Bæjarráð Fjallabyggðar

828. fundur 23. apríl 2024 kl. 12:00 - 12:46 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • S. Guðrún Hauksdóttir varaformaður
  • Guðjón M. Ólafsson formaður
  • Helgi Jóhannsson aðalfulltrúi
Starfsmenn
  • Sigríður Ingvarsdóttir bæjarstjóri
  • Bragi Freyr Kristbjörnsson deildarstjóri
Fundargerð ritaði: Bragi Freyr Kristbjörnsson deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármáladeildar

1.Ársreikningur Fjallabyggðar 2023

Málsnúmer 2404047Vakta málsnúmer

Undir þessum lið kom á fund bæjarráðs Þorsteinn G. Þorsteinsson, löggiltur endurskoðandi sveitarfélagsins frá KPMG.

Með fundarboði bæjarráðs fylgdi ársreikningur Fjallabyggðar fyrir árið 2023 ásamt sundurliðun.

Þorsteinn fór yfir helstu niðurstöður úr ársreikningi.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Drög að ársreikningi tekin til umræðu. Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við reikninginn og vísar honum til fyrri umræðu bæjarstjórnar.

2.Nýr kirkjugarður í Ólafsfirði

Málsnúmer 2204075Vakta málsnúmer

Á 826. fundi bæjarráðs var samþykkt að ráðgefandi viðhorfskönnun meðal allra íbúa Ólafsfjarðar (póstnúmer 625 og 626) 18 ára og eldri verði framkvæmd í gegnum Betra Ísland. Við útfærslu viðhorfskönnunarinnar skal sérstaklega horft til þess að bjóða aðstoð til þeirra sem þess óska.
Bæjarráð óskaði eftir að drög þeirra gagna sem munu liggja til grundvallar verði lögð til kynningar fyrir bæjarráð áður en kosning hefst.

Deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármáladeildar ásamt skipulagsfulltrúa hafa unnið að útfærslunni, sem lögð er fram til kynningar.
Samþykkt
Lagt fram til kynningar. Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við útfærsluna og felur deildarstjóra að hrinda í framkvæmd ráðgefandi atkvæðagreiðslu um staðarval vegna kirkjugarðs í Ólafsfirði.

3.Gjaldskrár 2024

Málsnúmer 2311012Vakta málsnúmer

Skólanefnd Tónlistarskólans á Tröllaskaga (TÁT) samþykkti að leiðrétta gjaldskrá TÁT með vísan í tilmæli samningsaðila við gerð síðustu kjarasamninga. Leiðrétt er hækkun umfram 3,5% en gjaldskrá TÁT hækkaði um 4,9% 1. janúar 2024. Skólanend TÁT leggur til að leiðrétt gjaldskrá taki gildi við upphaf næsta skólaárs.

Með fundarboði bæjarráðs fylgdi:
Minnisblað deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmáladeildar um leiðréttingu á gjaldskrá TÁT.
Tillaga að uppfærðri gjaldskrá skólans.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir gjaldskránna fyrir sitt leyti og vísar henni til bæjarstjórnar til samþykktar.

4.Þjóðlendumál - eyjar og sker

Málsnúmer 2402022Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar svarbréf frá Óbyggðanefnd til fjármála- og efnahagsráðherra, dags. 10. apríl 2024, þar sem svarað er ósk ráðherra um að Óbyggðanefnd fresti frekari málsmeðferð á svæði 12, eyjum og skerjum, og veiti ráðherra frest til að endurskoða kröfur ríkisins. Í kjölfarið verði landeigendum veittur frekari frestur til að lýsa sínum kröfum.
Í svarbréfi Óbyggðanefndar kemur fram að hún hafi þegar framlengt kröfulýsingarfrest landeigenda til 2. september 2024 og því hafi ráðherra svigrúm til að endurskoða kröfugerð ríkisins innan þess tíma. Verði þeirri endurskoðun ekki lokið innan hæfilegs tíma kemur til greina af hálfu Óbyggðanefndar að framlengja frestinn enn frekar til að tryggja að hugsanlegir gagnaðilar ríkisins hafi nægan tíma til að bregðast við endurskoðuðum kröfum ríkisins og eftir atvikum lýsa kröfum sínum fyrir Óbyggðanefnd.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

5.Fundarboð - ársfundur lífeyrissjóðsins Stapa

Málsnúmer 2404046Vakta málsnúmer

Með fundarboði bæjarráðs fylgdi boð stjórnar Stapa lífeyrissjóðs á ársfund sjóðsins 2023. Fundurinn verður haldinn fimmtudaginn 2. maí nk. í Menningarhúsinu Hofi, Akureyrir kl. 14:00.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

6.30 hugmyndir til að bæta samfélagið - virkjum eldhugana

Málsnúmer 2310008Vakta málsnúmer

Með fundarboði bæjarráðs fylgdi erindi Þorgríms Þráinssonar um verkfærakistuna 30 hugmyndir. Erindi Þorgríms er hvatning til kjörinna fulltrúa að ýta einhverri af hugmyndunum úr vör, ekki síst með hagsmuni og framtíð ungu kynslóðarinnar að leiðarljósi.
Vísað til nefndar
Lagt fram til kynningar. Málinu vísað til umsagnar Ungmennaráðs, Fræðslu- og frístundanefndar og Öldungaráðs.

7.Fundargerðir nefnda og stjórna Fjallabyggðar - 2024

Málsnúmer 2401003Vakta málsnúmer

Með fundarboði bæjarráðs fylgdu fundargerðir 145. fundar hafnarstjórnar Fjallabyggðar og 40. fundar skólanefndar TÁT.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 12:46.