Kröfuinnheimta fyrir Fjallabyggð

Málsnúmer 1702030

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 488. fundur - 21.02.2017

Undir þessum lið vék Sólrún Júlíusdóttir af fundi.
Lagt fram bréf frá Inkasso sem sér um innheimtu fyrir Fjallabyggð. Þar er óskað eftir að samningur vegna innheimtunnar sem rennur 15. apríl 2017 verði framlengdur um eitt ár.

Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 492. fundur - 14.03.2017

Bæjarráð samþykkir að framlengja samning við innheimtufyrirtækið Inkasso sem sér um innheimtu fyrir Fjallabyggð til eins árs. Að þeim tíma loknum verður verkefnið boðið út að nýju.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 566. fundur - 09.08.2018

Lagður fram skammtíma samningur milli Fjallabyggðar og Inkasso ehf varðandi kröfuinnheimtu fyrir Fjallabyggð til áramóta þar til verðkönnun hefur farið fram.

Bæjarráð samþykkir framlagðan samning og felur bæjarstjóra undirritun samningsins.