Stoðveggur við Hornbrekkuveg 8

Málsnúmer 1906038

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 610. fundur - 25.06.2019

Lagt fram erindi Kristjáns Haukssonar, dags. 19.06.2019 þar sem óskað er eftir áliti sveitarfélagsins á því hver ber kostnað vegna viðgerða/lagfæringa á stoðvegg við heimili hans að Hornbrekkuvegi 8.

Bæjarráð samþykkir að óska eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 613. fundur - 25.07.2019

Á 610. fundi bæjarráðs óskaði ráðið eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar vegna erindis Kristjáns Haukssonar, dags. 19.06.2019 þar sem óskað er eftir áliti sveitarfélagsins á því hver beri kostnað vegna viðgerða/lagfæringa á stoðvegg við heimili hans að Hornbrekkuvegi 8.
Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar, dags. 19.07.2019 þar sem fram kemur að um viðgerðir á stoðveggjum gildi reglur sveitarfélagsins um þátttöku í gerð stoðveggja frá árinu 2011. Þátttaka sveitarfélagsins miðast við 20% af reiknuðum kostnaði byggt á viðmiðunartölum sem tæknideild tók saman.
Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra tæknideildar að svara erindinu og vinna málið áfram.