Bæjarráð Fjallabyggðar

750. fundur 11. júlí 2022 kl. 16:00 - 16:45 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • S. Guðrún Hauksdóttir varaformaður, D lista
  • Guðjón M. Ólafsson formaður, A lista
  • Helgi Jóhannsson aðalmaður, H lista
Starfsmenn
  • Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála
Fundargerð ritaði: Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

1.Staða framkvæmda - yfirlit 2022

Málsnúmer 2203076Vakta málsnúmer

Lögð fram greinargerð deildarstjóra tæknideildar, dagsett 4. júlí 2022 varðandi stöðu verkefna við framkvæmdaáætlunar 2022.
Vísað til umsagnar
Bæjarráð þakkar framkomið yfirlit og samantekt deildarstjóra tæknideildar. Bæjarráð leggur áherslu á að verða uppfært ef þær áhyggjur sem líst er í minnisblaðinu raungerast.

Í ljósi þess sem kemur fram í minnisblaði deildarstjóra leggur bæjarráð áherslu á að gangstéttaframkvæmdir sem ekki eru háðar deiliskipulagi Aðalgötu Ólafsfirði verði boðnar út hið fyrsta.

Þá óskar bæjarráð jafnframt eftir því að gerð gangstéttar við Ægisgötu sem tengist gangstétt sem liggur við Strandgötu (um 220m) verði kostnaðarmetin.

2.Boð um þátttöku í sameiginlegu verkefni í Hringrásarhagkerfi

Málsnúmer 2206068Vakta málsnúmer

Lögð fram umsögn deildarstjóra tæknideildar, dagsett 4. júlí 2022 varðandi verkefnið um þátttöku í sameiginlegu verkefni í Hringrásarhagkerfi.
Samþykkt
Bæjarráð þakkar umsögn deildarstjóra og felur honum að vinna málið áfram í samráði við nýjan bæjarstjóra.

3.Staðgreiðsla tímabils - 2022

Málsnúmer 2202018Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar yfirlit staðgreiðslu fyrir janúar til júní 2022. Staðgreiðsla fyrir tímabilið nemur kr. 660.297.824,- eða 99,69% af tímabilsáætlun 2022.
Lagt fram til kynningar

4.Ósk um að loka götu tímabundið

Málsnúmer 2207013Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi, dagsett 8. júlí 2022, þar sem Marteinn B Haraldsson, f.h. Sunnu ehf, óskar eftir því að Vetrarbraut, frá Aðalgötu og að gatnamótum við Eyrargötu verði lokuð 30. júlí nk. Fyrirhugað er að halda bjórleika sem og að fjöldi fornbíla muni vera á svæðinu.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

5.Erindi vegna lokunar á götu

Málsnúmer 2207008Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi, dagsett 4. júlí 2022, þar sem eigendur Siglóveitinga ehf. óska eftir heimild fyrir því að loka götunni með fram bátadokkinni, sunnan við Rauðku og Torgið, á blíðviðris dögum. Væri það til þess fallið að minnka slysahættu enn frekar þar sem fólk er mikið á ferðinni sem og börn að leik.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti þó með því skilyrði að umferð vegna atvinnurekstrar á svæðinu verði heimil.

Lokun skal gerð í samráði við starfsmenn hafnarskrifstofu.

6.Áreiðanleikakönnun viðskiptamanna tengslum við aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.

Málsnúmer 2207009Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi, dagsett 5. júlí 2022, þar sem Lánasjóður sveitarfélaga ohf. óskar eftir upplýsingum sbr. lög nr. 140/2018 um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka og reglugerð nr. 745/2019 um áreiðanleikakönnun vegna aðgerða gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.

Í samræmi við lög nr. 140/2018 um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka og reglugerð nr. 745/2019 um áreiðanleikakönnun þá ber Lánasjóði sveitarfélaga ohf. að framkvæma áreiðanleikakönnun á viðskiptamönnum sínum við upphaf viðvarandi samningssambands auk þess að kanna áreiðanleika núverandi viðskiptamanna.

Samkvæmt 10. gr. laga nr. 140/2018 þá gerir Lánasjóðurinn kröfu um að einstaklingar, prókúruhafar og aðrir sem hafa sérstaka heimild til að koma fram fyrir hönd viðskiptavina gagnvart fjármálafyrirtæki, þm.t. framkvæmdastjórar og stjórnarmenn sanni á sér deili með framvísun á gildum og viðurkenndum persónuskilríkjum. Þá þurfa lögaðilar að sanna deili á sér með upplýsingum úr Fyrirtækjaskrá ríkisskattstjóra eða sambærilegri opinberri skrá með heiti, heimilisfangi og kennitölu.
Visað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð felur deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála að safna saman þeim gögnum sem farið er fram á vegna áreiðanleikakönnunar.

7.Umsagnarbeiðni vegna umsóknar um leyfi til sölu áfengis á framleiðslustað

Málsnúmer 2207014Vakta málsnúmer

Lögð fram umsagnarbeiðni, dagsett 7. júlí 2022, þar sem Sýslumaðurinn á Suðurlandi óskar eftir umsögn Fjallabyggðar í kjölfar umsóknar Sunnu ehf. um leyfi til sölu áfengis (sala á áfengi sem er að rúmmáli minna 12% af hreinum vínanda) á framleiðslustað að Vetrarbraut 8-10.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti með fyrirvara um að efnisatriði umsóknar séu uppfyllt og vísar henni til fullnaðarafgreiðslu bæjarstjórnar.

8.Landsþing og landsþingsfulltrúar

Málsnúmer 2205036Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi frá Vali Rafn Halldórssyni f.h. Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 5. júlí 2022 varðandi framboðsfrest til formanns sambandsins.

Framboðsfrestur til formannskjörs er til og með 15. júlí og kjörgengir eru aðal- og varamenn í sveitarstjórn. Þeir sem ætla að bjóða sig fram er bent á að tilkynna með því að senda tölvupóst á samband@samband.is

Rétt til þátttöku í formannskosningu eiga landsþingsfulltrúar og skal rafræn kjörskrá liggja fyrir 20. júlí og vera byggð á kjörbréfum sem hafa borist frá sveitarfélögum fyrir 15. júlí. Það er því mikilvægt að kjörbréf berist sambandinu á samband@samband.is fyrir þann tíma.

Fundi slitið - kl. 16:45.