Svæðisskipulag Eyjafjarðar 2012-2024, breyting

Málsnúmer 1801053

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 539. fundur - 23.01.2018

Lögð fram til kynningar skipulagslýsing vegna breytinga á svæðisskipulagi Eyjafjarðar vegna flutningslína raforku, Blöndulínu 3 og Hólasandslínu 3, sbr. 1. mgr. 23. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarráð vísar málinu til umfjöllunar í skipulags- og umhverfisnefnd.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 222. fundur - 12.02.2018

Svæðisskipulagsnefnd Eyjafjarðar hefur unnið skipulagslýsingu vegna fyrirhugaðrar breytingar á svæðisskipulaginu vegna flutningslína raforku, Blöndulínu 3 og Hólasandslínu 3, sbr. 1. mgr. 23. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Í lýsingunni er gerð grein fyrir helstu forsendum, fyrirliggjandi stefnu, umfangi og áherslum umhverfismats áætlunarinnar og hvernig samráði og kynningu verður háttað. Svæðisskipulagsnefnd leggur lýsinguna fram til samþykktar sveitarstjórna allra sveitarfélaga á skipulagssvæðinu. Lýsingin verður síðan send umsagnaraðilum og kynnt almenningi og öðrum sem hagsmuna eiga að gæta.
Samþykkt
Nefndin samþykkir lýsinguna fyrir sitt leyti og vísar til staðfestingar bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 156. fundur - 14.02.2018

Svæðisskipulagsnefnd Eyjafjarðar hefur unnið skipulagslýsingu vegna fyrirhugaðrar breytingar á svæðisskipulaginu vegna flutningslína raforku, Blöndulínu 3 og Hólasandslínu 3, sbr. 1. mgr. 23. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Í lýsingunni er gerð grein fyrir helstu forsendum, fyrirliggjandi stefnu, umfangi og áherslum umhverfismats áætlunarinnar og hvernig samráði og kynningu verður háttað. Svæðisskipulagsnefnd leggur lýsinguna fram til samþykktar sveitarstjórna allra sveitarfélaga á skipulagssvæðinu. Lýsingin verður síðan send umsagnaraðilum og kynnt almenningi og öðrum sem hagsmuna eiga að gæta.

Málið hefur verið tekið fyrir í skipulags og umhverfisnefnd, nefndin gerði engar athugasemdir.

Bæjarstjórn samþykkir skipulagslýsinguna með 7 atkvæðum.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 562. fundur - 26.06.2018

Lögð fram til kynningar fundargerð Svæðisskipulagsnefndar Eyjafjarðar frá 23. maí sl.