Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar

298. fundur 03. maí 2023 kl. 15:00 - 17:00 Ólafsvegi 4, Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Arnar Þór Stefánsson formaður, A lista
  • Hanna Sigríður Ásgeirsdóttir varamaður, D lista
  • Ólafur Baldursson aðalmaður, D lista
  • Þorgeir Bjarnason aðalmaður, H lista
  • Áslaug Inga Barðadóttir aðalmaður, A lista
Starfsmenn
  • Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar
  • Íris Stefánsdóttir Skipulags- og tæknifulltrúi
Fundargerð ritaði: Íris Stefánsdóttir skipulagsfulltrúi

1.Nýr kirkjugarður á Ólafsfirði

Málsnúmer 2204075Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Önnu Maríu Guðlaugsdóttur f.h. Sóknarnefndar Ólafsfjarðarprestakalls dags. 11.4.2023. Er það mat sóknarnefndar að af þeim tillögum sem bárust frá skipulags- og umhverfisnefnd sé svæði við Garðsveg ákjósanlegast fyrir nýjan kirkjugarð. Jafnframt er óskað eftir fundi með skipulags- og umhverfisnefnd til að ræða svæðið í heild.
Samþykkt
Nefndin samþykkir að skoða betur umrætt svæði undir nýjan kirkjugarð. Greina þarf svæðið og kortleggja það land sem þörf er á undir fyrirhugaða notkun. Tæknideild falið að vinna málið áfram og kalla til fundar með sóknarnefnd þegar grunnvinnu er lokið.

2.Deiliskipulag kirkjugarðs við Saurbæjarás

Málsnúmer 2211032Vakta málsnúmer

Lagðar fram umsagnir sem bárust vegna skipulagslýsingar sem auglýst var vegna upphafs vinnu deiliskipulags kirkjugarðsins á Saurbæjarási. Umsagnir bárust frá Kirkjugarðaráði, Vegagerðinni, Náttúrufræðistofnun Íslands, Skipulagsstofnun, Sóknarnefnd Siglufjarðarkirkju, Umhverfisstofnun og Minjastofnun. Einnig lögð fram drög að breytingu aðalskipulags Fjallabyggðar 2020-2032 og deiliskipulags kirkjugarðsins.
Samþykkt
Nefndin samþykkir að tillögurnar verði kynntar íbúum sveitarfélagsins og öðrum hagsmunaaðilum áður en þær verða teknar til afgreiðslu í bæjarstjórn, í samræmi við 3. mgr. 40.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

3.Deiliskipulag lóða undir smáhýsi í Skarðsdal

Málsnúmer 2009001Vakta málsnúmer

Lögð fram að nýju tillaga deiliskipulags lóða undir smáhýsi í Skarðsdal ásamt breytingu aðalskipulags Fjallabyggðar sem auglýst var samhliða dagana 9. febrúar - 28. mars 2023 skv. 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Einnig lagðar fram þær umsagnir sem bárust frá umsagnaraðilum og svör við þeim. Engar aðrar athugasemdir eða ábendingar bárust á kynningartímanum.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Nefndin samþykkir deiliskipulag smáhýsa í Skarðsdal ásamt breytingu á aðalskipulagi fyrir sitt leyti. Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.

4.Óveruleg breyting á deiliskipulagi Ægisgötu 6

Málsnúmer 2301020Vakta málsnúmer

Lagður fram breytingaruppdráttur vegna Ægisgötu 6 dags. 3.4.2023. Breytingin felst í stækkun byggingarreits á Ægisgötu 6 úr 21,4x10m í 22x12m, hámarksbyggingarmagn fer úr 200fm í 260fm og leyfilegur þakhalli fer úr 30-35°í 0-35°.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Nefndin samþykkir framlagða breytingu fyrir sitt leyti og verður hún afgreidd skv. 2. og 3.mgr 43.gr skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.

5.Umsókn um byggingarleyfi - Ægisgata 6 Ólafsfirði

Málsnúmer 2212028Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn um byggingarleyfi fyrir Ægisgötu 6 sem er í samræmi við breytt deiliskipulag lóðarinnar.
Samþykkt
Nefndin samþykkir umsókn um byggingarleyfi með fyrirvara á auglýstri breytingu deiliskipulags skv. 4. lið þessa fundar.

6.Umsókn um lóð - Sundlaugargata 8 Ólafsfirði

Málsnúmer 2304035Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi dagsett 10.04.2023 þar sem Alexander Vestfjörð Kárason sækir um frístundalóð nr. 8 við Sundlaugargötu í Ólafsfirði.
Vísað til bæjarráðs
Nefndin samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti. Um lóðina gilda skilmálar deiliskipulags frístundabyggðar í landi Reykja. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs.

7.Afturköllun lóðarúthlutunar - Bakkabyggð 10

Málsnúmer 2209020Vakta málsnúmer

Þar sem engin gögn bárust innan tímafrests sem rann út 10. apríl sl., hefur lóðarúthlutun Bakkabyggðar 10 fallið úr gildi.
Lagt fram til kynningar
Lóðin Bakkabyggð 10 er laus til úthlutunar að nýju.

8.Afturköllun lóðarúthlutunar - Bakkabyggð 12

Málsnúmer 2209021Vakta málsnúmer

Þar sem engin gögn bárust innan tímafrests sem rann út 10. apríl sl., hefur lóðarúthlutun Bakkabyggðar 12 fallið úr gildi.
Lagt fram til kynningar
Lóðin Bakkabyggð 12 er laus til úthlutunar að nýju.

