Óásættanleg meðferð og stjórnsýsla á opinberu fé

Málsnúmer 1807054

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 566. fundur - 09.08.2018

Lagt fram til kynningar tölvupóstur frá Verkval ehf vegna óskar um að taka þátt í útboði vegna holræsahreinsunar og myndun á holræsalögnum hjá Fjallabyggð.

Bæjarráð vísað erindinu til framkvæmdaáætlunar 2019. Leitað verður eftir tilboðum næsta vor.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 616. fundur - 20.08.2019

Lagt fram erindi Jóns Björnssonar fh. Verkvals ehf, dags. 16.08.2019 þar sem óskað er eftir svari við því hvenær hreinsun á holræsakerfi sveitarfélgsins verður boðin út.

Bæjarráð samþykkir að óska eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 619. fundur - 09.09.2019

Á 616. fundi bæjarráðs óskaði ráðið eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar vegna erindis Verkvals ehf. varðandi útboð á holræsahreinsun í Fjallabyggð.

Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar, dags. 06.09.2019 þar sem fram kemur að fyrirhugað er að halda verðkönnun vegna holræsahreinsunar í haust í samstarfi við Dalvíkurbyggð.

Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra tæknideildar að vinna málið áfram.