Grunnskóli

Grunnskóli Fjallabyggðar er ætlaður öllum börnum á aldrinum 6-16 ára sem eiga lögheimili í Fjallabyggð.

Grunnskólar starfa eftir lögum um grunnskóla, nú frá árinu 2008 og reglugerðum sem þeim fylgja. 

Nýr grunnskóli í Fjallabyggð tók til starfa 1. ágúst 2010 og leysti af hólmi Grunnskóla Ólafsfjarðar og Grunnskóla Siglufjarðar.

Við skólann eru tvær starfsstöðvar:
Á Siglufirði er 1. - 5. bekkur og þar er nemendafjöldi u.þ.b. 100.
Á Ólafsfirði er 6. - 10. bekkur og þar er nemendafjöldi u.þ.b 100.

Sími Grunnskólans er 464 9150

Frekari upplýsingar um starfsemina má finna á heimasíðu skólans.

Gjaldskrá Grunnskólans

Skóladagatal 2018/2019

Fræðslustefna Fjallabyggðar

Stefnur og áætlanir á vef Grunnskóla Fjallabyggðar

 

Fréttir

Skipulagsdagur - breyting á skólaakstri

Mánudaginn 11. febrúar nk. er skipulagsdagur í Grunnskóla Fjallabyggðar. Þann dag verður akstur skólabíls með eftirfarandi hætti:
Lesa meira

Kjaftað um kynlíf - Fyrirlestur fyrir foreldra um hvernig ræða megi um kynlíf við unglinga

Kjaftað um kynlíf - Fyrirlestur fyrir foreldra um hvernig ræða megi um kynlíf við unglinga. Kynfræðingurinn Sigríður Dögg Arnardóttir, Sigga Dögg, verður með fyrirlestur í Grunnskóla Reyðarfjarðar mánudaginn 12. mars kl. 20:00. Fyrirlesturinn nefnist "Kjaftan um kynlíf" og er fyrirlestur fyrir fullorðna um hvernig megi ræða um kynlíf við unglinga.
Lesa meira

NorðurOrg, söngkeppni félagsmiðstöðva á Norðurlandi

Söngkeppni félagsmiðstöðva á Norðurlandi, NorðurOrg fer fram í íþróttahúsinu í Ólafsfirði á morgun, föstudaginn 25. janúar kl. 19.00. Von er á um 450 unglingum frá félagsmiðstöðvum víðsvegar af Norðurlandi. Söngkeppnin er lokaður viðburður en hún verður send út beint á FM TRÖLLA. Keppendur fyrir hönd Neons er hljómsveitin Ronja og ræningjarnir. Söngur er í höndum Ronju Helgadóttur en aðrir í hljómsveitinni eru: Hörður Ingi Kristjánsson, Kristján Már Kristjánsson, Júlíus Þorvaldsson, Tryggvi Þorvaldsson og Mikael Sigurðsson.
Lesa meira

Samningur Fjallabyggðar við Tröppu ráðgjöf ehf

Samningur hefur verið gerður við Tröppu ráðgjöf ehf. um sérfræðiráðgjöf við Grunnskóla Fjallabyggðar. Megin áhersla ráðgjafarinnar er framkvæmd á skólastefnu sveitarfélagsins og endurgerð á skólanámaskrá, sýn og stefnu grunnskólans með það fyrir augum að í daglegu starfi skólans endurspeglist starf í anda nýrrar fræðslustefnu Fjallabyggðar, núgildandi aðalnámskrár og ríkjandi menntastefnu í landinu - menntun án aðgreiningar.
Lesa meira

Verð á skólamáltíð í Grunnskóla Fjallabyggðar er óbreytt

Verð á skólamáltíð í Grunnskóla Fjallabyggðar er óbreytt. Í gjaldskrá Grunnskóla Fjallabyggðar 2019 kemur fram að verð á skólamáltíð er kr. 530 en það er óbreytt frá árinu 2018.
Lesa meira