Leikskólar Fjallabyggðar

Gjaldskrá Skólanámskrá

Leikskólinn er fyrsta skólastigið (stig skólakerfisins) og upphaf skólagöngu barna (formlegrar menntunar einstaklinga.)   

Leikskólar starfa samkvæmt lögum um leikskóla nr. 90/2008,  reglugerð um starfsemi leikskóla nr. 655/2009  og aðalnámskrá leikskóla útgefinni af mennta- og menningarmálaráðuneytinu 2011.

Leikskóli Fjallabyggðar er opinn frá kl 7:45 - 16:15 alla virka daga.

Leikskólar í Fjallabyggð eru tveir:

Leikskólinn Leikskálar

Leikskólinn Leikskálar var tekinn í notkun haustið 1993. Nú er hann hluti af Leikskóla Fjallabyggðar ásamt Leikhólum á Ólafsfirði frá árinu 2010. Í leikskólanum eru 81 barn á aldrinum 1-5 ára og deildirnar eru fimm, Nautaskál, Hvanneyrarskál, Skollaskál, Selskál og Núpaskál

Handbók foreldra Leikskála

Leikskálar eru til húsa að:  

Brekkugötu 2, Siglufirði
Sími 464-9145
http://www.leikskalar.leikskolinn.is

Leikskólinn Leikhólar

Leikskólinn Leikhólar var stofnaður 1982. Nú er hann hluti af Leikskóla Fjallabyggðar ásamt Leikskálum á Siglufirði. Í leikskólanum eru 44 börn á aldrinum 1-5 ára og deildirnar eru þrjár, Álfhóll, Hulduhóll og Tröllahóll.

Handbók foreldra Leikhóla

Leikhólar eru til húsa að:  

Ólafsvegi 25, Ólafsfirði
Sími 464-9240
http://www.leikholar.leikskolinn.is

Fréttir

Tilkynning vegna skólahalds í Fjallabyggð föstudaginn 13. desember

Tilkynning um skólahald í Grunnskóla Fjallabyggðar á morgun föstudaginn 13. desember verður send út í fyrramálið svo framarlega sem fjarskipti verði í lagi. Vonast er til að rafmagn verði í lagi svo hefja megi skólastarf að nýju. Tilkynningar um skólahald í leikskólum birtast á heimasíðum deildanna.
Lesa meira

Tilkynning vegna skólahalds í Fjallabyggð á morgun fimmtudaginn 12. desember

Skólahald verður með eðlilegum hætti í leik- og grunnskóla Fjallabyggðar á morgun fimmtudaginn 12. desember að því gefnu að rafmagn verði í lagi. Eru foreldrar- og forráðamenn beðnir um að fylgjast vel með fréttum af fyrirhuguðu skólastarfi.
Lesa meira

Starfsmenn Leikskóla

Nafn Starfsheiti Netfang

Leikskólar