Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar

227. fundur 20. júní 2018 kl. 16:00 - 18:15 Ólafsvegi 4, Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Konráð Karl Baldvinsson formaður I lista
  • Hjördís Hanna Hjörleifsdóttir varaformaður, D lista
  • Brynja Ingunn Hafsteinsdóttir aðalmaður, D lista
  • Helgi Jóhannsson aðalmaður, H lista
  • Ingibjörg Guðlaug Jónsdóttir aðalmaður, I lista
Starfsmenn
  • Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar
  • Íris Stefánsdóttir tæknifulltrúi
Fundargerð ritaði: Íris Stefánsdóttir tæknifulltrúi

1.Drengskaparheit um þagnarskyldu 2018 - 2022

Málsnúmer 1806015Vakta málsnúmer

Undir þessum lið undirrituðu fundarmenn drengskaparheit um þagnarskyldu með vísan í 28. grein sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.
Staðfest

2.Erindisbréf nefnda 2018-2022

Málsnúmer 1806062Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindisbréf skipulags- og umhverfisnefndar.
Fundir verða að jafnaði haldnir einu sinni í mánuði á miðvikudögum kl. 16:30.
Lagt fram

3.Umsókn um lóð - Bakkabyggð 4

Málsnúmer 1805040Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn dagsett 11. maí 2018 þar sem Guðmundur Fannar Þórðarson sækir um lóðina Bakkabyggð 4. Einnig lögð fram drög að lóðarleigusamning ásamt lóðarblaði.
Samþykkt
Nefndin samþykkir úthlutun lóðarinnar fyrir sitt leyti og vísar málinu til afgreiðslu bæjarráðs.

4.Umsókn um lóð - Bakkabyggð 6

Málsnúmer 1805045Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn dagsett 14. maí 2018 þar sem Elís Hólm Þórðarson f.h. Arctic Freeride ehf. sækir um lóðina Bakkabyggð 6. Einnig lögð fram drög að lóðarleigusamningi ásamt lóðarblaði.
Afgreiðslu frestað
Óskað er eftir frekari gögnum, erindi frestað.

5.Umsókn um lóð - Bakkabyggð 8

Málsnúmer 1805069Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn dagsett 18. maí 2018 þar sem Ólafur Meyvant Jóakimsson sækir um lóðina Bakkabyggð 8. Einnig lögð fram drög að lóðarleigusamning ásamt lóðarblaði.
Synjað
Þar sem tveir aðilar sóttu um lóðina Bakkabyggð 8 voru umsóknir settar í sitthvort ómerkta umslagið og tæknifulltrúa falið að draga eitt umslag. Nafn umsækjanda sem dreginn var út er Hrönn Helgadóttir. Nefndin samþykkir fyrir sitt leyti úthlutun lóðarinnar til Hrannar Helgadóttur og vísar málinu til afgreiðslu bæjarráðs.

6.Umsókn um lóð - Bakkabyggð 8

Málsnúmer 1805046Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn dagsett 14. maí 2018 þar sem Hrönn Helgadóttir sækir um lóðina Bakkabyggð 8. Einnig lögð fram drög að lóðarleigusamning ásamt lóðarblaði.
Samþykkt
Þar sem tveir aðilar sóttu um lóðina Bakkabyggð 8 voru umsóknir settar í sitthvort ómerkta umslagið og tæknifulltrúa falið að draga eitt umslag. Nafn umsækjanda sem dreginn var út er Hrönn Helgadóttir. Nefndin samþykkir fyrir sitt leyti úthlutun lóðarinnar til Hrannar Helgadóttur og vísar málinu til afgreiðslu bæjarráðs.
Undir þessum lið vék Ármann Viðar Sigurðsson af fundi.

7.Umsókn um lóð - Mararbyggð 41

Málsnúmer 1805097Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn dagsett 29. maí 2018 þar sem Elín Sigríður Friðriksdóttir sækir um lóðina Mararbyggð 41. Einnig lögð fram drög að lóðarleigusamningi og lóðarblaði.
Samþykkt
Nefndin samþykkir úthlutun lóðarinnar fyrir sitt leyti og vísar málinu til afgreiðslu bæjarráðs.

8.Umsókn um lóð - Mararbyggð 43

Málsnúmer 1805104Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn dagsett 30. maí 2018 þar sem Ásgeir Frímannsson sækir um lóðina Mararbyggð 43. Einnig lögð fram drög að lóðarleigusamningi og lóðarblaði.
Samþykkt
Nefndin samþykkir úthlutun lóðarinnar fyrir sitt leyti og vísar málinu til afgreiðslu bæjarráðs.

9.Lóðarleigusamningur fyrir skúlptúrgarð - Túngata 22 Siglufirði

Málsnúmer 1804119Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að lóðarleigusamning til handa Aðalheiðar S. Eysteinsdóttur fyrir skúlptúrgarð við Túngötu 22 sem hún hyggst byggja upp.
Afgreiðslu frestað
Erindi frestað.

