Umsókn um leyfi til lendingar þyrlu á Siglufirði

Málsnúmer 1806055

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 561. fundur - 19.06.2018

Lagt fram erindi frá Viking Heliskiing, dags. 15.júní 2018, varðandi leyfi til að lenda þyrlu á malarplani sunnan við Hótel Sigló. Einnig sækir fyrirtækið um að fá að setja niður olíutank af nýjustu gerð á planinu. Viking Heliskiing mun girða svæðið af og sjá til þess að svæðið verði tryggt.

Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar í skipulags- og umhverfisnefnd.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 228. fundur - 11.07.2018

Lagt fram erindi Björgvins Björgvinssonar f.h. Viking Heliskiing sem bæjarráð vísaði til umsagnar í skipulags- og umhverfisnefnd. Óskað er eftir leyfi til að lenda þyrlum á malarplani sunnan við Hótel Sigló. Einnig sækir fyrirtækið um að fá að setja niður olíutank af nýjustu gerð á planinu. Viking Heliskiing mun girða svæðið af og sjá til þess að svæðið verði tryggt.
Nefndin telur staðsetning lendingarsvæðis þyrlu á umræddu svæði ekki vera heppileg með tillit til hávaðamengunar, nálægðar við íbúabyggð, þjóðveg í þéttbýli og ferðamannasvæði. Ákjósanlegur lendingarstaður gæti verið á Siglufjarðarflugvelli.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 565. fundur - 23.07.2018

Á 551. fundi bæjarráðs þann 19.júní sl. vísaði bæjarráð erindi Björgvins Björgvinssonar fyrir hönd Viking Heliskiing um leyfi til lendingar þyrlu á Siglufirði til umsagnar Skipulags- og umhverfisnefndar.

Í umsögn Skipulags- og umhverfisnefndar kemur fram að nefndin telur staðsetning lendingarsvæðis þyrlu á umræddu svæði ekki vera heppileg með tillit til hávaðamengunar, nálægðar við íbúabyggð, þjóðveg í þéttbýli og ferðamannasvæði. Ákjósanlegur lendingarstaður gæti verið á Siglufjarðarflugvelli.

Bæjarráð tekur undir umsögn Skipulags- og umhverfisnefndar og boðar forsvarsmenn Viking Heliskiing á næsta fund bæjarráðs.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 566. fundur - 09.08.2018

Á fund bæjarráðs kom Björgvin Björgvinsson fyrir hönd Viking Heliskiing vegna erindis þeirra sem tekið var fyrir á fundi bæjarráðs þann 23.júlí sl. þar sem óskað var eftir lendingu gegnt Síldarminjasafninu.

Björgvin upplýsti bæjarráð um að búið sé að semja við eigendur Golfsskálans á Siglufirði vegna aðstöðu fyrir skíðamenn og þyrlur.

Bæjarráð fagnar því að niðurstaða sé komið í málið og óskar Viking Heliskiing góðs gengis.