Bæjarráð Fjallabyggðar

562. fundur 26. júní 2018 kl. 16:00 - 17:10 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Helga Helgadóttir formaður, D lista
  • Nanna Árnadóttir aðalmaður, I lista
  • Jón Valgeir Baldursson aðalmaður, H lista
Starfsmenn
  • Gunnar Ingi Birgisson bæjarstjóri
  • Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
Fundargerð ritaði: Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

1.Rekstraryfirlit - 2018

Málsnúmer 1804092Vakta málsnúmer

Farið yfir rekstraryfirlit fyrir janúar til apríl 2018. Reksturinn er í góðu jafnvægi.

2.Staðgreiðsla tímabils - 2018

Málsnúmer 1801014Vakta málsnúmer

Lagt fram yfirlit yfir staðgreiðslu útsvars frá 1. janúar til 22. júní 2018. Innborganir nema 526.299.324 kr. sem er 103,34% af tímabilsáætlun, sem gerði ráð fyrir 509.301.584 kr.

3.Gatnagerðargjöld 2018

Málsnúmer 1806072Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar samþykkir eftirfarandi :

a)
Gatnagerðargjöld lóða sem standa við fullgerðar götur skulu niður falla en tengigjöld verða greidd af lóðarhafa.

b)
Gatnagerðargjöld lóða sem standa við ófullgerðar götur skulu vera skv. gjaldskrá Fjallabyggðar en greiðslutilhögun er annað hvort staðgreiðsla eða að 20% gatnagerðargjaldanna greiðist þegar byggingarleyfi er gefið út og 80% verði dreift á fjögur ár á skuldabréfi með almennum vöxtum skuldabréfa.

4.Göngustígur við Ólafsfjarðarvatn - Verðkönnun

Málsnúmer 1806074Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað frá deildarstjóra tæknideildar vegna opnun tilboða í verkefnið „Gerð göngustíg suður með Ólafsfjarðarvatni“ mánudaginn 25. júní.

Eftirfarandi aðilar buðu í verkið.

Magnús Þorgeirsson 4.155.000,-
Smári ehf. 3.466.490,-
Sölvi Sölvason 5.486.000,-
Kostnaðaráætlun 4.045.000,-

Bæjarráð samþykkir að taka tilboði lægstbjóðanda.

5.Samningur um rekstur skíðasvæðisins í Skarðsdal Siglufirði

Málsnúmer 1803076Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að samningi við Leyningsás um rekstur skíðasvæðisins í Skarðdal Siglufirði til eins árs.

Bæjarráð samþykkir drögin fyrir sitt leyti og felur bæjarstjóra að undirrita samninginn.

6.Starfsmannamál, trúnaðarmál.

Málsnúmer 1806010Vakta málsnúmer

Niðurstaða málsins bókuð í trúnaðarbók.

7.Ársreikningur Tjarnarborgar 2017

Málsnúmer 1806064Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar ársreikningur Tjarnarborgar sf. fyrir árið 2017.

8.Ósk um styrk í formi gæslu vinnuskólanemenda í kirkju

Málsnúmer 1806008Vakta málsnúmer

Á 560. fundi bæjarráðs var tekið fyrir erindi frá Hermanni Jónassyni fyrir hönd Siglufjarðarkirkju um aðkomu vinnuskóla Fjallabyggðar að opnun Siglufjarðarkirkju yfir sumartímann frá kl. 13.00 - 17.00.
Bæjarráð óskaði eftir umsögn deildarstjóra.

Lagt fram minnisblað deildarstjóra fræðslu-, frístunda og menningarmála varðandi styrk í formi gæslu vinnuskólanemenda í Siglufjarðarkirkju. Þar kemur fram að alls eru um 30 unglingar skráðir í vinnuskólann í sumar, yngstu nemendur vinna aðeins fyrir hádegi, frá kl. 13-17 eru því enn færri unglingar í vinnu.

Í ljósi þessa sér bæjarráð sér ekki fært að verða við beiðni Siglufjarðarkirkju að þessu sinni, en bendir á að umsóknir um styrki þurfi að berast sveitarfélaginu á auglýstum umsóknartíma fyrir gerð fjárhagsáætlunar ár hvert.

9.Umbótaáætlun Grunnskóla Fjallabyggðar

Málsnúmer 1604017Vakta málsnúmer

Lagt fram svarbréf skólastjóra Grunnskóla Fjallabyggðar til Mennta- og menningarmálaráðuneytisins varðandi eftirfylgni við umbótaáætlun vegna ytra mats Grunnskóla Fjallabyggðar. Í bréfi skólastjóra kemur fram að unnið hafi verið samkvæmt samþykktri umbótaáætlun á skólaárinu 2017-2018 og að þar hafi innleiðing á námsmati til samræmis við aðalnámskrá verið tímafrekur þáttur. Áfram verður unnið að umbótum samkvæmt áætlun á komandi skólaári.

