Bæjarráð Fjallabyggðar

768. fundur 22. nóvember 2022 kl. 08:15 - 09:40 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • S. Guðrún Hauksdóttir varaformaður, D lista
  • Guðjón M. Ólafsson formaður, A lista
  • Helgi Jóhannsson aðalmaður, H lista
Starfsmenn
  • Sigríður Ingvarsdóttir bæjarstjóri
  • Bragi Freyr Kristbjörnsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála
Fundargerð ritaði: Bragi Freyr Kristbjörnsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

1.Vatnsleki í Skálarhlíð

Málsnúmer 2211098Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað deildarstjóra tæknideildar er varðar vatnsleka í Skálarhlíð.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð þakkar deildarstjóra tæknideildar fyrir minnisblaðið. Bæjarráð lýsir yfir áhyggjum með ástand húsnæðisins við Hlíðarveg 45. Ljóst hefur verið að töluverð viðhaldsþörf er til staðar og óskar bæjarráð eftir því að tæknideild ráði sérfræðing til þess að gera úttekt á ástandi húsnæðisins og leggja fyrir bæjarráð ásamt kostnaðarmati og/eða áætlun.

2.Erindum vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2023.

Málsnúmer 2207032Vakta málsnúmer

Afgreiðslu frestað. Bæjarráð samþykkir að boða til aukafundar bæjarráðs fimmtudaginn 25.11.2022 kl. 12:15 til þess að fara yfir þennan lið fundarins.
Afgreiðslu frestað

3.Uppfærsla svæðisáætlana vegna lagabreytinga.

Málsnúmer 2112015Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað deildarstjóra tæknideildar, þar sem lagt er til að stofnaður verði starfshópur sem samanstendur af embættismönnum og bæjarfulltrúum til þess að vinna að úrlausn þeirra mála sem til koma vegna gildistöku nýrra laga um meðhöndlun úrgangs.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir að stofnaður verði starfshópur um meðhöndlun úrgangs í sveitarfélaginu. Í starfshópnum verða bæjarstjóri, deildarstjóri tæknideildar, Arnar Þór Stefánsson fyrir hönd meirihlutans og Helgi Jóhannsson fyrir hönd minnihlutans.

4.Viðbygging við Grunnskóla Fjallabyggðar Ólafsfirði

Málsnúmer 2210096Vakta málsnúmer

Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála vegna fyrirhugaðrar viðbyggingar við húsnæði Grunnskóla Fjallabyggðar á Ólafsfirði.
Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar
Bæjarráð vísar tillögum að stækkun grunnskólans til gerðar fjárhagsáætlunar. Bæjarráð áréttar mikilvægi þess að starfsemi miðstigsins verði öll komin undir sama þak við byrjun næsta skólaárs og felur bæjarstjóra að kanna hvaða leiðir, tímabundnar og varanlegar, eru í boði til þess að svo megi verða.

5.Staða framkvæmda - yfirlit 2022

Málsnúmer 2203076Vakta málsnúmer

Lagt fram yfirlit deildarstjóra tæknideildar yfir stöðu framkvæmda í Fjallabyggð fyrir árið 2022.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

6.Jarðvegsrannsóknir á lausum lóðum í Fjallabyggð

Málsnúmer 2206048Vakta málsnúmer

Bæjarráð samþykkir að í ljósi þess að ráðgert er að hefja framkvæmdir á malarvellinum næsta vor að málið verði endurvakið og gerðar verði jarðvegsrannsóknir í samræmi við tillögur tæknideildar sem komu fram í minnisblaði frá 26. júní síðastliðnum. Því til viðbótar er óskað eftir að einnig verði jarðvegsrannsóknir vegna máls númer 2112032.
Samþykkt

7.Fjármálaráðstefna sveitarfélaga 2023

Málsnúmer 2211105Vakta málsnúmer

Fjármálaráðstefna sveitarfélaga árið 2023 verður haldin dagana 21.-22. september á Hilton Reykjavík Nordica.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

8.Brák hses - tilnefning í fulltrúaráð

Málsnúmer 2211106Vakta málsnúmer

Samband íslenskra sveitarfélaga tilnefnir Sigríði Ingvarsdóttur, bæjarstjóra Fjallabyggðar, og Liv Aase Skarstad, bæjarfulltrúa í Akraneskaupstað, í fulltrúaráð Brákar hses.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar. Bæjarráð fagnar því að Sigríður Ingvarsdóttir hafi verið tilnefnd í fulltrúaráð Brákar hses.

9.Breytt skipulag barnaverndar.

Málsnúmer 2112004Vakta málsnúmer

Minnisblað sviðsstjóra fjölskyldusviðs Húnaþings vestra, félagsmálastjóra Austur Húnavatnssýslu, félagsmálastjóra Skagafjarðar, deildarstjóra félagsmáladeildar Fjallabyggðar og sviðsstjóra félagsmálasviðs Dalvíkurbyggðar um "samstarf á Mið Norðurlandi um barnavernd" lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar
Bæjarráð þakkar fyrir minnisblað um barnaverndarþjónstu á mið-Norðurlandi. Bæjarráð felur bæjarstjóra og deildarstjóra félagsmáladeildar að gæta hagsmuna Fjallabyggðar í samræmi við tillögur minnisblaðsins.

10.Leiðbeiningar og fyrirmynd varðandi stefnu um þjónustustig

Málsnúmer 2211107Vakta málsnúmer

Innviðaráðuneytið vekur athygli á eftirfarandi:

Að beiðni innviðaráðuneytisins vinnur Byggðastofnun nú að gerð leiðbeininga og fyrirmynd varðandi það hvernig sveitarfélög geti útfært stefnu um þjónustustig til byggðarlaga utan stærstu byggðarkjarna viðkomandi sveitarfélags. Tilefnið er nýtt ákvæði í sveitarstjórnarlögum, nr. 138/2011, sem kveður á um að "sveitarstjórn skuli móta stefnu sem sveitarfélagið hyggst halda uppi í byggðum og byggðarlögum fjarri stærstu byggðarkjörnum." Norðurþing varð fyrir valinu sem tilraunasveitarfélag í þessu verkefni og samstarf við sveitarfélagið hófst fljótlega eftir að sú ákvörðun var tekin. Gert er ráð fyrir að verkefninu ljúki 1. desember nk.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

11.Nefndasvið Alþingis - Mál til umsagnar 2022

Málsnúmer 2201041Vakta málsnúmer

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um öruggt farsímasamband á þjóðvegum, 46. mál.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar. Bæjarstjóra falið að koma athugasemdum Fjallabyggðar á framfæri um öruggt símasamband á þjóðvegum.

12.Fundargerðir nefnda og stjórna Fjallabyggðar - 2022

Málsnúmer 2201001Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fundargerðir 140. fundar félagsmálanefndar Fjallabyggðar, 131. fundar Hafnarstjórnar Fjallabyggðar og 33. fundar skólanefndar Tónlistarskólans á Tröllaskaga.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:40.