9.Afturköllun lóðarúthlutunar - Bakkabyggð 14

Málsnúmer 2209022Vakta málsnúmer

Þar sem engin gögn bárust innan tímafrests sem rann út 10. apríl sl., hefur lóðarúthlutun Bakkabyggðar 14 fallið úr gildi.
Lagt fram til kynningar
Lóðin Bakkabyggð 14 er laus til úthlutunar að nýju.

10.Afturköllun lóðarúthlutunar - Bakkabyggð 16

Málsnúmer 2209023Vakta málsnúmer

Þar sem engin gögn bárust innan tímafrests sem rann út 10. apríl sl., hefur lóðarúthlutun Bakkabyggðar 16 fallið úr gildi.
Lagt fram til kynningar
Lóðin Bakkabyggð 16 er laus til úthlutunar að nýju.

11.Afturköllun lóðarúthlutunar - Bakkabyggð 18

Málsnúmer 2209024Vakta málsnúmer

Þar sem engin gögn bárust innan tímafrests sem rann út 10. apríl sl., hefur lóðarúthlutun Bakkabyggðar 18 fallið úr gildi.
Lagt fram til kynningar
Lóðin Bakkabyggð 18 er laus til úthlutunar að nýju.

12.Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - Hverfisgata 32

Málsnúmer 2305008Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn um endurnýjun lóðarleigusamnings fyrir lóðina Hverfisgötu 32 Siglufirði. Einnig lagt fram lóðarblað tæknideildar dags. 3.5.2023.
Samþykkt
Erindi samþykkt.

13.Umsókn um leyfi til breytinga á kajakgeymslu og umhverfi hennar við Innri höfn á Siglufirði

Málsnúmer 2210002Vakta málsnúmer

Á fund nefndarinnar mætti forsvarskona Sigló Sea ehf. og kynnti framtíðaráform fyrirtækisins.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Nefndin þakkar Laken fyrir góða kynningu og óskar Sigló Sea góðs gengis með uppbyggingu fyrirtækisins. Tæknideild falið að aðstoða fyrirtækið í samræmi við umræður á fundinum.

14.Uppsetning hreystitækja utandyra

Málsnúmer 2301040Vakta málsnúmer

Umræða tekin í nefndinni um uppsetningu tveggja útiæfingatækja sem voru pöntuð í tengslum við umhverfisverkefni árið 2021.
Samþykkt
Nefndin samþykkir að staðsetja tækin fyrir framan íþróttamiðstöðina í Ólafsfirði.

15.Beiðni um leyfi til að lagfæra grjótgarð á Granda í austanverðum Siglufirði

Málsnúmer 2304043Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Örlygs Kristfinnssonar dagsett 19.4.2023. Erindið er í tveimur liðum þar sem annarsvegar er óskað eftir leyfi nefndarinnar að undirritaður láti lagfæra grjótvörn gegn landbroti á Granda í austanverðum Siglufirði. Hins vegar er óskað eftir kostnaðarþátttöku sveitarfélagsins með hlut Fjallabyggðar af dúnsölu Örlygs og tveggja annarra, fyrir árið 2022.
Vísað til bæjarráðs
Nefndin samþykkir lagfæringu grjótgarðs með fyrirvara um samþykki bæjarráðs fyrir kostnaðarþátttöku sveitarfélagsins á verkefninu. Allar sjóvarnir eru unnar af Vegagerðinni og hlutur landeiganda er 1/8 af framkvæmdakostnaði. Tæknideild falið að setja sig í samband við Vegagerðina varðandi þessar lagfæringar. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs.

16.Uppbygging nýrra göngustíga í Fjallabyggð

Málsnúmer 2305009Vakta málsnúmer

Í fjárhagsáætlun Fjallabyggðar er gert ráð fyrir 20 milljónum í göngustígagerð. Með áætluninni kom engin nánari lýsing á hvaða stígar þetta væru eða forgangsröðun verkefna. Nefndin vill leggja sitt af mörkum til að koma þessum málum í farveg, marka áætlun fyrir 2023 og leggja drög að áframhaldandi uppbyggingu stíga í sveitafélaginu.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Nefndin óskar eftir að tæknideild leggi fyrir nefndina tímasetta áætlun um það hvenær raunhæft væri að ráðast í þær framkvæmdir sem tilgreindar eru í meðfylgjandi skjali. Einnig er óskað eftir stuttri byggingarlýsingu, stöðu skipulags, ásamt kostnaðarmati á hönnun og framkvæmdum, svo óska megi eftir heimild bæjarráðs til að hefjast handa. Búi tæknideild yfir þekkingu á öðrum aðkallandi stígaverkefnum óskar nefndin einnig eftir sömu upplýsingum um þau verkefni.

17.Styrkumsóknir í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða 2023

Málsnúmer 2208062Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar ákvörðun Ferðamálastofu um úthlutun styrkja til Fjallabyggðar fyrir verkefnin; Stikun og merkingar á gönguleið milli Ólafsfjarðar og Siglufjarðar, styrkupphæð 10.202.205kr og Gönguleið að Selvíkurvita og rústum Evangers 1. hluti, styrkupphæð 2.837.376kr.
Lagt fram til kynningar

Fundi slitið - kl. 17:00.