Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar

242. fundur 17. júlí 2019 kl. 16:30 - 17:30 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Konráð Karl Baldvinsson formaður I lista
  • Hjördís Hanna Hjörleifsdóttir varaformaður, D lista
  • Brynja Ingunn Hafsteinsdóttir aðalmaður, D lista
  • Helgi Jóhannsson aðalmaður, H lista
  • Ingibjörg Guðlaug Jónsdóttir aðalmaður, I lista
Starfsmenn
  • Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar
  • Íris Stefánsdóttir Skipulags- og tæknifulltrúi
Fundargerð ritaði: Íris Stefánsdóttir skipulags- og tæknifulltrúi

1.Tjarnargata 12 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 1906025Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að óverulegri breytingu á deiliskipulagi Tjarnargötu 12 sem er hluti af deiliskipulagi hafnarsvæðis frá 15.4.1998. Tillagan er unnin af DAP arkitektum f.h. Olís hf. Breytingin felur í sér stækkun byggingarreits að hluta til austurs og settir fram skilmálar um hámarkshæð og nýtingarhlutfall.
Samþykkt
Tæknideild er falið að grenndarkynna tillöguna aðliggjandi lóðarhöfum í samræmi við 2.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr.123/2010.

2.Umsókn um leyfi fyrir mjölbræðslu

Málsnúmer 1805048Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Þórðar B. Guðmundssonar dagsett 6. júlí 2019. Áformað er að reisa fiskimjölsverksmiðu á Burstabrekkueyri í Ólafsfirði og óskað eftir staðfestingu á að starfsemin sé í samræmi við gildandi skipulag.
Erindi svarað
Samkvæmt Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2008-2028 er svæðið sem um ræðir skilgreint sem landbúnaðarsvæði og samræmist starfsemi mjölbræðslu því ekki stefnu sveitarfélagsins um landnotkun á svæðinu eins og kom fram í svari nefndarinnar 14.6.2018. Til að svo megi verða þarf að ráðast í breytingar á aðalskipulagi sveitarfélagsins sem nefndin telur ekki tímabært að svo stöddu. Einnig þyrftu landeigendur að deiliskipuleggja svæðið með tilliti til framtíðarnotunar.

3.Umsókn um byggingarleyfi - Hvanneyrarbraut 28 Siglufirði

Málsnúmer 1905040Vakta málsnúmer

Lögð fram að nýju umsókn um byggingarleyfi við Hvanneyrarbraut 28 að lokinni grenndarkynningu. Engar athugasemdir bárust á kynningartímanum.
Samþykkt
Erindi samþykkt.

4.Tjaldsvæðið á Leirutanga, Siglufirði

Málsnúmer 1907027Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Helga Jóhannssonar f.h. H-listans dagsett 5.7.2019. Óskað er eftir upplýsingum um hvenær það verk sem áætlað er að vinna á þessu ári á nýju tjaldsvæði við Leirutanga verði boðið út og hvenær reikna megi með að þeim framkvæmdum verði lokið.
Erindi svarað
Tæknideild falið að koma með umsögn um málið.

5.Frágangur efnislosunarsvæðis í Kleifarhorni, Ólafsfirði

Málsnúmer 1907028Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Helga Jóhannssonar, nefndarmanns skipulags- og umhverfisnefndar dagsett 7.7.2019. Lítið efni er eftir á efnislosunarsvæði í Kleifarhorni og því lagt til að farið verði í að semja við verktaka um að ganga frá svæðinu svo sómi verði af.
Erindi svarað
Samkomulag er gert við verktaka um að frágangur á svæðinu sé unninn samhliða efnistöku. Ennþá er verið að vinna efni á svæðinu og því ekki tímabært að ganga frá svæðinu að fullu.

6.Ósk um yfirlit yfir sorphirðu í Fjallabyggð

Málsnúmer 1907029Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Helga Jóhannssonar, nefndarmanns skipulags- og umhverfisnefndar dagsett 8.7.2019. Óskað er eftir upplýsingum um hversu mikið magn af almennu sorpi hefur farið til urðunar sl. 5 ár, hversu mikið hefur farið í lífrænan úrgang og hversu mikið í endurvinnslu. Einnig óskað eftir upplýsingum um kostnað sveitarfélagsins við sorphirðu og förgun á sama tímabili pr. ár.
Erindi svarað
Tæknideild falið að taka saman umbeðnar upplýsingar og leggja fyrir næsta fund nefndarinnar.

7.Umferðarhraði og merkingar við Stóra Bola á Siglufirði

Málsnúmer 1906034Vakta málsnúmer

Lög fram ábending Brynju Hafsteinsdóttur dagsett 16.6.2019 þar sem vakin er athygli á 50 km/klst. hámarkshraða á veginum meðfram Stóra Bola þar sem einnig er blindbeygja. Réttara væri að 35 km/klst. hámarkshraði væri á þessu svæði.
Erindi svarað
Nefndin samþykkir að hámarkshraði frá Stóra Bola að gatnamótum Lambafens og þjóðvegarins verði 35 km/klst.

8.Hreinsunarmál á opnum svæðum í Fjallabyggð

Málsnúmer 1906020Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar niðurstaða bæjarráðs vegna erindis Konráðs K. Baldvinssonar þar sem lagt fram til að teknar yrðu loftmyndir með dróna af svæðum í sveitarfélaginu í þeim tilgangi að átta sig betur á því hvar betur mætti fara í hreinsun og fegrun sveitarfélagsins. Einnig lagt til að sett verði upp skilti á áberandi stöðum við Leirutanga þar sem ítrekað er að ekki sé heimilt að losa sorp.

Fundi slitið - kl. 17:30.