Fæðispeningar v. starfsfólks Íþróttamiðstöðvar Fjallabyggðar.

Málsnúmer 1804035

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 552. fundur - 17.04.2018

Undir þessum lið sat Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu,- frístunda og menningarmála.

Lagt fram erindi frá Starfsmannafélagi Fjallabyggðar, þar sem kemur fram að mismunur hafi verið á greiðslu fæðispeninga til starfsmanna íþróttamiðstöðvar Fjallabyggðar. Farið er fram á að mismunurinn verði leiðréttur þannig að þeir starfsmenn sem ekki fengu fæðispeninga á tilteknu tímabili fái þá greidda.

Bæjarráð samþykkir að óska eftir nánari útreikningum og frestar afgreiðslu málsins.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 559. fundur - 05.06.2018

Á fundi bæjarráðs þann 17. apríl sl. var tekið fyrir erindi frá Starfsmannafélagi Fjallabyggðar, þar sem kemur fram að mismunur hafi verið á greiðslu fæðispeninga til starfsmanna íþróttamiðstöðvar Fjallabyggðar. Er farið fram á að mismunurinn verði leiðréttur þannig að þeir starfsmenn sem ekki fengu fæðispeninga á tilteknu tímabili fái þá greidda.

Bæjarráð óskaði eftir kostnaðarútreikningum auk þess sem lögfræðiálit frá lögfræðingi hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og lögfræðingi sveitarfélagsins liggja fyrir.

Að þeim álitum fengnum samþykkir bæjarráð að fæðispeningar verði leiðréttir fjögur ár aftur í tímann í samræmi við lög. Kostnaðurinn kr. 2.300.000 færist af lið 21600-1110 og 21600-1890.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 561. fundur - 19.06.2018

Lagt fram erindi frá Starfsmannafélagi Fjallabyggðar, þar sem fram kemur að félagið óski eftir frekari rökstuðningi varðandi afgreiðslu erindis þar sem afgreiðsla þess hafi ekki verið í samræmi við það sem farið var fram á í kröfu Starfsmannafélags Fjallabyggðar.

Bæjarráð felur deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála að greiða starfsmönnum íþróttamiðstöðvar í Ólafsfirði fæðispeninga í samræmi við lögfræðiálit frá Samband íslenskra sveitarfélaga og Nordik lögfræðiþjónustu og ítrekar fyrri samþykkir.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 565. fundur - 23.07.2018

Lagt fram erindi frá formanni Starfsmannafélags Fjallabyggðar Guðbirni Arngrímssyni þar sem óskað er eftir því að sveitarfélagið endurskoði afstöðu sína til greiðslu fæðispeninga starfsmanna íþróttamiðstöðvar Fjallabyggðar á Ólafsfirði.

Bæjarráð samþykkir að fresta erindi til næsta fundar bæjarráðs.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 566. fundur - 09.08.2018

Á fundi bæjarráðs þann 23. júlí sl. var erindi frá formanni Starfsmannafélags Fjallabyggðar, Guðbirni Arngrímssyni, frestað þar sem óskað var eftir því að sveitarfélagið endurskoði afstöðu sína til greiðslu fæðispeninga starfsmanna í íþróttamiðstöð á Ólafsfirði.

Bæjarráð samþykkir að greiða starfsmönnum leiðréttingu frá fyrri útreikningi eða frá 01.09.2013 til 31.12.2013 sem færist af lið 21600-1110 og 21600-1890.