Félagsmiðstöðvar

Félagsmiðstöðin í Fjallabyggð heitir Neon.

Deildarstjóri fræðslu- frístunda- og menningarmála hefur yfirumsjón með starfi hennar en að jafnaði eru starfsmenn sem sjá um daglegt starf. 

Markmið félagsmiðstöðvarinnar er að bjóða börnum og unglingum í Fjallabyggð upp á tómstundir og félagslegt umhverfi á sínum eigin forsendum.

Félagsmiðstöðin er staðsett að Suðurgötu 4 á Siglufirði.

Að jafnaði er opið 2 kvöld í viku fyrir 8.-10. bekkinga.

 

Tengiliður

Salka Hlín Harðardóttir

Tómstundafulltrúi

Fréttir

Söngatriði Neons eitt af fimm atriðum sem komust áfram úr NorðurOrg 2024

Norðurorg/söngkeppni Samfés 2024 fór fram í Íþróttamiðstöð Dalvíkurbyggðar föstudagskvöldið 8. mars sl. Um stóran viðburð var að ræða þar sem um 500 unglingar komu saman frá félagsmiðstöðvum víðs vegar af Norðurlandi. Tinna Hjaltadóttir var ein af fimm þátttakendum sem komst áfram fyrir hönd Félagsmiðstöðvarinnar Neon í Fjallabyggð.
Lesa meira

Skólaakstur í vetrarfríi

Akstur skólarútu verður með breyttu sniði föstudaginn 16. febrúar vegna vetrarfrís grunnskólans.
Lesa meira

Dregið hefur verið í vorhappdrætti Neons

Dregið hefur verið í vorhappdrætti Neons. Útdráttur fór fram á skrifstofu sýslumanns í dag 24. apríl.
Lesa meira

Grunnskóli Fjallabyggðar áfram í hæfileikakeppni Fiðrings 2023

Nemendur úr 8.-10. bekk Grunnskóla Fjallabyggðar komust áfram í Fiðringi með atriðið sitt Seinna er of seint, sem fjallar um áhrif hlýnun jarðar.
Lesa meira

Veglegar gjafir til Neons og Dagdvalar í Hornbrekku – kærar þakkir

Í vetur hefur hópur áhugasamra um félagsvist hist vikulega og spilað. Hópurinn ákvað að ágóðinn af spilakvöldunum rynni til góðs málefnis í Fjallabyggð. Fyrir valinu varð Félagsmiðstöðin Neon og Dagdvölin í Hornbrekku.
Lesa meira