Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar

283. fundur 06. apríl 2022 kl. 16:30 - 19:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Hjördís Hanna Hjörleifsdóttir varaformaður, D lista
  • Brynja Ingunn Hafsteinsdóttir aðalmaður, D lista
  • Helgi Jóhannsson aðalmaður, H lista
  • Nanna Árnadóttir formaður I lista
  • Ægir Bergsson aðalmaður, I lista
Starfsmenn
  • Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar
  • Hafey Pétursdóttir tæknifulltrúi
Fundargerð ritaði: Hafey Pétursdóttir tæknifulltrúi

1.Fyrirspurn v/ deiliskipulags - Miðbær Siglufjarðar

Málsnúmer 2203029Vakta málsnúmer

Lögð fram fyrirspurn Heiðars Birnusonar f.h. Samkaupa hf., dagsett 14. mars 2022, um áform Fjallabyggðar er varðar breytingu á miðbæjarskipulagi í Siglufirði og tilfærslu á þjóðvegi í þéttbýli og bílastæðum.
Tæknideild falið að svara fyrirspurninni.

2.Ósk um breytingar á skipulagi Þormóðseyrar og hafnarsvæðis á Siglufirði.

Málsnúmer 2106016Vakta málsnúmer

Lögð fram að nýju tillaga að óverulegri breytingu á deiliskipulagi Þormóðseyri - Athafnasvæði frá 21. janúar 2014. Breytingin felur í sér að skipulagsmörkum er breytt lítillega til austurs, þannig að hluti Óskarsgötu verður innan skipulagssvæðisins. Lóðin Tjarnargata 22 breytist í lóðina Óskarsgötu 7, stærð lóðar óbreytt. Lóðin Ránargata 1 skiptist upp í tvær lóðir, Ránargötu 1 og Þormóðsgötu 2. Lóðin Ránargata 3 skiptist upp í tvær lóðir, Ránargötu 3 og Þormóðsgötu 4, einnig settir fram skilmálar um hámarks gólfflatarmál aðalhæða á byggingarlóðunum. Engar athugasemdir voru gerðar við tillöguna sem grenndarkynnt var hagsmunaaðilum í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Nefndin samþykkir framlagða deiliskipulagsbreytingu og felur tæknideild að senda auglýsingu um staðfestingu deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda og í framhaldinu til Skipulagsstofnunar.

3.Deiliskipulag þjóðvega í þéttbýlum Fjallabyggðar

Málsnúmer 2104091Vakta málsnúmer

Lögð fram uppfærð drög að greinargerð og uppdráttum að deiliskipulagi fyrir þjóðvegi í þéttbýli Ólafsfjarðar.
Nefndin samþykkir, með áorðnum breytingum, greinargerð og uppdrætti deiliskipulagstillögu og leggur til við bæjarstjórn að hún verði kynnt íbúum og umsagnaraðilum í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

4.Tjaldsvæði á Leirutanga, Siglufirði

Málsnúmer 2204007Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Helga Jóhannssonar, dagsett 31. mars 2022, þar sem hugmyndir um breytt skipulag fyrir m.a. tjaldsvæði eru lagðar fram.
Nefndin felur tæknideild að kanna hvort mögulegir vankantar kunni að vera fyrir breytingu á skipulaginu.

5.Göngustígur - Hornbrekkubót

Málsnúmer 2204008Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Helga Jóhanssonar, dagsett 31. mars 2022, um tillögu að breytingu á legu fyrirhugaðs göngustígs í Hornbrekkubót við Ólafsfjarðarvatn.
Nefndin felur tæknideild að meta kostnað við gerð göngubryggju sbr. erindi.

6.Umhverfisverkefni 2022

Málsnúmer 2204014Vakta málsnúmer

Við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2022 var gert ráð fyrir 10 milljónum kr. til sérstakra umhverfisverkefna.
Nefndin lagði fram tillögur að verkefnum og ræddi þær.

7.Fyrirspurn um áform og framkvæmdir á athafnasvæði, Ólafsfirði

Málsnúmer 2203085Vakta málsnúmer

Lögð fram fyrirspurn, dagsett 28. mars 2022, þar sem Steven Lewis sækist eftir upplýsingum og rökum um áform Fjallabyggðar er varðar efnistöku- og efnislosunarsvæði innan athafnasvæðis Ólafsfjarðar.
Reitur 328 E á aðalskipulagi Fjallabyggðar 2020-2032.
Umræddur reitur er hugsaður fyrir efnislosun vegna fyrirhugaðrar jarðgangnagerðar.
Nefndin felur tæknideild að bjóða viðkomandi að koma á fund nefndarinnar.

