Undirskriftarlistar vegna uppbyggingar hundasvæða

Málsnúmer 1907030

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 613. fundur - 25.07.2019

Lagt fram erindi Söndru Þórólfsdóttur Beck og Benedikts Snæs Kristinssonar, dags. 10.07.2019 ásamt undirskriftalistum íbúa er varðar ósk um að sveitarfélagið komi upp afgirtum hundasvæðum í báðum byggðarkjörnum.
Bæjarráð samþykkir að óska eftir umsögn tæknideildar og upplýsingum um fjölda skráðra hunda í sveitarfélaginu og samþykkir að vísa erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar 2020.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 631. fundur - 03.12.2019

Á 629. fundi bæjarráðs óskaði ráðið eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar vegna erindis Benedikts Snæs Kristinssonar þar sem lagðir voru fram undirskriftarlistar vegna hundasvæða í báðum byggðarkjörnum.

Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar vegna mögulegra staðsetninga fyrir hundagerði á gamla flugvellinum í Ólafsfirði, sunnan við Héðinsfjarðargöng og við Skarðsveg á Siglufirði, vestan við Hól ásamt áætluðum kostnaði við efniskaup og flutningskostnað samtals kr. 1.883.000.

Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til umsagnar og frekari úrvinnslu skipulags- og umhverfisnefndar en tekur fram að ekki er áætlaður kostnaður á fjárhagsáætlun ársins 2020 vegna uppbygginga hundasvæða.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 250. fundur - 15.01.2020

Á 631. fundi bæjarráðs þann 3. desember sl. var lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar vegna mögulegra staðsetninga hundagerða í sveitarfélaginu, áætlaður kostnaður er samtals kr. 1.883.000. Ekki er gert ráð fyrir áætluðum kostnaði á fjárhagsáætlun ársins 2020. Bæjarráð vísaði málinu til umsagnar og frekari úrvinnslu skipulags- og umhverfisnefndar.
Mögulegar staðsetningar fyrir hundagerði eru á gamla flugvellinum í Ólafsfirði, sunnan við Héðinsfjarðargöng og við Skarðsveg á Siglufirði, vestan við Hól. Nefndin bendir á að svæðið í Ólafsfirði hefur verið tekið frá fyrir Framfarafélag Ólafsfjarðar til tveggja ára sem senn líkur (8. maí 2020), að öðru leyti gerir nefndin ekki athugasemdir við staðsetningarnar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 636. fundur - 21.01.2020

Á 631. fundi bæjarráðs samþykkir ráðið að vísa tillögu deildarstjóra tæknideildar að mögulegum staðsetningum hundagerða í báðum byggðakjörnum til umsagnar og frekari úrvinnslu skipulags- og umhverfisnefndar.
Umrædd svæði eru á gamla flugvellinum í Ólafsfirði, sunnan við Héðinsfjarðargöng og við Skarðsveg á Siglufirði, vestan við Hól.

Málið var tekið fyrir á 250. fundi skipulags- og umhverfisnefndar. Nefndin bendir á að svæðið í Ólafsfirði hefur verið tekið frá fyrir Framfarafélag Ólafsfjarðar til tveggja ára sem senn líkur (8. maí 2020), að öðru leyti gerir nefndin ekki athugasemdir við staðsetningarnar.

Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2021.