Staðan í kjaramálum félagsmanna Einingar-Iðju sem vinna hjá sveitarfélögum í Eyjafirði

Málsnúmer 1907003

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 612. fundur - 09.07.2019

Lagt fram erindi Björns Snæbjörnssonar formanns Einingar Iðju, dags. 02.07.2019 varðandi stöðu í kjaramálum félagsmanna Einingar-Iðju sem vinna hjá sveitarfélögum í Eyjafirði. SGS vísaði deilunni til Ríkissáttasemjara þann 28. maí sl. og er næsti fundur áætlaður 21. ágúst nk.
Samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur að undanförnu samið við önnur félög og sambönd um frestun viðræðna og friðarskyldu til 15. september nk. og samið hefur verið um innágreiðslu upp á kr. 105.00 fyrir 100% starfshlutfall. Ríkissáttasemjari hafði milligöngu fyrir SGS um hvort slíkt stæði félagsmönnum Einingar-Iðju til boða en fékk neitun þar sem deilunni hafði verið vísað til sáttasemjara.
Í ljósi þess að félagsmenn Einingar-Iðju sem starfa eftir samningi SGS eru einu starfsmenn sveitarfélaga sem ekki fá innágreiðslu 1. ágúst nk. fer Eining-Iðja fram á það að sveitarfélög greiði starfsfólki sínu sem starfar eftir samningi SGS slíka innágreiðslu þann 1. ágúst, kr. 105.000 fyrir 100% starfshlutfall þann 1. júní sl. og hlutfallslega fyrir lægra starfshlutfall.

Bæjarráð samþykkir að óska eftir umsögn deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármáladeildar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 613. fundur - 25.07.2019

Á 612. fundi bæjarráðs óskaði ráðið eftir umsögn deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármála vegna erindis Björns Snæbjörnssonar fh. Einingar- Iðju, dags. 02.07.2019 þess efnis að sveitarfélög greiði starfsfólki sínu sem starfar eftir kjarasamningum SGS innágreiðslu þann 1. ágúst, kr. 105.000 fyrir fullt starf þann 1. júní sl. og hlutfallslega fyrir lægra starfshlutfall.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að senda eftirfarandi svar til formanns Einingar-Iðju. Bæjarráð bendir á að samningsumboð sveitarfélagsins vegna kjarasamninga er hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og þar af leiðandi mun sveitarfélagið eða fulltrúar þess ekki tjá sig um efni bréfs Einingar-Iðju eða taka afstöðu til þess.