Bæjarráð felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og markaðsmála að senda svar skólastjóra Grunnskóla Fjallabyggðar áfram til Mennta- og menningarmálaráðuneytisins.

10.Erindisbréf nefnda 2018-2022

Málsnúmer 1806062Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að uppfærðu erindisbréfi Markaðs- og menningarnefndar.

Bæjarráð samþykkir drög að erindisbréfi Markaðs- og menningarnefndar.

11.Stoðveggur við Laugarveg 18

Málsnúmer 1806060Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Sigurlínu Káradóttur er varðar stoðvegg við Laugarveg 18 á Siglufirði.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til umsagnar deildarstjóra tæknideildar.

12.Innsent erindi. Sirkusnámskeið.

Málsnúmer 1806063Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Sirkussmiðju Húlladúllunnar varðandi styrk í formi aðstöðu í íþróttahúsinu á Siglufirði vegna fyrirhugaðs sirkusnámskeiðs fyrir börn dagana 16.-20. júlí nk.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til umsagnar deildarstjóra fræðslu, - frístunda-, og menningarmála.

13.Ný og breytt lög um félagsþjónustu sveitarfélaga er taka gildi 1.október 2018 - notendaráð

Málsnúmer 1806069Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 18. júní 2018 er varðar ný og breytt ákvæði um notendaráð á grundvelli laga um félagsþjónustu sveitarfélaga og taka gildi þann 1. október 2018.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til deildarstjóra félagsmáladeildar.

14.Svæðisskipulag Eyjafjarðar 2012-2024,

Málsnúmer 1801053Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð Svæðisskipulagsnefndar Eyjafjarðar frá 23. maí sl.

15.Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 227

Málsnúmer 1806004FVakta málsnúmer

  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 227. fundur - 14. júní 2018 Bókun fundar Afgreiðsla 227. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 562.fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 227. fundur - 14. júní 2018 Bókun fundar Afgreiðsla 227. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 562.fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 227. fundur - 14. júní 2018 Nefndin samþykkir úthlutun lóðarinnar fyrir sitt leyti og vísar málinu til afgreiðslu bæjarráðs. Bókun fundar Afgreiðsla 227. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 562.fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 227. fundur - 14. júní 2018 Óskað er eftir frekari gögnum, erindi frestað. Bókun fundar Afgreiðsla 227. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 562.fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 227. fundur - 14. júní 2018 Þar sem tveir aðilar sóttu um lóðina Bakkabyggð 8 voru umsóknir settar í sitthvort ómerkta umslagið og tæknifulltrúa falið að draga eitt umslag. Nafn umsækjanda sem dreginn var út er Hrönn Helgadóttir. Nefndin samþykkir fyrir sitt leyti úthlutun lóðarinnar til Hrannar Helgadóttur og vísar málinu til afgreiðslu bæjarráðs.
    Bókun fundar Undir þessum lið vék Helga Helgadóttir.

    Afgreiðsla 227. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 562.fundi bæjarráðs með 2 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 227. fundur - 14. júní 2018 Þar sem tveir aðilar sóttu um lóðina Bakkabyggð 8 voru umsóknir settar í sitthvort ómerkta umslagið og tæknifulltrúa falið að draga eitt umslag. Nafn umsækjanda sem dreginn var út er Hrönn Helgadóttir. Nefndin samþykkir fyrir sitt leyti úthlutun lóðarinnar til Hrannar Helgadóttur og vísar málinu til afgreiðslu bæjarráðs.
    Bókun fundar Undir þessum lið vék Helga Helgadóttir.

