Grunnskóli

Grunnskóli Fjallabyggðar er ætlaður öllum börnum á aldrinum 6-16 ára sem eiga lögheimili í Fjallabyggð.

Grunnskólar starfa eftir lögum um grunnskóla, nú frá árinu 2008 og reglugerðum sem þeim fylgja. 

Nýr grunnskóli í Fjallabyggð tók til starfa 1. ágúst 2010 og leysti af hólmi Grunnskóla Ólafsfjarðar og Grunnskóla Siglufjarðar.

Við skólann eru tvær starfsstöðvar:
Á Siglufirði er 1. - 5. bekkur og þar er nemendafjöldi u.þ.b. 100.
Á Ólafsfirði er 6. - 10. bekkur og þar er nemendafjöldi u.þ.b 100.

Sími Grunnskólans er 464 9150

Frekari upplýsingar um starfsemina má finna á heimasiðu skólans.

Gjaldskrá Grunnskólans

Fréttir

Grunnskóli Fjallabyggðar auglýsir eftir þroskaþjálfa til starfa

Grunnskóli Fjallabyggðar auglýsir eftir þroskaþjálfa til starfa. Um er að ræða 75% stöðu með möguleika á stækkun í 100% Grunnskóli Fjallabyggðar er heildstæður grunnskóli með rúmlega 200 nemendur.
Lesa meira

Skólaakstur veturinn 2018

Nýtt skólaár er að hefjast og því tekur gildi ný tímatafla fyrir skólarútuna í Fjallabyggð. Nemendur og starfsmenn bæði grunn- og menntaskólans eru hvattir til að nota rútuna. Vakin er athygli á því að almenningur getur einnig nýtt sér þessar ferðir svo fremi sem rútan er ekki fullsetin.
Lesa meira

Nýr skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar

Á fundi bæjarráðs Fjallabyggðar, þriðjudaginn 14. ágúst 2018 var samþykkt að ráða Erlu Gunnlaugsdóttur í starf skólastjóra Grunnskóla Fjallabyggðar. Erla hefur undanfarin ár starfað sem verkefnastjóri sérkennslu við Grunnskóla Fjallabyggðar.
Lesa meira

Frístund í Grunnskóla Fjallabyggðar skólaárið 2018-2019

Í vetur, líkt og á síðasta skólaári, verður nemendum í 1.-4. bekk gefinn kostur á frístundarstarfi strax að loknum skólatíma kl. 13:35 - 14:35. Starfið er fjölbreytt og í samstarfi við íþróttafélög og tónlistarskólann. Nemendur eru skráðir í frístundarstarfið hálfan vetur í einu.
Lesa meira

Undirbúningur skólaársins 2018-2019

Undirbúningur skólastarfs Grunnskóla Fjallabyggðar stendur yfir. Skóladagatal skólaársins 2018-2019 er hér á vef skólans. Starfsmenn skólans undirbúa komu nemenda næstu daga.
Lesa meira