Grunnskóli


Skóladagatal Fræðslustefna  Stefnur og áætlanir  HeimasíðaGjaldskrá 2020 Gjaldskrá 2021

Grunnskóli Fjallabyggðar er ætlaður öllum börnum á aldrinum 6-16 ára sem eiga lögheimili í Fjallabyggð.

Grunnskólar starfa eftir lögum um grunnskóla, nú frá árinu 2008 og reglugerðum sem þeim fylgja. 

Nýr grunnskóli í Fjallabyggð tók til starfa 1. ágúst 2010 og leysti af hólmi Grunnskóla Ólafsfjarðar og Grunnskóla Siglufjarðar.

Við skólann eru tvær starfsstöðvar:
Á Siglufirði er 1. - 5. bekkur og þar er nemendafjöldi u.þ.b. 100.
Í Ólafsfirði er 6. - 10. bekkur og þar er nemendafjöldi u.þ.b. 100.

Sími Grunnskólans á Norðurgötu er 464 9150 og í Ólafsfirði 464 9220

Frekari upplýsingar um starfsemina má finna á heimasíðu skólans.

Fréttir

Ljóðaflóð 2020 - GF á vinningshafa í keppninni

Það er sönn ánægja að tilkynna að Unnsteinn Sturluson nemandi í Grunnskóla Fjallabyggðar var hlutskarpastur á unglingastigi með ljóðið Ljósið mun sýna þér sannleikann. Stórkostlegur árangur hjá Unnsteini. Þetta er annað árið í röð sem Grunnskóli Fjallabyggðar á vinningshafa í keppninni.
Lesa meira

Skólaakstur - tímabundin breyting í jólaleyfi Grunnskóla Fjallabyggðar

Senn líður að jólaleyfi í Grunnskóla Fjallabyggðar. Það þýðir að ferðir skólarútunnar munu breytast frá 21. til 30. desember. Rútan mun einungis aka milli bæjarkjarna 3svar sinnum á dag. Í jólafríi eru allir velkomnir í rútuna.
Lesa meira

Breyting á skólaakstri frá og með 7. desember

Breyting verður á akstri skólarútu frá og með mánudeginum 7. desember. Athugið að skólaakstur er aðeins hugsaður fyrir nemendur skólanna í Fjallabyggð og starfsfólk þeirra meðan hertar sóttvarnarreglur gilda. Grímu­skylda er í skólarútunni fyr­ir tíu ára (2010) og eldri.
Lesa meira

Áríðandi tilkynning til foreldra/forsjáraðila barna í Grunnskóla Fjallabyggðar

Það hefur væntanlega ekki farið fram hjá neinum að nýjar hertar sóttvarnarreglur tóku gildi á miðnætti 31. október sl. Ný reglugerð um takmarkanir á skólastarfi verður kynnt á næstunni. Tekin hefur verið ákvörðun um að mánudaginn 2. nóvember verði starfsdagur í Grunnskóla Fjallabyggðar. Stjórnendur og starfsfólk skólans þurfa svigrúm til að skipuleggja skólastarfið sem best.
Lesa meira

Breyttur útivistartími frá 1. september

Vakin er athygli á því að útivist­ar­tími barna og ung­linga tók breyt­ing­um 1. sept­em­ber. 
Lesa meira