Siglufjarðarflugvöllur

Málsnúmer 1709072

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 532. fundur - 27.11.2017

Bæjarráð samþykkir að senda inn umsókn til Samgöngustofu þess efnis að Siglufjarðarflugvöllur verði skráður sem lendingarstaður. Framtakið mun styðja við framfarir í ferðaþjónustu í sveitarfélaginu en jafnframt er flugbrautin mikilvægt öryggismannvirki fyrir íbúa Fjallabyggðar. Með breyttri skráningu yrði hlutverk sveitarfélagsins fyrst og fremst upplýsingjagjöf um ástand lendingarbratuar til flugmanna sem lenda þar á eigin ábyrgð.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 554. fundur - 02.05.2018

Bæjarstjóri fór yfir stöðu mála vegna vinnu við skráningu Siglufjarðarflugvallar sem lendingarstaðar.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna áfram að málinu í samræmi við það sem rætt var á fundinum.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 566. fundur - 09.08.2018

Lagt fram bréf bæjarstjóra til Isavia vegna framkvæmda við flugvöll á Siglufirði.

Bæjarráð samþykkir framlagt bréf.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 567. fundur - 14.08.2018

Lagt fram undirritað leyfi frá Samgöngustofu/Mannvirkja- og leiðsögusviði til Fjallabyggðar til þess að reka Siglufjarðarflugvöll sem skráðan lendingarstað samkvæmt umsókn sveitarfélagsins frá 20. júlí 2018 og í samræmi við kröfur reglugerðar nr. 464/2007 um flugvelli.

Tegund umferðar : NTL-IFR/VFR-NS-P-E
Viðmiðunrkóði flugbrautar er: 1

Útgáfudagur leyfis er 24. júlí 2018 og gildir það til 24. júlí 2019.

Bæjarráð fagnar því að Siglufjarðarflugvöllur skuli nú vera skráður lendingarstaður þar sem um bættar samgöngur til Fjallabyggðar er að ræða.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 569. fundur - 28.08.2018

Lagt fram svarbréf Isavia dags. 21.08.2018 við erindi Fjallabyggðar frá 9. ágúst 2018 þar sem fram kemur að Isavia muni taka málið upp við Fjármálaráðuneytið.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að fylgja málinu eftir.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 573. fundur - 25.09.2018

Lögð fram drög að bréfi bæjarstjóra Fjallabyggðar til Isavia vegna framkvæmda við flugvöll á Siglufirði.

Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi drög.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 588. fundur - 15.01.2019

Lögð fram drög að bréfi bæjarráðs til fjármálaráðherra varðandi Siglufjarðarflugvöll.

Bæjarráð samþykkir drögin og felur bæjarstjóra að senda bréfið til fjármálaráðherra.