10.Leyfi fyrir runnum og girðingu á lóðarmörkum Túngötu 22 Siglufirði

Málsnúmer 1805079Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi dagsett 23.maí 2018 þar sem Aðalheiður S. Eysteinsdóttir sækir um leyfi til að afmarka lóðarmörk Túngötu 22 til suðurs, austurs og norðurs með runnum og bráðabirgða grindverki.
Samþykkt
Erindi samþykkt.

11.Umsókn um aukið byggingarmagn á Bakkabyggð 2

Málsnúmer 1805054Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Elísar Hólm Þórðarsonar dagsett 15. maí 2018, þar sem sótt er um heimild til að stækka hámarksbyggingarmagn á lóðinni Bakkabyggð 2 úr 270fm í 320fm.
Samþykkt
Byggingarreitur lóðarinnar Bakkabyggð 2 er 322fm og mun því áætlað byggingarmagn rúmast innan hans. Nefndin samþykkir umsókn um aukið byggingarmagn með vísun í 5.8.4.gr. skipulagsreglugerðar nr.90/2013.

12.Breyting á aðalskipulagi - Aðalgata 15 og Ólafsvegur 3

Málsnúmer 1805059Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2008-2028 dagsett 17. maí 2018. Lagt er til að Aðalgata 15 og Ólafsvegur 3 í Ólafsfirði verði skilgreint sem íbúðarsvæði í stað svæðis fyrir þjónustustofnanir. Breytingin telst óveruleg þar sem lóðirnar liggja að íbúðarsvæðum og falla því vel að núverandi skipulagi.
Nefndin leggur til við bæjarráð að aðalskipulagsbreyting þessi hljóti afgreiðslu í samræmi við 2.mgr. 36.gr skipulagslaga nr. 123/2010.

13.Umsókn um byggingarleyfi - Syðri Á

Málsnúmer 1707008Vakta málsnúmer

Lögð fram uppfærð umsókn um byggingarleyfi dagsett 10.maí 2018. Sótt er um að stækka kjallara og breikka útihurð inn í kjallaragemyslu á fyrirhuguðu einbýlishúsi við Syðri-Á í Ólafsfirði. Meðfylgjandi eru uppfærðir uppdrættir vegna breytinganna.
Samþykkt
Erindi samþykkt.

14.Umsókn um byggingarleyfi - breytt notkun húsnæðis við Aðalgötu 32 Siglufirði

Málsnúmer 1806051Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn þar sem óskað er eftir því að breyta notkun húsnæðis við Aðalgötu 32 úr atvinnuhúsnæði í íbúðarhúsnæði,fastanr. 213-0098.
Samþykkt
Erindi samþykkt.

15.Umsókn um byggingarleyfi - gestahús við Tröllakot í Ólafsfirði

Málsnúmer 1806058Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi dagsett 18. júní 2018 þar sem Tómas Einarsson sækir um leyfi til að byggja 24,3fm gestahús við Tröllakot í Ólafsfirði skv. meðfylgjandi teikningum.
Samþykkt
Erindi samþykkt.

16.Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna ljósleiðaralagna um Ólafsfjörð og Siglufjörð sumarið 2018

Málsnúmer 1805051Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Steinmars H. Rögnvaldssonar f.h. Tengis ehf.dagsett 8. maí 2018. Sótt er um framkvæmdaleyfi vegna lagningu ljósleiðaralagna um Ólafsfjörð og Siglufjörð sumarið 2018. Áætlað er að framkvæmdir hefjist í maí og verði lokið í desember 2018, en endanlegum frágangi verði lokið vorið 2019.
Samþykkt
Erindi samþykkt.

17.Umsókn um leyfi fyrir reykkofa við Brimvelli í Ólafsfirði

Málsnúmer 1806054Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Guðbrands J. Ólafssonar dagsett 14. júní 2018. Sótt er um leyfi fyrir litlum reykkofa við Brimvelli í Ólafsfirði. Einnig er óskað eftir því að reykkofum á svæðinu verði fundin staðsetning innan gildandi deiliskipulags með tillit til brunavarna.
Samþykkt
Nefndin samþykkir að veita Guðbrandi stöðuleyfi fyrir reykkofa við Brimvelli og staðsetning skal vera í samráði við tæknideild Fjallabyggðar. Tæknideild falið að beina þeim tilmælum til eigenda annarra reykkofa á svæðinu að sækja um stöðuleyfi til bæjarins.

18.Umsókn um lóð til gerðar púttvallar

Málsnúmer 1706058Vakta málsnúmer

Á 226. fundi skipulags- og umhverfisnefndar var óskað eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar vegna umsóknar Félags eldri borgara um lóð til gerðar púttvallar. Lögð fram umsögn deildarstjóra tæknideildar.
Samþykkt
Umsóknin er samþykkt með þremur atkvæðum (Konráð K. Baldvinsson og Ingibjörg G. Jónsdóttir og Helgi Jóhannsson)gegn tveimur (Brynja Hafsteinsdóttir og Hjördís H. Hjörleifsdóttir), með þeim fyrirvara að skoðað verði að staðsetning á púttvellinum miðist við að hægt verði að nýta byggingarlóðir við Hlíðarveg og Hvanneyrarbraut austan og vestanmegin við púttvöllinn.

