Könnun um kostnaðarþátttöku grunnskólanema

Málsnúmer 1807057

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 566. fundur - 09.08.2018

Lagt fram erindi frá Maskínu rannsóknir fyrir hönd Velferðarvaktarinnar varðandi kostnaðarþátttöku grunnskólanema varðandi skólagögn.

Deildarstjóri fræðslu- frístunda- og menningarmála hefur svarað könnuninni.

Grunnskóli Fjallabyggðar afhendir nemendum ritfangapakka að gjöf frá bæjarfélaginu við skólabyrjun haustið 2018. Ritfangapakkinn er eftir þörfum hvers árgangs. Það sem ekki er í ritfangapakkanum þurfa foreldrar að útvega. Sjálfsagt er að nota það sem til er frá fyrri árum. Nemendur þurfa t.d. að útvega tímaritabox, möppur og vasareikna.