    Afgreiðsla 227. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 562.fundi bæjarráðs með 2 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 227. fundur - 14. júní 2018 Nefndin samþykkir úthlutun lóðarinnar fyrir sitt leyti og vísar málinu til afgreiðslu bæjarráðs. Bókun fundar Afgreiðsla 227. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 562.fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 227. fundur - 14. júní 2018 Nefndin samþykkir úthlutun lóðarinnar fyrir sitt leyti og vísar málinu til afgreiðslu bæjarráðs. Bókun fundar Afgreiðsla 227. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 562.fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 227. fundur - 14. júní 2018 Erindi frestað. Bókun fundar Afgreiðsla 227. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 562.fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 227. fundur - 14. júní 2018 Erindi samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 227. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 562.fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 227. fundur - 14. júní 2018 Byggingarreitur lóðarinnar Bakkabyggð 2 er 322fm og mun því áætlað byggingarmagn rúmast innan hans. Nefndin samþykkir umsókn um aukið byggingarmagn með vísun í 5.8.4.gr. skipulagsreglugerðar nr.90/2013. Bókun fundar Afgreiðsla 227. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 562.fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 227. fundur - 14. júní 2018 Nefndin leggur til við bæjarráð að aðalskipulagsbreyting þessi hljóti afgreiðslu í samræmi við 2.mgr. 36.gr skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Afgreiðsla 227. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 562.fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 227. fundur - 14. júní 2018 Erindi samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 227. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 562.fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 227. fundur - 14. júní 2018 Erindi samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 227. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 562.fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 227. fundur - 14. júní 2018 Erindi samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 227. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 562.fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 227. fundur - 14. júní 2018 Erindi samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 227. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 562.fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 227. fundur - 14. júní 2018 Nefndin samþykkir að veita Guðbrandi stöðuleyfi fyrir reykkofa við Brimvelli og staðsetning skal vera í samráði við tæknideild Fjallabyggðar. Tæknideild falið að beina þeim tilmælum til eigenda annarra reykkofa á svæðinu að sækja um stöðuleyfi til bæjarins. Bókun fundar Undir þessum lið vék Guðrún Sif Guðbrandsdóttir af fundi.

    Bæjarráð samþykkir að fresta málinu með 3 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 227. fundur - 14. júní 2018 Umsóknin er samþykkt með þremur atkvæðum (Konráð K. Baldvinsson og Ingibjörg G. Jónsdóttir og Helgi Jóhannsson)gegn tveimur (Brynja Hafsteinsdóttir og Hjördís H. Hjörleifsdóttir), með þeim fyrirvara að skoðað verði að staðsetning á púttvellinum miðist við að hægt verði að nýta byggingarlóðir við Hlíðarveg og Hvanneyrarbraut austan og vestanmegin við púttvöllinn.

    Bókun fundar Bæjarráð samþykkir að fresta málinu með 3 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 227. fundur - 14. júní 2018 Samkvæmt Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2008-2028 er svæðið sem um ræðir skilgreint sem landbúnaðarsvæði og samræmist starfsemi mjölbræðslu því ekki stefnu sveitarfélagsins um landnotkun á svæðinu. Til að svo megi verða þarf að ráðast í breytingar á aðalskipulagi sveitarfélagsins. Einnig þyrftu landeigendur að deiliskipuleggja svæðið með tilliti til framtíðarnotunar og sækja um starfsleyfi fyrir mjölbræðslu til Umhverfisstofnunar.
    Nefndin tekur jákvætt í hækkun á lofthæð minkaskálans en sækja þarf um byggingarleyfi vegna þess á þar til gert eyðublað og skila inn teikningum af breytingunum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 227. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 562.fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 227. fundur - 14. júní 2018 Skv. bókun bæjarráðs frá 8.maí sl. var ákveðið að ekki yrði hróflað við eða ráðstafað umræddu svæði næstu tvö árin vegna mögulegrar atvinnuuppbyggingar Framfarafélags Ólafsfjarðar. Ekki er því hægt að verða við umsókn um framangreint land. Tæknideild falið að hafa samband við umsækjanda vegna mögulegrar staðsetningar. Bókun fundar Afgreiðsla 227. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 562.fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 227. fundur - 14. júní 2018 Nefndin samþykkir að máluð verði gul lína á gangstéttarkantinn fyrir framan innganginn við Lækjargötu 9a. Bókun fundar Afgreiðsla 227. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 562.fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 227. fundur - 14. júní 2018 Erindi hafnað með vísan til samnings sem Fjallabyggð gerði við Hestamannafélagið Glæsi árið 2013. Bókun fundar Afgreiðsla 227. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 562.fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 227. fundur - 14. júní 2018 Tæknideild falið að grenndarkynna aðliggjandi lóðarhöfum. Bókun fundar Afgreiðsla 227. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 562.fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 227. fundur - 14. júní 2018 Nefndin samþykkir stöðuleyfi en staðsetning verði í samráði við tæknideild. Bókun fundar Afgreiðsla 227. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 562.fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 227. fundur - 14. júní 2018 Bókun fundar Afgreiðsla 227. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 562.fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 227. fundur - 14. júní 2018 Bókun fundar Afgreiðsla 227. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 562.fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.

