Landsfundur um jafnréttismál

Málsnúmer 1907016

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 613. fundur - 25.07.2019

Lagt fram erindi Katrínar Bjargar Ríkarðsdóttur framkvæmdastjóra Jafnréttisstofu, dags. 05.07.2019 þar sem fram kemur að Jafnréttisstofa í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga og Garðabæ boðar til landsfundar um jafnréttismál sveitarfélaga dagana 4.-5. september 2019 og hefst fundurinn kl. 13.
Meðal umfjöllunarefna verða jafnréttisáætlanir, jöfn meðferð, jafnlaunavottun, kynferðisleg og kynbundin áreitni, kynjasamþætting og staðalmyndir.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til deildarstjóra félagsmáladeildar.

Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 120. fundur - 27.08.2019

Landsfundur um jafnréttismál sveitarfélaga verður haldinn í Garðabæ 4.-5. september 2019. Samþykkt að formaður félagsmálanedndar sæki fundinn.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 617. fundur - 27.08.2019

Lagt fram til kynningar erindi Katrínar Bjargar Ríkharðsdóttur fh. Jafnréttisstofu, dags. 19.08.2019 er varðar dagskrá Landsfundar um jafnréttismál sveitarfélaga sem haldinn verður 4. - 5. september 2019.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til deildarstjóra félagsþjónustu.