Innsent erindi. Sirkusnámskeið.

Málsnúmer 1806063

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 562. fundur - 26.06.2018

Lagt fram erindi Sirkussmiðju Húlladúllunnar varðandi styrk í formi aðstöðu í íþróttahúsinu á Siglufirði vegna fyrirhugaðs sirkusnámskeiðs fyrir börn dagana 16.-20. júlí nk.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til umsagnar deildarstjóra fræðslu, - frístunda-, og menningarmála.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 563. fundur - 03.07.2018

Lagt fram minnisblað deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála vegna beiðni Sirkussmiðju Húlladúllunnar um styrk í formi aðstöðu í íþróttahúsinu á Siglufirði dagana 16.-20. júlí vegna sirkusnámskeiðs fyrir börn. Í minnisblaði mælir deildarstjóri með að bæjarráð styrki Sirkussmiðju Húlladúllunar í formi endurgjaldslausra afnota af íþróttahúsinu á Siglufirði. Leitað verði leiða til að börn úr báðum byggðakjörnum geti tekið þátt ef áhugi er fyrir því með því að skoða tímasetningu námskeiðsins m. t. t. rútuferða milli byggðarkjarna. Umsjónarmaður námskeiðsins er tilbúin til að bjóða vinnuskólanemendum upp á ókeypis klst. námskeið/kynningu í samvinnu við vinnuskólann. Einnig kemur til greina að bjóða nemendum á leikjanámskeiði upp á samskonar kynningu í samstarfi við KF sem endurgjald fyrir styrk sveitarfélagsins.

Bæjarráð samþykkir að veita Sirkussmiðju Húlladúllunnar styrk í formi endurgjaldslausra afnota af íþróttahúsi og vísar kr. 147.000 í viðauka nr.6/2018 sem verður mætt með lækkun á handbæru fé á lið 06810-9291.