Brú yfir Skútuá Siglufirði - endurbætur, sorphirðu og vatnsveitumál tengt Visnesi

Málsnúmer 1507052

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 404. fundur - 11.08.2015

Tekið fyrir erindi frá Guðrúnu Ásgerði Sölvadóttur, eiganda Visness, dagsett 26. júlí 2015, varðandi:

1. Ástand brúar yfir Skútuá í Siglufirði.
2. Sorphirðumál fyrir sumarhúsasvæði austan fjarðar í Siglufirði.
3. Kaldavatnsleiðsla að Visnesi - úrbætur á bráðabirgðalögn yfir brúna á Skútuá.

Bæjarráð felur deildarstjóra tæknideildar að ástandsmeta brúna og finna stað fyrir grenndargám í eða við frístundabyggðina.
Kaldavatnslögn að sumarhúsi verður gerð frostfrí.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 565. fundur - 23.07.2018

Lagt fram erindi dagsett 20. júlí 2018 frá Guðrúnu Sölvadóttur varðandi endurbætur á brú yfir Skútuá Siglufirði, kaldavatnsleiðslu og sorphirðu.

Bæjarráð óskar eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 566. fundur - 09.08.2018

Á fundi bæjarráðs þann 23. júlí sl. var óskað eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar vegna erindis frá Guðrún Sölvadóttur varðandi endurbætur á brú yfir Skútuá Siglufirði, kaldavatnsleiðslu og sorphirðu.

Bæjarráð samþykkir að vísa endurbótum á brú yfir Skútuá og kaldavatnsleiðslu til gerðar fjárhagsáætlunar 2019 og felur deildarstjóra tæknideildar að setja grenndargáma niður sem fyrst í báðum bæjarhlutum við frístundabyggðir.