Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar

321. fundur 16. apríl 2025 kl. 12:00 - 14:00 Bylgjubyggð 2b, Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Arnar Þór Stefánsson formaður
  • Tómas Atli Einarsson varaformaður
  • Ólafur Baldursson aðalm.
  • Þorgeir Bjarnason aðalm.
  • Áslaug Inga Barðadóttir aðalm.
Starfsmenn
  • Pálmi Blængsson verkefnastjóri
  • Jóhann K. Jóhannsson slökkviliðsstjóri
  • Gísli Davíð Sævarsson sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Pálmi Blængsson Verkefnastjóri

1.Gámageymslusvæði á Siglufirði

Málsnúmer 2504035Vakta málsnúmer

Eftirfarandi bókun var gerð á fundi bæjarráðs:

2. Gámageymslusvæði á Siglufirði - 2504035
Fyrir liggur samantekt frá bæjarstjóra og sviðsstjóra skipulags- og framkvæmdasviðs á núverandi gámageymslusvæði við Öldubrjót á Siglufirði og tillaga um breytingar sem fela í sér færslu á svæðinu og tiltekt við Öldubrjótinn.

Bæjarstjóra falið að vinna málið áfram í samræmi við minnisblað og gilt deiliskipulag á svæðinu. Bæjarstjóra einnig falið að kalla eftir umsögn skipulags- og umhverfisnefndar.
Samþykkt
Nefndin tekur jákvætt í erindið og heimilar bæjarstjóra að halda áfram með málið. Tæknideild falið að vera bæjarstjóra innan handar.

2.Breyting á Aðalskipulagi Fjallabyggðar - kirkjugarður við Brimnes

Málsnúmer 2408022Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að breytingu aðalskipulags vegna kirkjugarðs við Brimnes. Tillagan er lögð fram í kjölfar auglýsingar skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt skv. 32.gr.skipulagslaga nr. 123/2010.

3.Deiliskipulag nýs kirkjugarðs í Ólafsfirði

Málsnúmer 2204075Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga deiliskipulags vegna nýs kirkjugarðs við Brimnes sem auglýst var með athugasemdafresti frá 19.02.2025-2.04.2025. Einnig lagt fram minnisblað hönnuðar með tillögu að svörum.
Samþykkt
Nefndin samþykkir að svara athugasemdum íbúa í samræmi við tillögu hönnuðar og leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagið verði samþykkt og sent til Skipulagsstofnunar í samræmi við 42.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

4.Umsókn um breytingu á deiliskipulagi við Eyrarflöt á Siglufirði

Málsnúmer 2009051Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi við Eyrarflöt 2-4 á Siglufirði. Meðfylgjandi er breytingauppdráttur unninn af Eflu að beiðni til að koma fyrir byggingarreit fyrir bílskúr.
Samþykkt
Samþykkt að afgreiða málið sem óverulega breytingu á deiliskipulagi í samræmi við 2.mgr. 43.gr. skipulagslaga og fallið verður frá grendarkynningu þar sem breytingin varðar ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og umsækjanda.

5.Breyting á deilskipulagi vegna vetrarbraut 8-10

Málsnúmer 2411088Vakta málsnúmer

Breyting á deiliskipulagi Vetrarbrautar 8-10 var auglýst frá 6.2.-20.3. og bárust engar athugasemdir. Eftir auglýsingu kom í ljós að stigahús og lyfta sem er áætlað á austurhlið hússins þyrfti meira pláss og stækkar því byggingarreitur á þeirri hlið um 2,9m til austurs. Það kallar á litla breytingu lóðarmarka milli Vetrarbrautar 8-10 og Tjarnargötu 21 sem lóðareigendur hafa verið upplýstir um og samþykkt.
Samþykkt
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagið verði samþykkt og sent til Skipulagsstofnunar í samræmi við 42.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

6.Hjallaflöt 3, ósk um niðurrif

Málsnúmer 2503051Vakta málsnúmer

Eigandi sækir um leyfi til niðurrifs á Hjallaflöt 3.
Samþykkt
Byggingarfulltrúa falið að gefa út framkvæmdaleyfi.

