Fjallabyggðarhafnir

Gjaldskrá Hafnarsjóðs 2022    Port of Siglufjörður - heimasíða

Hafnir Fjallabyggðar eru tvær: Ólafsfjarðarhöfn og Siglufjarðarhöfn.

Stærð og takmörk hafnarsvæðis fyrir Ólafsfjarðarhöfn eru: 
Á sjó: Innan línu sem hugsast dregin frá Hrafnavogum að vestan í svonefnda Ófærugjá að austan.
Á landi: Í samræmi við aðalskipulag fyrir Fjallabyggð á hverjum tíma.

Stærð og takmörk hafnarsvæðis fyrir Siglufjarðarhöfn eru:
Á sjó: Hafnarsvæði Siglufjarðarhafnar takmarkast af Siglunestá að austan í Djúpavog að vestan.
Á landi: Í samræmi við aðalskipulag fyrir Fjallabyggð á hverjum tíma.

Landsvæði hafnanna skiptast í:

  1. Hafnarbakka og bryggjur.
  2. Farmstöðvar og önnur afgreiðslusvæði.
  3. Götur.
  4. Lóðir, iðnaðar- og baksvæði.

 

Vaktsími Fjallabyggðarhafna 852-2177 

Tölvupóstfang: hofn@fjallabyggd.is

Yfirhafnarvörður Friðþjófur Jónsson: Sími 861-8839

Hafnarvogin Gránugötu 5 b,  Siglufirði sími  464-9177. Hafnarvogin Námuvegi 1, Ólafsfirði sími  466-2184

Opnunartími Hafnavoga:

Hafnarvogin Siglufirði:
Á tímabilinu 1. september – 31. ágúst frá kl. 08:00-17:00 virka daga.
Hafnarvogin Ólafsfirði:
Á tímabilinu 1. september - 31. ágúst frá kl. 08.00-17.00 virka daga.

Fyrir þjónustu hafnarvarða utan opnunartíma greiðist yfirvinna. 

 

Ýmsir áhugaverðir tenglar

 Ýmis lög og reglugerðir, sem hafnir starfa eftir

Hafnarreglugerð fyrir Fjallabyggðarhafnir

Samgönguráðyneytið reglugerð 512/2009

Tengiliður

Þorbjörn Sigurðsson

Yfirhafnarvörður

Starfsmenn

Nafn Starfsheiti Netfang

Fjallabyggðarhafnir

Fréttir

Friðþjófur Jónsson hefur verið ráðinn yfirhafnarvörður Fjallabyggðahafna

Friðþjófur Jónsson hefur verið ráðinn í starf yfirhafnarvarðar Fjallabyggðahafna sem auglýst var laust til umsóknar þann 18. febrúar sl. Tíu umsóknir bárust um starfið.
Lesa meira

Landhelgisgæsla Íslands leitar að umsjónaraðila á siglingasviði með starfsstöð í Fjallabyggð

Landhelgisgæsla Íslands leitar að sveigjanlegum, skipulögðum og drífandi einstaklingi til að sinna stöðu umsjónaraðila auk annarra tilfallandi verkefna á siglingasviði. Um er að ræða umsjón með því varðskipi Landhelgisgæslunnar sem gert er út frá Siglufirði, gerð og umsjón handbóka og þjálfunaráætlana fyrir siglingasvið og önnur tilfallandi verkefni sem snúa að rekstri varðskipa Landhelgisgæslunnar. Töluverður hluti starfsins fer fram á Siglufirði.
Lesa meira