Stoðveggur við Laugarveg 18

Málsnúmer 1806060

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 562. fundur - 26.06.2018

Lagt fram erindi Sigurlínu Káradóttur er varðar stoðvegg við Laugarveg 18 á Siglufirði.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til umsagnar deildarstjóra tæknideildar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 563. fundur - 03.07.2018

Lagt fram minnisblað deildarstjóra tæknideildar varðandi ósk Sigurlínu Káradóttur þess efnis að sveitarfélagið byggi stoðvegg við Laugarveg 18 Siglufirði. Í minnisblaði kemur fram að samkvæmt samþykkt um þátttöku Fjallabyggðar í stoðveggjasmíði byggir þátttaka bæjarfélagsins í slíku verkefni á þeirri meginforsendu að þörf sé á stoðvegg til þess að ná fram heildarhagsmunum bæjarfélagsins um öryggi gangandi vegfarenda. Kostnaðarþátttaka miðast við 20% af reiknuðu kostnaði samkvæmt kostnaðarútreikningum tæknideildar.

Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra tæknideildar að svara erindi Sigurlínu Káradóttur samkvæmt samþykktum reglum sveitarfélagsins frá 2011.