Ósk um styrk í formi gæslu vinnuskólanemenda í kirkju

Málsnúmer 1806008

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 560. fundur - 14.06.2018

Lagt fram erindi frá Hermanni Jónassyni fyrir hönd Siglufjarðarkirkju um beiðni um aðkomu vinnuskóla Fjallabyggðar að opnun kirkjunnar yfir sumarmánuðina.

Bæjarráð óskar eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 562. fundur - 26.06.2018

Á 560. fundi bæjarráðs var tekið fyrir erindi frá Hermanni Jónassyni fyrir hönd Siglufjarðarkirkju um aðkomu vinnuskóla Fjallabyggðar að opnun Siglufjarðarkirkju yfir sumartímann frá kl. 13.00 - 17.00.
Bæjarráð óskaði eftir umsögn deildarstjóra.

Lagt fram minnisblað deildarstjóra fræðslu-, frístunda og menningarmála varðandi styrk í formi gæslu vinnuskólanemenda í Siglufjarðarkirkju. Þar kemur fram að alls eru um 30 unglingar skráðir í vinnuskólann í sumar, yngstu nemendur vinna aðeins fyrir hádegi, frá kl. 13-17 eru því enn færri unglingar í vinnu.

Í ljósi þessa sér bæjarráð sér ekki fært að verða við beiðni Siglufjarðarkirkju að þessu sinni, en bendir á að umsóknir um styrki þurfi að berast sveitarfélaginu á auglýstum umsóknartíma fyrir gerð fjárhagsáætlunar ár hvert.