8.Fyrirspurn/erindi um áform og framkvæmdir á athafnasvæði, Ólafsfirði

Málsnúmer 2204020Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Brimbrettafélags Íslands, dagsett 4. apríl 2022, um áform Fjallabyggðar er varðar efnistöku- og efnislosunarsvæði innan athafnasvæði á Ólafsfirði.
Reitur 328 E á aðalskipulagi Fjallabyggðar 2020-2032.
Umræddur reitur er hugsaður fyrir efnislosun vegna fyrirhugaðrar jarðgangnagerðar.
Nefndin felur tæknideild að bjóða félaginu að koma á fund nefndarinnar.

9.Umsókn um byggingarleyfi - Lindargata 20b

Málsnúmer 2203020Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn, dagsett 7. mars 2022, þar sem Kolbrún Kristín Karlsdóttir sækir um leyfi fyrir því að breyta/skrá Lindargötu 20b úr atvinnuhúsnæði í íbúðarhúsnæði.
Erindi samþykkt.

10.Umsókn um byggingarleyfi - Gránugata 13c, Siglufirði

Málsnúmer 2204018Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn, dagsett 4. apríl 2022, þar sem JE Vélaverkstæði ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir iðnaðarhúsi á Gránugötu 13.
Erindi samþykkt.

11.Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - Þormóðsgata 23

Málsnúmer 2203030Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn, dagsett 14. mars 2022, þar sem Dagbjört Ísfeld Guðmundsdóttir sækir um endurnýjun á lóðarleigusamningi fyrir Þormóðsgötu 23, Siglufirði.
Erindi samþykkt.

12.Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - Hvanneyrarbraut 31

Málsnúmer 2203039Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn, dagsett 16.mars 2022, þar sem Rósa Helga Ingólfsdóttir sækir um endurnýjun á lóðarleigusamningi fyrir Hvanneyrarbraut 31, Siglufirði.
Erindi samþykkt.

13.Skráning lóðar úr Syðri-Gunnólfsá lóð 10

Málsnúmer 2203067Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Árna Helgasonar, dagsett 24. mars 2022, um skráningu lóðarinnar Syðri-Gunnólfsá lóð 10a úr landeigninni Syðri-Gunnólfsá lóð 10.
Erindi samþykkt.

14.Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - Eyrargata 29

Málsnúmer 2203086Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn, dagsett 31. mars 2022, þar sem Mirela Pitorac sækir um endurnýjun á lóðarleigusamningi fyrir Eyrargötu 29, Siglufirði.
Erindi samþykkt.

15.Umsókn um lóð - Tjarnargata (A2)

Málsnúmer 2204001Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn, dagsett 30. mars 2022, þar sem Össur Willardsson sækir um lóð á Tjarnargötu, norðan Hafnarbryggju, merkt A/2 á deiliskipulagi.
Erindi samþykkt.
Fylgiskjöl:

16.Losunarstaðir fyrir óvirkan úrgang í Fjallabyggð

Málsnúmer 2111051Vakta málsnúmer

Umræða um losunarstaði fyrir óvirkan úrgang í Fjallabyggð tekin upp að nýju.
Nefndin áréttar að samþykkt bæjarstjórnar Ólafsfjarðar frá 1993 um lokun námu ofan Hlíðarvegar verði fylgt eftir.
Nefndin felur tæknideild að sækja um starfsleyfi Umhverfisstofnunar fyrir losunarstaði á óvirkum úrgangi í Fjallabyggð.

17.Tilkynning um framkvæmdir undanþegnar byggingarleyfi - Aðalgata 46

Málsnúmer 2203031Vakta málsnúmer

Lögð fram tilkynning Jakobs Agnarssonar, dagsett 14. mars 2022, um framkvæmd á Aðalgötu 46, Ólafsfirði, fyrirhugað er að setja glugga á austurgafl hússins.
Fyrir liggur samþykki íbúðareigenda Aðalgötu 48-58.
Erindi samþykkt.

18.Ábending íbúa vegna umferðaröryggis á Hverfisgötu.

Málsnúmer 2203043Vakta málsnúmer

Lögð fram ábending, dags 16. mars 2022, þar sem Salóme Rut Kjartansdóttir bendir á að umferðaröryggi sé ábótavant á horni Hverfisgötu og Kirkjugarðsvegar á Siglufirði.
Tæknideild falið að leita lausna til að bæta umferðaröryggi á umræddum gatnamótum.

19.Fyrirspurn um byggingaráform

Málsnúmer 2110091Vakta málsnúmer

Lagt fram svar Elsu Guðrúnar Jónsdóttur, dagsett 24. mars 2022, við fyrirspurn tæknideildar um verkefnið Fjarðargufan.
Nefndin þakkar fyrir svör og felur tæknideild að afla umsagnar frá Umhverfisstofnun.

20.Staða framkvæmda - yfirlit 2022

Málsnúmer 2203076Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar yfirlit deildarstjóra tæknideildar yfir stöðu framkvæmda á framkvæmdaáætlun.

Fundi slitið - kl. 19:00.