Grunnskóli


Skóladagatal Fræðslustefna  Stefnur og áætlanir  Heimasíða  Gjaldskrá  2019 Gjaldskrá 2020

Grunnskóli Fjallabyggðar er ætlaður öllum börnum á aldrinum 6-16 ára sem eiga lögheimili í Fjallabyggð.

Grunnskólar starfa eftir lögum um grunnskóla, nú frá árinu 2008 og reglugerðum sem þeim fylgja. 

Nýr grunnskóli í Fjallabyggð tók til starfa 1. ágúst 2010 og leysti af hólmi Grunnskóla Ólafsfjarðar og Grunnskóla Siglufjarðar.

Við skólann eru tvær starfsstöðvar:
Á Siglufirði er 1. - 5. bekkur og þar er nemendafjöldi u.þ.b. 100.
Í Ólafsfirði er 6. - 10. bekkur og þar er nemendafjöldi u.þ.b 100.

Sími Grunnskólans á Norðurgötu er 464 9150 og í Ólafsfirði 464 9220

Frekari upplýsingar um starfsemina má finna á heimasíðu skólans.

Fréttir

Grunnskóli Fjallabyggðar auglýsir

Grunnskóli Fjallabyggðar auglýsir 50% stöðu kennara í heimilisfræðikennslu við starfsstöðina í Ólafsfirði, tímabundið næsta skólaár. Möguleiki er á frekari kennslu í verkgreinum/textílkennslu á sömu starfsstöð.
Lesa meira

Samfés - Ronja Helgadóttir keppir fyrir hönd Neons

Söngkeppni Samfés 2020 hefst á föstudaginn kl.17:00 en þá verða öll atriðin aðgengileg á ungruv.is. Félagsmiðstöðin Neon á fulltrúa í keppninni en það er Ronja Helgadóttir sem keppir fyrir hönd Neons og flytur lagið Russian Roulette með Rihanna.
Lesa meira

Námskeið í skapandi skrifum fyrir miðstig

Dagana 18. og 19. maí stendur nemendum á miðstigi til boða að læra skapandi skrif hjá Þorgrími Þráinssyni rithöfundi. Kennslan fer fram milli kl. 9:20-11:20 í sal Sigló Hótels. Námskeiðið er í boði Róberts Guðfinnssonar og eiga nemendur val um það hvort þeir sækja námskeiðið eða taka þátt í hefðbundnu skólastarfi.
Lesa meira

Lausar stöður við Grunnskóla Fjallabyggðar - Uppfærð

Lausar stöður við Grunnskóla Fjallabyggðar. Þroskaþjálfi 75% staða. Náms- og starfsráðgjafi 50% staða. Kennarar. Meðal kennslugreina er hönnun og smíði, listgreinar, almenn kennsla og umsjón á yngra stigi og miðstigi. Deildarstjóri yngri deildar, 1.-5. bekkur á Siglufirði. Deildarstjóri eldri deildar, 6.-10. bekkur í starfsstöðinni í Ólafsfirði. Ráðið er í stöðurnar frá 1. ágúst 2020.
Lesa meira

Vakin er athygli á reglum um umsóknir og innritun í Leik- og Grunnskóla Fjallabyggðar

Vakin er athygli á reglum um umsóknir og innritun í Leikskóla Fjallabyggðar og Grunnskóla Fjallabyggðar. Reglur um umsóknir og innritun eru nýjar fyrir grunnskólann en um er að ræða uppfærslu á eldri innritunarreglum Leikskóla Fjallabyggðar.
Lesa meira