Bæjarráð Fjallabyggðar

566. fundur 09. ágúst 2018 kl. 16:30 - 18:10 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Helga Helgadóttir formaður, D lista
  • Nanna Árnadóttir aðalmaður, I lista
  • Jón Valgeir Baldursson aðalmaður, H lista
Starfsmenn
  • Gunnar Ingi Birgisson bæjarstjóri
  • Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
Fundargerð ritaði: Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

1.Staðgreiðsla tímabils - 2018

Málsnúmer 1801014Vakta málsnúmer

Lagt fram yfirlit staðgreiðslu útsvars frá 1. janúar til 31. júlí 2018.
Innborganir nema 619.014.994 kr. sem er 103,63% af tímabilsáætlun, sem gerði ráð fyrir 597.327.787 kr.

2.Siglufjarðarflugvöllur

Málsnúmer 1709072Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf bæjarstjóra til Isavia vegna framkvæmda við flugvöll á Siglufirði.

Bæjarráð samþykkir framlagt bréf.

3.Kröfuinnheimta fyrir Fjallabyggð

Málsnúmer 1702030Vakta málsnúmer

Lagður fram skammtíma samningur milli Fjallabyggðar og Inkasso ehf varðandi kröfuinnheimtu fyrir Fjallabyggð til áramóta þar til verðkönnun hefur farið fram.

Bæjarráð samþykkir framlagðan samning og felur bæjarstjóra undirritun samningsins.

4.Trilludagar 2018

Málsnúmer 1801032Vakta málsnúmer

Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda og menningarmála sat undir þessum lið.

Lögð fram til kynningar lokaskýrsla Trilludaga frá markaðs og menningarfulltrúa og deildarstjóra fræðslu-, frístunda og menningarmála.

Áætlað er að þátttakendur á hátíðinni hafi verið um 1300 og fór hátíðarhald vel fram.

Bæjarráð þakkar þeim aðilum sem lögðu á sig mikið og óeigingjarnt starf til að gera Trilludaga að veruleika.

5.Staða framkvæmda 2018

Málsnúmer 1808008Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri fór yfir framkvæmdayfirlit og útgönguspá 2018 fyrir framkvæmdir í Fjallabyggð sem eru á áætlun.

Útkomuspáin gerir ráð fyrir að framkvæmdir verði innan marka fjárhagsáætlunar.

6.Áætlun um að reisa styttu af Gústa guðsmanni

Málsnúmer 1707064Vakta málsnúmer

Á fundi bæjarráðs þann 23. júlí sl. var lagt fram erindi dagsett 13. júlí 2018 frá stjórn Sigurvins - áhugamannafélagi um minningu Gústa guðsmanns á Siglufirði.
Þar sem óskað var eftir að bæjarfélagið skipuleggi og kosti umhverfi styttunnar t.d. með gangstéttarhellum og bekkum, svo og að hanna og steypa undirstöður styttunnar.

Erindinu var vísað til deildarstjóra tæknideildar til umsagnar. Sú umsögn liggur fyrir en deildarstjóri áætlar kostnað um 2,5 til 3 milljónir króna.

Bæjarráð samþykkir að boða forsvarsmenn stjórnar Sigurvins til næsta fundar bæjarráðs.

7.Könnun um kostnaðarþátttöku grunnskólanema

Málsnúmer 1807057Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Maskínu rannsóknir fyrir hönd Velferðarvaktarinnar varðandi kostnaðarþátttöku grunnskólanema varðandi skólagögn.

Deildarstjóri fræðslu- frístunda- og menningarmála hefur svarað könnuninni.

Grunnskóli Fjallabyggðar afhendir nemendum ritfangapakka að gjöf frá bæjarfélaginu við skólabyrjun haustið 2018. Ritfangapakkinn er eftir þörfum hvers árgangs. Það sem ekki er í ritfangapakkanum þurfa foreldrar að útvega. Sjálfsagt er að nota það sem til er frá fyrri árum. Nemendur þurfa t.d. að útvega tímaritabox, möppur og vasareikna.

8.Verðkönnun í Þökulögn - Ólafsfirði

Málsnúmer 1808009Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað bæjarstjóra vegna verðkönnunar í verkið „þökulagning á miðsvæði í Ólafsfirði“ þriðjudaginn 7. ágúst.

Eftirtöldum aðilum var gefinn kostur í að bjóða í verkið.

Magnús Þorgeirsson kr. 3.258.000.- m.vsk.
Smári ehf kr. 3.840.000.- m.vsk.

Bæjarráð samþykkir að taka tilboði lægstbjóðanda.

9.Brú yfir Skútuá Siglufirði - endurbætur, sorphirðu- og vatnsveitumál tengt Visnesi

Málsnúmer 1507052Vakta málsnúmer

Á fundi bæjarráðs þann 23. júlí sl. var óskað eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar vegna erindis frá Guðrún Sölvadóttur varðandi endurbætur á brú yfir Skútuá Siglufirði, kaldavatnsleiðslu og sorphirðu.

