Bæjarráð Fjallabyggðar

748. fundur 27. júní 2022 kl. 16:00 - 17:45 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • S. Guðrún Hauksdóttir varaformaður, D lista
  • Guðjón M. Ólafsson formaður, A lista
  • Helgi Jóhannsson aðalmaður, H lista
Starfsmenn
  • Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála
Fundargerð ritaði: Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

1.Slökkvilið Fjallabyggðar - bifreiðakaup

Málsnúmer 2205041Vakta málsnúmer

Á 742. fundi bæjarráðs samþykkti bæjarráð að fela deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála að vinna viðauka í samræmi við framlögð gögn og leggja fyrir bæjarstjórn varðandi kaup á bifreið fyrir slökkvilið.

Lagður fram viðauki nr.12 við fjárhagsáætlun 2022 þar sem áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöðu er kr. 907.000.- og fjárfesting kr. 2.800.000.- vegna kaupa á bifreið fyrir slökkvilið.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Bæjarráð samþykkir framlagðan viðauka nr.12/2022 við fjárhagsáætlun 2022 að fjárhæð kr. 3.707.000.- og vísar honum til afgreiðslu bæjarstjórnar.

2.Samningur um lögfræðiþjónustu

Málsnúmer 2206067Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að samningi við Lögheimtuna ehf. / Pacta lögmenn um lögfræðiþjónstu fyrir Fjallabyggð.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Bæjarráð samþykkir drögin þó með þeim fyrirvara að samningurinn gildi um almenna þjónustu vegna daglegs rekstrar.

Sveitarfélagið vill áfram geta áskilið sér rétt til þess að leita annað með álit ef þurfa þykir.

3.Skipulag Hornbrekku - erindisbréf og fleira

Málsnúmer 2206074Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að erindisbréfi Stjórnar Hornbrekku dags. 5. maí 2022.
Vísað til umsagnar
Bæjarráð óskar eftir umsögn deildarstjóra félagsmáladeildar vegna erindisbréfsins.

4.Leyfi fyrir pramma við Leirutanga

Málsnúmer 2206015Vakta málsnúmer

Undir þessum lið sat Ármann V. Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar og kom hann inn á fundinn kl. 16:00.

Á 129. fundi Hafnarstjórnar Fjallabyggðar þann 15. júní 2022 var lagt fram erindi Unnars S. Hjaltasonar dags, 7. júní 2022 þar sem óskað er eftir, f.h. Nesnúps ehf., leyfi fyrir að staðsetja landgöngupramma á landfyllingu við norð-austanverðan Leirutanga eða annars vegar við hafnarkant svo pramminn verði ekki fyrir skemmdum, t.a.m. vegna veðurs.

Á 217. fundi bæjarstjórnar Fjallabyggðar samþykkti bæjarstjórn að vísa erindinu til frekari úrvinnslu bæjarráðs.
Vísað til umsagnar
Bæjarráð óskar eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar um málið ásamt tillögum að varanlegri lausn málsins.

5.Staða framkvæmda - yfirlit 2022

Málsnúmer 2203076Vakta málsnúmer

Undir þessum lið sat Ármann V. Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar.

Lagt fram til kynningar yfirlit um stöðu framkvæmda miðað við stöðu bókhalds þann 24. júní 2022.
Vísað til umsagnar
Bæjarráð lýsir yfir áhyggjum af því að einungis sé búið að framkvæma um 26% af framkvæmdaáætlun miðað við bókfærða stöðu.

Bæjarráð kallar jafnframt eftir greinargerð deildarstjóra tæknideildar um framkvæmdaáætlun ásamt tímasettri áætlun um útboð verkefna.

6.Trúnaðarmál

Málsnúmer 2206010Vakta málsnúmer

Niðurstaða bæjarráðs færð í trúnaðarbók.

7.Sundlaug Ólafsfirði, endurbætur búningsklefa

Málsnúmer 2201057Vakta málsnúmer

Undir þessum lið sat Ármann V. Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar.

Lagður fram tölvupóstur dags. 21. júní 2022 frá deildarstjóra tæknideildar þar sem fram kemur staðan á framkvæmdum í Íþróttamiðstöðinni á Ólafsfirði.
Lagt fram til kynningar
Bæjarráð harmar að opnun sundlaugarinnar hafi dregist. Miðað við framkomnar upplýsingar þá er áætluð opnun sundlaugarinnar fyrir lok mánaðarins og leggur bæjarráð áherslu á að staðið verið við þá dagsetningu.


