Fráveita að Hóli

Málsnúmer 1808002

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 566. fundur - 09.08.2018

Lagt fram bréf frá formanni UÍF þar sem óskað er eftir að viðræðum við Fjallabyggð varðandi fráveitulagnir að Hóli en stjórn UFÍ hefur í hyggju að ráðst í framkvæmdir á fráveitu Hóls.

Bæjarráð óskar eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 573. fundur - 25.09.2018

Á 566. fundi bæjarráðs þann 9. ágúst sl. óskaði bæjarráð eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar vegna fyrirhugaðra fráveituframkvæmda á Hóli en stjórn UÍF hefur óskað eftir viðræðum við sveitarfélagið um þann hluta framkvæmdanna sem liggur utan lóðar.

Lagt fram minnisblað deildarstjóra tæknideildar dags. 24.september 2018. Þar kemur fram að Fjallabyggð endurnýjaði rotþró við Hól fyrir nokkrum árum síðan. Rotþróin er staðsett um það bil 10 metra frá lóðarmörkum. Engar lagnir voru endurnýjaðar þegar skipt var um rotþrónna. Þær framkvæmdir sem ÚÍF áætlar að fara í á fráveitunni að Hóli eru að mestu innan lóðar, en það sem liggur utan lóðar er endurnýjun á stofnlögn að rotþrónni sem eru ca 10-15 metrar að lengd. Engin vandkvæði eru á því að samræma aðgerðir við endurnýjun á fráveitunni og mun Veitustofnun endurnýja stofnlögnina 2 metra inn fyrir lóðarmörk að Hóli þegar þar að kemur.

Bæjarráð samþykkir framlagt minnisblað.