Bæjarráð Fjallabyggðar

759. fundur 20. september 2022 kl. 08:15 - 09:00 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Tómas Atli Einarsson varamaður, D lista
  • Guðjón M. Ólafsson formaður, A lista
  • Helgi Jóhannsson aðalmaður, H lista
Starfsmenn
  • Sigríður Ingvarsdóttir bæjarstjóri
  • Bragi Freyr Kristbjörnsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála
Fundargerð ritaði: Bragi Freyr Kristbjörnsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

1.Heimæð fyrir heitt vatn á Óskarsbryggju

Málsnúmer 2207044Vakta málsnúmer

Lagt fyrir erindi frá Landhelgisgæslunni sem samþykkt var á 130. fundi Hafnarstjórnar Fjallabyggðar. Landhelgisgæslan hefur óskað eftir að fá aðgang að heitu vatni fyrir varðskipið Freyju við Óskarsbryggju.
Visað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð samþykkir að útbúinn verði viðauki nr. 19 til fjármögnunar verkefnisins og hann verði lagður fyrir næsta fund bæjarráðs. Í ljósi aðstæðna og tímaramma verksins þá er bæjarstjóra veitt heimild til þess að ráðast í verkefnið og leggja fyrir bæjarráð minnisblað um framvindu eftir á.

2.Erindi vegna útboða og verkkaupa

Málsnúmer 2206092Vakta málsnúmer

Á 749. fundi bæjarráðs var deildarstjóra tæknideildar falið að útbúa samantekt þar sem greind yrðu þrjú stærstu fjárfestingaverkefni og þrjú stærstu viðhaldsverkefni sveitarfélagsins hvers árs á síðasta kjörtímabili.
Lagt er fram minnisblað deildarstjóra tæknideildar, dags. 14.09.2022.
Visað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð þakkar deildarstjóra tæknideildar fyrir umsögnina. Deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála falið koma svari til fyrirspyrjanda.

3.Römpum upp Ísland

Málsnúmer 2203077Vakta málsnúmer

Á 737. fundi bæjarráðs þann 7. apríl var deildarstjóra tæknideildar falið að veita umsögn um ódagsett erindi Þorleifs Gunnarssonar varðandi verkefnið Römpum upp Ísland.
Lögð er fram umsögn deildarstjóra tæknideildar dags. 14.09.2022.
Visað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð þakkar deildarstjóra tæknideildar fyrir umsögnina og felur bæjarstjóra að útbúa bréf með hvatningu til aðila í Fjallabyggð þar sem verkefnið er kynnt.

4.Trúnaðarmál

Málsnúmer 2208013Vakta málsnúmer

Niðurstaða færð í trúnaðarbók.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar

5.Staða framkvæmda - yfirlit 2022

Málsnúmer 2203076Vakta málsnúmer

Lagt fram yfirlit deildarstjóra tæknideildar yfir stöðu framkvæmda í Fjallabyggð fyrir árið 2022.
Lagt fram til kynningar
Bæjarráð þakkar deildarstjóra tæknideildar fyrir framkomið yfirlit.

6.Samningur milli LHG og Fjallabyggðar um þjónustu hafnar.

Málsnúmer 2201012Vakta málsnúmer

Lagður fram samningur milli Landhelgisgæslunnar og Fjallabyggðar um hafnaraðstöðu á Siglufirði.
Lagt fram til kynningar

7.Samstarf í stafrænni umbreytingu sveitarfélaga 2022

Málsnúmer 2110036Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar dreifibréf Sambands íslenskra sveitarfélaga um stöðuna í samstarfi sveitarfélaga í stafrænni umbreytingu.
Lagt fram til kynningar

8.Rammi að samkomulagi um samræmda móttöku flóttafólks

Málsnúmer 2203024Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar bókun stjórnarfundar Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldinn var 26.08.2022 um ramma að samkomulagi um samræmda móttöku flóttafólks.
Lagt fram til kynningar

9.Fréttabréf Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) - 2022

Málsnúmer 2202023Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar mánaðarlegt fréttablað SSNE fyrir ágúst 2022.
Lagt fram til kynningar

10.Fundargerðir nefnda og stjórna Fjallabyggðar - 2022

Málsnúmer 2201001Vakta málsnúmer

Lagðar eru fram til kynningar fundargerðir 139. fundar Félagsmálanefndar Fjallabyggðar og 32. fundar Skólanefndar TÁT.
Lagt fram til kynningar

Fundi slitið - kl. 09:00.