Haustfundur Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar

Málsnúmer 1907036

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 613. fundur - 25.07.2019

Lagt fram erindi Elvu Gunnlaugsdóttur, dags. 15.07.2019 fh. Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar (AFE) þar sem fram kemur að haustfundur AFE verður haldinn miðvikudaginn 18. september milli klukkan 9 og 12. Haustfundinum er ætlað að vera samráðsettvangur aðildarsveitarfélaganna vegna sameiginlegra hagsmunamála. Dagskrá fundarins er í mótun og því möguleiki að koma með tillögur að umræðuefni. Í framhaldi af fundinum mun RHA halda málþing í samstarfi við AFE og fleiri, þar sem niðurstöður skýrslu um menntunarþörf í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum verða kynntar ásamt fleiri framsögum. Fjallabyggð á þrjá fulltrúa á fundinum og er sveitarfélagið beðið um að tilkynna hverjir mæta á fundinn fyrir 5. september nk.