19.Umsókn um leyfi fyrir mjölbræðslu

Málsnúmer 1805048Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Elísar Hólm Þórðarsonar, Guðmundar Fannars Þórðarsonar og Haforku ehf., dagsett 15. maí 2018. Óskað er eftir leyfi til að setja upp mjölbræðslu í minkaskálanum á Burstabrekkueyri. Einnig er óskað eftir leyfi til að hækka lofthæð skálans um allt að tvo metra.
Erindi svarað
Samkvæmt Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2008-2028 er svæðið sem um ræðir skilgreint sem landbúnaðarsvæði og samræmist starfsemi mjölbræðslu því ekki stefnu sveitarfélagsins um landnotkun á svæðinu. Til að svo megi verða þarf að ráðast í breytingar á aðalskipulagi sveitarfélagsins. Einnig þyrftu landeigendur að deiliskipuleggja svæðið með tilliti til framtíðarnotunar og sækja um starfsleyfi fyrir mjölbræðslu til Umhverfisstofnunar.
Nefndin tekur jákvætt í hækkun á lofthæð minkaskálans en sækja þarf um byggingarleyfi vegna þess á þar til gert eyðublað og skila inn teikningum af breytingunum.

20.Erindi frá Garðyrkjufélagi Tröllaskaga norður

Málsnúmer 1805067Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Garðyrkjufélagi Tröllaskaga Norðurs, dagsett 8.maí 2018 þar sem óskað er eftir landi til að rækta upp. Landsvæðið sem um ræðir er meðfram fjárréttini í vestur, meðfram veginum við Ólafsfjarðarvatn, upp að fjárrekstrarveginum og síðan að réttini aftur skv. meðfylgjandi loftmynd.
Erindi svarað
Skv. bókun bæjarráðs frá 8.maí sl. var ákveðið að ekki yrði hróflað við eða ráðstafað umræddu svæði næstu tvö árin vegna mögulegrar atvinnuuppbyggingar Framfarafélags Ólafsfjarðar. Ekki er því hægt að verða við umsókn um framangreint land. Tæknideild falið að hafa samband við umsækjanda vegna mögulegrar staðsetningar.

21.Óskað eftir merktu bílastæði við Lækjargötu 9a

Málsnúmer 1805095Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Gretu Jóhannsdóttur dagsett 28.maí 2018 þar sem óskað er eftir merku bílastæði við heimili hennar að Lækjargötu 9a.
Nefndin samþykkir að máluð verði gul lína á gangstéttarkantinn fyrir framan innganginn við Lækjargötu 9a.

22.Beitarhólf í landi Skútu

Málsnúmer 1806040Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Haralds Björnssonar dagsett 11.júní 2018. Óskað er eftir að fá beitarhólfið í Skútu sem verður nýtt til haust- og vorbeitar fyrir sauðfé.
Synjað
Erindi hafnað með vísan til samnings sem Fjallabyggð gerði við Hestamannafélagið Glæsi árið 2013.

23.Styrkur Samfélags- og menningarsjóðs til kaupa á ærslabelg

Málsnúmer 1805112Vakta málsnúmer

Á fundi bæjarráðs þann 14. júní sl. var því vísað til skipulags- og umhverfisnefndar að grenndarkynna staðsetningu ærslabelgs á Blöndalslóðinni við Lækjargötu.
Tæknideild falið að grenndarkynna aðliggjandi lóðarhöfum.

24.Umsókn um stöðuleyfi fyrir gám - Verksmiðjureit SRN Siglufirði

Málsnúmer 1806065Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn SR-Vélaverkstæðis fyrir hönd Rauða krossins við Eyjafjörð, dagsett 19.júní 2018. Óskað er eftir stöðuleyfi fyrir 20 feta gám vegna fatasöfnunarverkefnis. Staðsetning er á lóðinni Verksmiðjureit SRN skv. meðfylgjandi mynd.
Nefndin samþykkir stöðuleyfi en staðsetning verði í samráði við tæknideild.

25.Fyrirspurn Gnýfara vegna deiliskipulags frístundasvæðis vestan Óss í Ólafsfirði

Málsnúmer 1806004Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi Skipulagsstofnunar vegna fyrirspurnar hestamannafélagsins Gnýfara um deiliskipulag frístundasvæðis vestan Óss í Ólafsfirði. Skipulagsstofnun kemur þeirri ábendingu á framfæri við sveitarfélagið að það framfylgi deiliskipulaginu, nema sveitarfélagið telji þörf á að breyta deiliskipulaginu.

26.Fundargerðir Svæðisskipulagsnefndar Eyjafjarðar - 2018

Málsnúmer 1801016Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð svæðisskipulagsnefndar Eyjafjarðar frá 23. maí sl.
Fylgiskjöl:

Fundi slitið - kl. 18:15.