Viðbrög Minjastofnuna vegna seltófta sunnan Selgils

Málsnúmer 1907038

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 613. fundur - 25.07.2019

Lagt fram erindi Sædísar Gunnarsdóttur minjavarðar Norðurlands eystra, dags. 15.07.2019 vegna landfyllingar við Selgil. Í niðurstöðu minjavarðarsviðs Minjastofnunar sem haldinn var 12. júlí sl. kemur fram að sveitarfélaginu er gert að mæla upp allar fornleifar á svæðinu sunnan við Selgil í samræmi við staðla Minjastofnunar um fornleifaskráningu til að tryggja varðveislu þeirra. Fjarlægja landfyllingu í 15 metra fjarlægð frá minjasvæðinu í samráði við Minjastofnun, þjappa í sárið og laga bakkann.
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til skipulags- og umhverfisnefndar varðandi staðsetningu á nýju urðunarsvæði.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 243. fundur - 13.08.2019

Lagt fram bréf frá minjastofnun vegna seltófta sunnan Selgils. Bæjarráð óskar eftir tillögu nefndarinnar vegna staðsetningar á nýju urðunarsvæði fyrir óvirkan úrgang.
Nefndin frestar ákvörðunartöku um nýjan urðunarstað til næsta fundar. Ákveðið hefur verið að fara í vettvangsferð til skoðunar á nýjum urðunarstað.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 244. fundur - 04.09.2019

Nefndarmenn byrjuðu fundinn á vettvangsferð við Selgil.
Nefndin óskar eftir aðstoð Minjastofnunar um nánari staðsetningu tiltekinna fornleifa vegna úrvinnslu málsins.