Bæjarráð samþykkir að vísa endurbótum á brú yfir Skútuá og kaldavatnsleiðslu til gerðar fjárhagsáætlunar 2019 og felur deildarstjóra tæknideildar að setja grenndargáma niður sem fyrst í báðum bæjarhlutum við frístundabyggðir.

10.Fæðispeningar v. starfsfólks Íþróttamiðstöðvar Fjallabyggðar.

Málsnúmer 1804035Vakta málsnúmer

Á fundi bæjarráðs þann 23. júlí sl. var erindi frá formanni Starfsmannafélags Fjallabyggðar, Guðbirni Arngrímssyni, frestað þar sem óskað var eftir því að sveitarfélagið endurskoði afstöðu sína til greiðslu fæðispeninga starfsmanna í íþróttamiðstöð á Ólafsfirði.

Bæjarráð samþykkir að greiða starfsmönnum leiðréttingu frá fyrri útreikningi eða frá 01.09.2013 til 31.12.2013 sem færist af lið 21600-1110 og 21600-1890.

11.Umsókn um leyfi til lendingar þyrlu á Siglufirði

Málsnúmer 1806055Vakta málsnúmer

Á fund bæjarráðs kom Björgvin Björgvinsson fyrir hönd Viking Heliskiing vegna erindis þeirra sem tekið var fyrir á fundi bæjarráðs þann 23.júlí sl. þar sem óskað var eftir lendingu gegnt Síldarminjasafninu.

Björgvin upplýsti bæjarráð um að búið sé að semja við eigendur Golfsskálans á Siglufirði vegna aðstöðu fyrir skíðamenn og þyrlur.

Bæjarráð fagnar því að niðurstaða sé komið í málið og óskar Viking Heliskiing góðs gengis.

12.Fráveita að Hóli

Málsnúmer 1808002Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá formanni UÍF þar sem óskað er eftir að viðræðum við Fjallabyggð varðandi fráveitulagnir að Hóli en stjórn UFÍ hefur í hyggju að ráðst í framkvæmdir á fráveitu Hóls.

Bæjarráð óskar eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar.

13.Hólavegur 18 Siglufirði - skemmdir

Málsnúmer 1805018Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf frá Ofanflóðasjóði vegna Hólavegs 18, þar sem Ofanflóðanefnd samþykkir að fram fari athugun á því hvort framgreindar skemmdir stafi af framkvæmdum við varnir.

Bæjarráð felur deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála að senda bréf Ofanflóðasjóðs til húseigenda.

14.Óásættanleg meðferð og stjórnsýsla á opinberu fé

Málsnúmer 1807054Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar tölvupóstur frá Verkval ehf vegna óskar um að taka þátt í útboði vegna holræsahreinsunar og myndun á holræsalögnum hjá Fjallabyggð.

Bæjarráð vísað erindinu til framkvæmdaáætlunar 2019. Leitað verður eftir tilboðum næsta vor.

15.Kynningarfundir umhverfis-og auðlindaráðherra um drög að frumvarpi um nýja stofnun fyrir verndarsvæði á Íslandi

Málsnúmer 1808007Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi frá Umhverfis- og auðlindaráðherra vegna fundar þar sem kynnt verða drög að frumvarpi um nýja stofnun sem ætlað er að hafa með höndum umsýslu allra þjóðgarða á Íslandi og annarra friðlýstra svæða auk almennrar náttúruverndar.

Fundur næst Fjallabyggð verður þann 23. ágúst á Hótel Kea, Akureyri kl. 15.30 - 17.00.

16.Uppsögn á verksamningi.

Málsnúmer 1807058Vakta málsnúmer

Tekið fyrir bréf frá TW ehf vegna uppsagnar á verksamningi á ræstingu á Leikhólum Ólafsfirði.

Bæjarráð felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda og markaðsmála og deildarstjóra tæknideildar að bjóða út ræstingu á Leikhólum.

17.Arctic Coast Way

Málsnúmer 1612033Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar þátttökuskilyrði fyrir Artic Coast way / Norðurstrandarleið frá stýrihóp um verkefnið.

Bæjarráð óskar eftir að markaðs- og menningarfulltrúi komi á næsta fund og kynni verkefnið fyrir nýju bæjarráði.

18.Drög að reglum um úthlutun styrkja og framlaga sem veitt eru á grundvelli stefnumótandi byggðaáætlunar

Málsnúmer 1807061Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar drög að reglum um úthlutun styrkja og framlaga sem veitt eru á grundvelli stefnumótandi byggðaáætlunar.

19.Erindi frá Matvælastofnun. Lausaganga búfjár og fjallaskil.

Málsnúmer 1807055Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar grein eftir Sigurjón Njarðarson sem birtist í Bændablaðinu 19. júlí sl. Greinin fjallar um nokkur lagaleg atriði er snerta á lausagögnu búfjár, fjallskil o.fl.

Bæjarráð óskar eftir að greinin verði send á Fjallskilanefnd Fjallabyggðar.

Fundi slitið - kl. 18:10.