfi við AFE og fleiri, þar sem niðurstöður skýrslu um menntunarþörf í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum verða kynntar ásamt fleiri framsögum. Fjallabyggð á þrjá fulltrúa á fundinum og er sveitarfélagið beðið um að tilkynna hverjir mæta á fundinn fyrir 5. september nk.

10.Viðbrög Minjastofnuna vegna seltófta sunnan Selgils

Málsnúmer 1907038Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Sædísar Gunnarsdóttur minjavarðar Norðurlands eystra, dags. 15.07.2019 vegna landfyllingar við Selgil. Í niðurstöðu minjavarðarsviðs Minjastofnunar sem haldinn var 12. júlí sl. kemur fram að sveitarfélaginu er gert að mæla upp allar fornleifar á svæðinu sunnan við Selgil í samræmi við staðla Minjastofnunar um fornleifaskráningu til að tryggja varðveislu þeirra. Fjarlægja landfyllingu í 15 metra fjarlægð frá minjasvæðinu í samráði við Minjastofnun, þjappa í sárið og laga bakkann.
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til skipulags- og umhverfisnefndar varðandi staðsetningu á nýju urðunarsvæði.

11.Beiðni um gögn í útboðum Fjallabyggðar á götulýsingum

Málsnúmer 1907035Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Bjargar Á. Þórðardóttur fh. Samtaka iðnaðarins, dags. 17.07.2019 þar sem óskað er eftir gögnum og útskýringum vegna útboða sveitarfélagsins á götulýsingum.
Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra tæknideildar að svara erindinu og leggja fyrir bæjarráð.

12.Landsfundur um jafnréttismál

Málsnúmer 1907016Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Katrínar Bjargar Ríkarðsdóttur framkvæmdastjóra Jafnréttisstofu, dags. 05.07.2019 þar sem fram kemur að Jafnréttisstofa í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga og Garðabæ boðar til landsfundar um jafnréttismál sveitarfélaga dagana 4.-5. september 2019 og hefst fundurinn kl. 13.
Meðal umfjöllunarefna verða jafnréttisáætlanir, jöfn meðferð, jafnlaunavottun, kynferðisleg og kynbundin áreitni, kynjasamþætting og staðalmyndir.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til deildarstjóra félagsmáladeildar.

13.Tilmæli Örnefnanefndar vegna enskra nafna á íslenskum stöðum

Málsnúmer 1907020Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi Þórunnar Sigurðardóttur fh. Örnefnanefndar, dags. 26.06.2019 er varðar enskar nafngiftir á íslenskum stöðum.

14.Ósk um að loka götu tímabundið

Málsnúmer 1907034Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Marteins B. Haraldssonar fh. Seguls 67 Brugghúss, dags, 16.07.2019 þar sem óskað er eftir því að Vetrarbraut verði lokuð frá gistihúsinu Hvanneyri og norður að næstu gatnamótum (Vetrarbraut/ Eyrargata), laugardaginn 3. ágúst frá kl. 14-18 vegna dagskrár tengdri Síldarævintýri.
Bæjarráð samþykkir að heimila lokun á Vetrarbraut í samræmi við óskir og vísar erindinu til úrvinnslu deildarstjóra tæknideildar.

15.Stefna um meðhöndlun úrgangs

Málsnúmer 1907026Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Elvu Rakelar Jónsdóttur og Birgittu Stefánsdóttur fh. Umhverfisstofnunar, dags. 12.07.2019 þar sem óskað er eftir umsögnum hlutaðeigandi aðila varðandi nýja stefnu um meðhöndlun úrgangs. Óskað er eftir umsögnum eigi síðar en 23. ágúst nk. á netfangið ust@ust.is
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til umsagnar hjá starfshóp um framtíðarskipan úrgangsmála á Norðurlandi.

16.Greiðsla gatnagerðargjalda vegna Bakkabyggðar 2 Ólafsfirði

Málsnúmer 1907021Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Elísar Hólm Þórðarsonar og Huldu Teitsdóttur, dags. 08.07.2019 þar sem óskað er eftir að fá að greiða gatnagerðargjöld vegna Bakkabyggðar 2 Ólafsfirði í einu lagi þegar fasteignin er á fokheldisstigi.
Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu og bendir á gildandi samþykkt um gatnagerðargjöld og sölu byggingaréttar í Fjallabyggð frá 4. júlí 2018 og felur deildarstjóra tæknideildar að svara erindinu í samræmi við gildandi reglur.

17.Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 242. fundur - 17. júlí 2019

Málsnúmer 1907002FVakta málsnúmer

  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 242. fundur - 17. júlí 2019 Tæknideild er falið að grenndarkynna tillöguna aðliggjandi lóðarhöfum í samræmi við 2.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr.123/2010. Bókun fundar Afgreiðsla 242. fundar skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar staðfest á 613. fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 242. fundur - 17. júlí 2019 Samkvæmt Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2008-2028 er svæðið sem um ræðir skilgreint sem landbúnaðarsvæði og samræmist starfsemi mjölbræðslu því ekki stefnu sveitarfélagsins um landnotkun á svæðinu eins og kom fram í svari nefndarinnar 14.6.2018. Til að svo megi verða þarf að ráðast í breytingar á aðalskipulagi sveitarfélagsins sem nefndin telur ekki tímabært að svo stöddu. Einnig þyrftu landeigendur að deiliskipuleggja svæðið með tilliti til framtíðarnotunar. Bókun fundar Afgreiðsla 242. fundar skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar staðfest á 613. fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 242. fundur - 17. júlí 2019 Erindi samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 242. fundar skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar staðfest á 613. fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 242. fundur - 17. júlí 2019 Tæknideild falið að koma með umsögn um málið. Bókun fundar Afgreiðsla 242. fundar skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar staðfest á 613. fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 242. fundur - 17. júlí 2019 Samkomulag er gert við verktaka um að frágangur á svæðinu sé unninn samhliða efnistöku. Ennþá er verið að vinna efni á svæðinu og því ekki tímabært að ganga frá svæðinu að fullu. Bókun fundar Afgreiðsla 242. fundar skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar staðfest á 613. fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 242. fundur - 17. júlí 2019 Tæknideild falið að taka saman umbeðnar upplýsingar og leggja fyrir næsta fund nefndarinnar. Bókun fundar Afgreiðsla 242. fundar skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar staðfest á 613. fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 242. fundur - 17. júlí 2019 Nefndin samþykkir að hámarkshraði frá Stóra Bola að gatnamótum Lambafens og þjóðvegarins verði 35 km/klst. Bókun fundar Afgreiðsla 242. fundar skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar staðfest á 613. fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 242. fundur - 17. júlí 2019 Bókun fundar Afgreiðsla 242. fundar skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar staðfest á 613. fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 17:10.