Grunnskóli


Skóladagatal Fræðslustefna  Stefnur og áætlanir  Heimasíða  Gjaldskrá  2019 Gjaldskrá 2020

Grunnskóli Fjallabyggðar er ætlaður öllum börnum á aldrinum 6-16 ára sem eiga lögheimili í Fjallabyggð.

Grunnskólar starfa eftir lögum um grunnskóla, nú frá árinu 2008 og reglugerðum sem þeim fylgja. 

Nýr grunnskóli í Fjallabyggð tók til starfa 1. ágúst 2010 og leysti af hólmi Grunnskóla Ólafsfjarðar og Grunnskóla Siglufjarðar.

Við skólann eru tvær starfsstöðvar:
Á Siglufirði er 1. - 5. bekkur og þar er nemendafjöldi u.þ.b. 100.
Í Ólafsfirði er 6. - 10. bekkur og þar er nemendafjöldi u.þ.b 100.

Sími Grunnskólans á Norðurgötu er 464 9150 og í Ólafsfirði 464 9220

Frekari upplýsingar um starfsemina má finna á heimasíðu skólans.

Fréttir

Skólaakstur - tímabundin breyting í jólaleyfi Grunnskóla Fjallabyggðar

Senn líður að jólaleyfi í Grunnskóla Fjallabyggðar. Það þýðir að ferðir skólarútunnar munu breytast frá og með 20. desember til 2. janúar 2020. Skólastarf hefst aftur föstudaginn 3. janúar 2020. Þá verða ferðir skólarútunnar aftur samkvæmt fyrri aksturstöflu
Lesa meira

Skráning hafin í Frístund á vorönn 2020

Áfram verður nemendum í 1.-4. bekk Grunnskóla Fjallabyggðar gefinn kostur á frístundarstarfi strax að loknum skólatíma kl. 13.35 - 14.35. Starfið er fjölbreytt og í samstarfi við íþróttafélög og tónlistarskólann. Nemendur eru skráðir í frístundarstarfið hálfan vetur í einu. Í undanteknum tilvikum, ef gild ástæða er til, er hægt að endurskoða skráningu 25.-27. hvers mánaðar og tæki breytingin þá gildi um næstu mánaðarmót á eftir.
Lesa meira

Tilkynning vegna skólahalds í Fjallabyggð föstudaginn 13. desember

Tilkynning um skólahald í Grunnskóla Fjallabyggðar á morgun föstudaginn 13. desember verður send út í fyrramálið svo framarlega sem fjarskipti verði í lagi. Vonast er til að rafmagn verði í lagi svo hefja megi skólastarf að nýju. Tilkynningar um skólahald í leikskólum birtast á heimasíðum deildanna.
Lesa meira

Tilkynning vegna skólahalds í Fjallabyggð á morgun fimmtudaginn 12. desember

Skólahald verður með eðlilegum hætti í leik- og grunnskóla Fjallabyggðar á morgun fimmtudaginn 12. desember að því gefnu að rafmagn verði í lagi. Eru foreldrar- og forráðamenn beðnir um að fylgjast vel með fréttum af fyrirhuguðu skólastarfi.
Lesa meira

Skólahald í Leikskóla -, Tónlistarskóla - og Grunnskóla Fjallabyggðar fellur niður á morgun miðvikudag

Í ljósi spár um versnandi veður og aukna ofankomu hefur verið tekin ákvörðun um að skólahald leikskóla , grunnskóla og tónlistarskóla í Fjallabyggð falli niður á morgun miðvikudaginn 11. desember. Þá eru foreldrar hvattir til að ná í börn sín við fyrsta tækifæri í leikskólann í dag.
Lesa meira