16.Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 56

Málsnúmer 1806006FVakta málsnúmer

  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 56. fundur - 20. júní 2018 Nefndarmenn undirrituðu drengskaparheit um þagnarskyldu með vísan í 28. grein sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 Bókun fundar Afgreiðsla 56. fundar fræðslu- og frístundanefndar Fjallabyggðar staðfest á 562.fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 56. fundur - 20. júní 2018 Farið var yfir erindisbréf Fræðslu- og frístundanefndar. Fundartími nefndarinnar verður fyrsti mánudagur í hverjum mánuði að jafnaði, kl. 16.30. Bókun fundar Afgreiðsla 56. fundar fræðslu- og frístundanefndar Fjallabyggðar staðfest á 562.fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.
  • 16.3 1805073 Vinnuskóli 2018
    Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 56. fundur - 20. júní 2018 Undir þessum lið sat Haukur Sigurðsson forstöðumaður íþróttamannvirkja.

    Forstöðumaður fór yfir og kynnti starfsemi vinnuskólans fyrir nefndarmönnum. 35 unglingar hafa sótt um vinnu í vinnuskólanum í sumar í mislangan tíma hver.
    Unglingar fæddir árið 2004 fá vinnu hálfan daginn en eldri unglingar fá vinnu allan daginn. Áætlað er að unglingar fæddir árið 2004 vinni til 3. ágúst en eldri unglingar til 10. ágúst.
    Bókun fundar Afgreiðsla 56. fundar fræðslu- og frístundanefndar Fjallabyggðar staðfest á 562.fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.
  • 16.4 1806059 Smíðavellir 2018
    Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 56. fundur - 20. júní 2018 Undir þessum lið sat Haukur Sigurðsson forstöðumaður íþróttamannvirkja.

    Smíðavellir verða starfræktir í báðum byggðarkjörnum á tímabilinu 11.júlí - 30.júlí þrisvar í viku kl. 10 - 12 fyrir 9 -12 ára börn.
    Umsjón verður í höndum vinnuskólans undir stjórn yfirmanns vinnuskólans. Starf og nánara fyrirkomulag verður auglýst þegar nær dregur.
    Bókun fundar Afgreiðsla 56. fundar fræðslu- og frístundanefndar Fjallabyggðar staðfest á 562.fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.

17.Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 98

Málsnúmer 1806008FVakta málsnúmer

  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 98. fundur - 21. júní 2018 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 98. fundar Hafnarstjórnar staðfest á 562.fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 98. fundur - 21. júní 2018 Undir þessum lið undirrituðu fundarmenn sem mættir voru, drengskaparheit um þagnarskyldu með vísan í 28. grein sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Bókun fundar Afgreiðsla 98. fundar Hafnarstjórnar staðfest á 562.fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 98. fundur - 21. júní 2018 Fjöldi landana og afli í höfnum Fjallabyggðar tímabilið 1. janúar - 25. júní 2018 ásamt samanburði við sama tíma árið 2017.

    2018 Siglufjörður 6252 tonn í 714 löndunum.
    2018 Ólafsfjörður 254 tonn í 274 löndunum.

    2017 Siglufjörður 3435 tonn í 829 löndunum.
    2017 Ólafsfjörður 264 tonn í 304 löndunum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 98. fundar Hafnarstjórnar staðfest á 562.fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 98. fundur - 21. júní 2018 Lögð fram til kynningar eftirlitsskýrsla frá Umhverfisstofnun frá 28. maí síðastliðnum. Búið er að bregðast við athugasemdum sem gerðar eru í skýrslunni. Bókun fundar Afgreiðsla 98. fundar Hafnarstjórnar staðfest á 562.fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.
  • 17.5 1710094 Gjaldskrár 2018
    Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 98. fundur - 21. júní 2018 Lögð fram drög að uppfærðri gjaldskrá fyrir Hafnarsjóð, þar sem 12. grein er breytt til samræmis við lög nr. 33/2004 og reglugerð nr. 1201/2014.
    Hafnarstjórn leggur til við bæjarráð að gjaldskráin verði samþykkt svo breytt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 98. fundar Hafnarstjórnar staðfest á 562.fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 98. fundur - 21. júní 2018 Erindi samþykkt.
    Hafnarstjórn ítrekar að stöðuleyfishafar sýni góða umgengni á gámasvæðum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 98. fundar Hafnarstjórnar staðfest á 562.fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 98. fundur - 21. júní 2018 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 98. fundar Hafnarstjórnar staðfest á 562.fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 98. fundur - 21. júní 2018 Lögð fram til kynningar staðfesting á gæðum neysluvatnsins við hafnarsvæði Fjallabyggðarhafna. Bókun fundar Afgreiðsla 98. fundar Hafnarstjórnar staðfest á 562.fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 98. fundur - 21. júní 2018 Lögð fram til kynningar 404. fundargerð Hafnasambands Íslands. Bókun fundar Afgreiðsla 98. fundar Hafnarstjórnar staðfest á 562.fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 17:10.