Bæjarráð Fjallabyggðar

744. fundur 07. júní 2022 kl. 12:15 - 14:10 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • S. Guðrún Hauksdóttir varaformaður, D lista
  • Guðjón M. Ólafsson formaður, A lista
  • Helgi Jóhannsson aðalmaður, H lista
Starfsmenn
  • Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar
Fundargerð ritaði: Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar

1.Ráðning bæjarstjóra

Málsnúmer 2205077Vakta málsnúmer

Formaður bæjarráðs lagði fram tilboð frá þremur aðilum vegna auglýsingar og ráðningar á bæjarstjóra. Óskað var eftir tilboðum frá Hagvangi, Vinnvinn og Intellecta.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir að taka tilboði Hagvangs um ráðningu á bæjarstjóra.

2.Íþróttamiðstöðin á Siglufirði, - viðbygging

Málsnúmer 2005101Vakta málsnúmer

Á 739. fundi bæjarráðs fól bæjarráð bæjarstjóra að vinna tillögur að næstu skrefum og leggja fyrir bæjarráð þar sem engin tilboð hafa borist í viðbygginguna.
Vísað til umsagnar
Bæjarráð þakkar framkomnar upplýsingar vegna viðbyggingar Íþróttamiðstöðvarinnar á Siglufirði. Bæjarráð felur tæknideild að kanna möguleikann á að skipta upp verkinu með það að markmiði að gera það viðráðanlegra til útboðs. Leggja skal fram tillögur til bæjarráðs og meta skal sérstaklega kostnaðaráhrif og mögulega aðkomu Vegagerðarinnar að færslu ræsis sem liggur undir Hvanneyrarbraut.

3.Sveitarfélagaskólinn, kynningarbréf til sveitarfélaga

Málsnúmer 2205038Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi Karls Björnssonar dags. 9. maí 2022 er varðar sveitarfélagaskólann, einnig lagt fram kynningarbréf til sveitarfélaga vegna skólans.
Samþykkt
Bæjarráð fagnar framkomnu erindi og hvetur alla, sveitarstjórnarfólk og varafulltrúa, til þess að skrá sig.

4.Fundur með vegagerðinni 10. maí 2022.

Málsnúmer 2205061Vakta málsnúmer

Deildarstjóri tæknideildar lagði fram fundarpunkta dags. 10. maí 2022 og yfirlit yfir málefni Vegagerðarinnar í Fjallabyggð.
Lagt fram til kynningar
Bæjarráð þakkar framkomnar upplýsingar.

5.Viðhorfskönnun - húsnæðismál

Málsnúmer 2204025Vakta málsnúmer

Á 737. fundi bæjarráðs samþykkti bæjarráð að láta framkvæma viðhorfskönnun hjá íbúum 60 ára og eldri, hvað varðaði húsnæðismál í sveitarfélaginu. Rannsóknarstofnun Háskólans á Akureyri sá um framkvæmdina.
Vísað til umsagnar
Bæjarráð felur deildarstjórum Félagsþjónustu og Umhverfis- og tæknideildar að vinna minnisblað um tillögur upp úr könnuninni ásamt því að ræða frekar við Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri (RHA) um úrvinnslu könnunarinnar.

6.Staðgreiðsla tímabils - 2022

Málsnúmer 2202018Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar yfirlit staðgreiðslu fyrir janúar til maí 2022. Staðgreiðsla fyrir tímabilið nemur 526,7 millj.kr. eða 97,45% af tímabilsáætlun 2022.
Lagt fram til kynningar

7.Staða framkvæmda - yfirlit 2022

Málsnúmer 2203076Vakta málsnúmer

Deildarstjóri tæknideildar fór yfir stöðu framkvæmda.
Lagt fram til kynningar
Bæjarráð þakkar fyrir framlagt yfirlit.

8.Beiðni um aðgang að gögnum máls vegna dúntekju

Málsnúmer 2205057Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Árna Rúnars Örvarssonar þar sem óskað er eftir öllum þeim gögnum er varða nýja samninga og nánari útlistun á innihaldi samninganna er gerðir voru við aðila á varpsvæðum 1-4 í Siglufirði með tilliti til dúntekju.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir beiðnina og felur deildarstjóra fjármála- og stjórnsýslu að taka saman gögnin og afhenda.

9.NorValue_Norrænt rannsóknarverkefni

Málsnúmer 2205060Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Sigríði K. Þorgrímsdóttur, sérfræðingi á þróunarsviði Byggðastofnunar þar sem óskað var eftir þátttöku Fjallabyggðar í ráðstefnu í Nuuk á Grænlandi þar sem kynntar verða niðurstöður rannsóknar sem Fjallabyggð var þátttakandi í. Í rannsókninni var sjónum beint að þróun mannlífs og atvinnulífs í sjávarbyggðum.
Bæjarráð samþykkir að Markaðs- og menningarfulltrúi Fjallabyggðar sitji ráðstefnu í Nuuk á Grænlandi fyrir hönd Fjallabyggðar.