7.Suðurgata 42 umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi

Málsnúmer 2503048Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn um endurnýjun lóðarleigusamnings vegna Suðurgötu 42. Einnig lögð fram drög að merkjalýsingu sem er fylgiskjal samningsins.
Samþykkt
Nefndin samþykkir endurnýjun lóðarleigusamnings ásamt merkjalýsingu.

8.Mararbyggð 45 - lóðarmál

Málsnúmer 2409006Vakta málsnúmer

Lóðarhafi hefur með tölvupósti dags. 2.apríl 2025, óskað eftir að skila inn til Fjallabyggðar lóðinni við Mararbyggð 45
Samþykkt
Tæknideild falið að auglýsa lóðina til úthlutunar að nýju skv. 2.gr. reglna um úthlutun lóða í Fjallabyggð.

9.Bakkabyggð 18 -umsókn um lóð

Málsnúmer 2504014Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn dagsett 2.4.2025 þar sem Einar Ingi Óskarsson sækir um lóð nr. 18 við Bakkabyggð.
Samþykkt
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að umsókn um lóð verði samþykkt enda verði uppbygging á henni í samræmi við gildandi deiliskipulag.

10.Bakkabyggð 6 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2504002Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn dagsett 31.3.2025 þar sem Daniel Kristiansen og Þorfinna Ellen Þrastardóttir sækja um lóð nr. 6 við Bakkabyggð.
Samþykkt
Nefndin leggur til við bæjarráð að umsókn um lóð verði samþykkt enda verði uppbygging á henni í samræmi við gildandi deiliskipulag.

11.Náttúruverndarnefnd SSNE

Málsnúmer 2504010Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur frá byggðarráði Norðurþings um samstarf sveitarfélaga á starfssvæði SSNE um stofnun og rekstur náttúruverndar.
Vísað til bæjarráðs
Nefndin þakkar fyrir erindið og vísar því til umfjöllunar og afgreiðslu bæjarráðs.

12.Landsig - Hverfisgata 19

Málsnúmer 2504027Vakta málsnúmer

Lagt fram innsent erindi frá íbúa á Hverfisgötu 19 varðandi landsig vegna snjósöfnunar.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Tæknideild falið að skila nefndinni greinargerð um málið.

13.Umferðarhraði á Laugarvegi

Málsnúmer 2504029Vakta málsnúmer

Lagt fram innsent erindi frá íbúa með beiðni um að ná niður umferðarhraða á Laugarvegi.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Nefndin þakkar fyrir erindið. Tæknideild er falið að meta þörf á úrbótum og leggja til við nefndina útfærslur á úrbótum sé þeirra þörf.

14.Vegur í vestanverðum Ólafsfirði

Málsnúmer 2504032Vakta málsnúmer

Lagt fram innsent erindi frá íbúa með beiðni um að Fjallabyggð lagfæri eða loki vegi í vestanverðum Ólafsfirði sem liggur frá Garði að Þóroddsstöðum.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Tæknideild er falið að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundi nefndarinnar.

15.Matjurta- grænmetisgarður í Fjallabyggð

Málsnúmer 2502033Vakta málsnúmer

Tillögur tæknideildar um staðsetningu og gjaldskrá matjurta- og grænmetisgarða í Fjallabyggð.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Tæknideild falið að auglýsa eftir umsóknum um matjurtagarða til að kanna áhuga íbúa á verkefninu. Tæknideild einnig falið að vinna áfram að útfærslu í samræmi við umræður á fundi nefndarinnar og leggja fyrir bæjarráð endanlega tillögu að gjaldskrá og staðsetningu.

16.Úrgangsmagn til urðunar 2025

Málsnúmer 2504026Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar yfirlit yfir urðað magn í Stekkjarvík á fyrsta ársfjórðungi 2025.
Lagt fram til kynningar

Fundi slitið - kl. 14:00.