10.Skólanefnd Menntaskólans á Tröllaskaga - Óskað eftir tillögum

Málsnúmer 2205065Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) eftir tilnefningum frá Akureyrarbæ, Dalvíkurbyggð og Fjallabyggð í samræmi við meðfylgjandi bréf ráðuneytisins.
Bæjarráð tilnefnir S. Guðrúnu Hauksdóttur fyrir hönd Fjallabyggðar.

11.Umsagnarbeiðni, tækifærisleyfi, tímabundið áfengisleyfi.

Málsnúmer 2205072Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Sýslumannsins á Norðurlandi eystra, dags. 24.05.2022 er varðar beiðni um umsögn vegna umsóknar Sjómannafélags Ólafsfjarðar um tímabundið áfengisleyfi (tækifærisleyfi).
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti.

12.Endurskoðun kosningalaga - áform um lagasetningu

Málsnúmer 2205083Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi frá dómsmálaráðuneytinu vegna áform um breytingu á kosningalögum sem aðgengileg er í samráðsgátt stjórnvalda.
Lagt fram til kynningar

13.Aðalfundur Veiðifélags Ólafsfjarðar 2022

Málsnúmer 2204088Vakta málsnúmer

Lagt fram fundarboð vegna aðalfundar veiðifélags Ólafsfjarðar sem haldinn verður 11. júní 2022.
Lagt fram til kynningar
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að sækja aðalfundinn fyrir hönd sveitarfélagsins.

14.Umsókn um undanþágu frá 11. gr. lögreglusamþykktar.

Málsnúmer 2206004Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Árna Rúnars Örvarssonar þar sem óskað er eftir undanþágu frá 11. gr. lögreglusamþykktar fyrir Fjallabyggð um meðferð skotvopna. Tilgangur undanþágunnar er að eyða flugvargi við Leirutanga og við hafnir Fjallabyggðar og á fleiri stöðum.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti að veita umrædda undanþágu og felur deildarstjóra Umhverfis- og tæknideildar að ræða við Árna um útfærslu málsins og að vinna umsóknina áfram.

15.Lækkun álagningarprósentu fasteignaskatts í Fjallabyggð.

Málsnúmer 2206005Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Sigurlínu Káradóttir vegna verulegra hækkana á fasteignamati í Fjallabyggð þar sem óskað er eftir því að brugðist verði við þessum hækkunum með því að lækka verulega álagningarprósentu fasteignaskatts.
Bæjarráð þakkar Sigurlínu framkomið erindi. Álagningarprósenta ásamt öðrum gjöldum verður tekin til umræðu og afgreiðslu við gerð fjárhagsáætlunar 2023.

16.Áskorun stjórnar Félags atvinnurekenda til sveitarfélaga

Málsnúmer 2206006Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar áskorun stjórnar Félags atvinnurekenda til sveitarfélaga að lækka álagningarprósentu fasteignaskatts á atvinnuhúsnæði við gerð fjárhagsáætlana fyrir næsta ár til að bregðast við miklum hækkunum fasteignamats fyrir árið 2023.
Lagt fram til kynningar

17.Almannavarnir - Samræmd greining á áhættu og áfallaþoli.

Málsnúmer 2205070Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi frá Hjördísi Guðmundsdóttur samskiptastjóra Almannavarna um opnun vefgáttar um leiðbeiningar almannavarna fyrir greiningu á áhættu og áfallaþoli.
Lagt fram til kynningar

18.Nefndasvið Alþingis - Mál til umsagnar 2022

Málsnúmer 2201041Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi Allsherja- og menntamálanefndar Alþingis dags. 17. 05 2022 er varðar umsögn um frumvarp til laga um útlendinga.

Lagt fram til kynningar erindi Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis dags.18. 05 2022 er varðar umsögn um frumvarp til laga um stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2022-2036.

Lagt fram til kynningar erindi Velferðarnefndar Alþingis dags. 18. 05 2022 er varðar tillögu til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda.

Lagt fram til kynningar Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis dags. 23.05 2022 er varðar frumvarp til laga um skipulagslög (uppbygging innviða).

Lagt fram til kynningar

19.Tjaldsvæðahús Ólafsfirði - útboð.

Málsnúmer 2104063Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 2. verkfundar vegna verkefnisins Tjaldsvæðahús Ólafsfirði.
Lagt fram til kynningar

20.Sundlaug Ólafsfirði, endurbætur búningsklefa

Málsnúmer 2201057Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 2. verkfundar vegna verkefnisins Íþróttamiðstöð Ólafsfirði, endurbætur á búningsklefum.
Lagt fram til kynningar

21.Suðurgata 4, breytingar á 2 hæð

Málsnúmer 2201046Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 4. verkfundar vegna verkefnisins Suðurgata 4, félagsmiðstöðin NEON.
Lagt fram til kynningar

Fundi slitið - kl. 14:10.