Ármann V. Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar yfirgaf fundinn kl. 16:40.

8.Trúnaðarmál

Málsnúmer 2109025Vakta málsnúmer

Niðurstaða bæjarráðs færð í trúnaðarbók.

9.Stefnumótun í þremur málaflokkum.

Málsnúmer 2206056Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur Önnu G. Ólafsdóttur f.h. Innviðaráðuneytis dags. 20. júní 2022 varðandi erindi til sveitarstjórnar vegna stefnumótunar í þremur málaflokkum.

Innviðaráðuneytið hefur ýtt úr vör vinnu við endurskoðun stefnumótandi áætlunar í málefnum sveitarfélaga 2019-2033 og Landsskipulagsstefnu 2015 - 2026 ásamt því að móta nýja húsnæðisstefnu. Með hliðsjón af samþættingu áætlana innan ráðuneytisins fer gagnaöflun að hluta til fram sameiginlega vegna þessara þriggja áætlana.

Hér með er þess farið á leit að sveitarstjórnin veiti upplýsingar inn í svokallaðar grænbækur í málaflokkunum þremur með því að færa innlegg inn í þar til gert eyðublað á síðu stjórnarráðsins https://minarsidur.stjr.is/ eigi síðar en mánudaginn 31. júlí.
Bæjarráð felur deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála ásamt deildarstjóra tæknideildar að svara fyrir hönd sveitarfélagsins og leggja skal drögin fyrir bæjarráð áður en endanlegu svari er skilað inn til ráðuneytisins.

10.Góða skemmtun í sumar - átak

Málsnúmer 2206059Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá Tómasi Gíslasyni f.h. Neyðarlínunnar ohf.

Í tengslum við útihátíðir í sumar hefur Dómsmálaráðuneytið, Neyðarlínan og Ríkislögreglustjóri ýtt úr vör sameiginlegu átaki undir nafninu Góða skemmtun. Markmiðið er að minna fólk á hlutverk og þjónustu Neyðarlínunnar 112 og hvetja um leið til samstöðu almennings gegn hvers kyns ofbeldi á bæjar- og útihátíðum landsins í sumar.
Lagt fram til kynningar

11.Boð um þátttöku í sameiginlegu verkefni í Hringrásarhagkerfi

Málsnúmer 2206068Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Smára Jónasi Lúðvíkssyni verkefnastjóra umhverfismála hjá Samtökum sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE), dags. 22. júní 2022.

SSNE leggur það til að ráðist verði sameiginlega í þrjú verkefni þar sem niðurstaðan verði samræmd eða sameiginleg „samþykkt um meðhöndlun úrgangs“, samræmt útlit, uppsetning og einingar gjaldskráa sem standast kröfur borgað þegar hent er; BÞHE. Einnig að farið verði í sameiginlega vinnu við gerð samræmdra útboðsgagna fyrir sorphirðuþjónustu þannig að gögn byggi á sömu verklýsingum og ákvæðum þar sem það á við, þetta verkefni getu síðan leitt til frekara samstarfs einstakra sveitarfélaga ef þau kjósa svo.

Hér með óskar SSNE eftir afstöðu aðildarsveitarfélaga til eftirfarandi:
· Mun sveitarfélagið taka þátt í sameiginlegu verkefni um endurskoðun samþykkta um meðhöndlun úrgangs.
· Mun sveitarfélagið taka þátt í sameiginlegu verkefni um endurskoðun og samræmingu á uppsetningu gjaldskráa.
· Mun sveitarfélagið taka þátt í sameiginlegu verkefni um samræmda uppsetningu útboðsgagna.
Vísað til umsagnar
Bæjarráð felur deildarstjóra tæknideildar að vinna greinargerð um málið og leggja fram undir bæjarráð fyrir sumarleyfi.

12.Sápuboltinn Ólafsfirði

Málsnúmer 2206070Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Viktori Frey Elíssyni f.h. stjórnar Sápuboltans dags. 24. júní 2022 þar sem óskað er eftir styrk vegna leigu á Tjarnarborg og að skoðaður yrði sá möguleiki að bjóða upp á rútuferðir á milli byggðarkjarna.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir að styrkja Sápuboltann með afnotum af Tjarnarborg. Styrkurinn afmarkast við leiguafnot, annan kostnað verða forsvarsmenn Sápuboltans að bera.

Deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningamála er falið að útfæra í samráði við forsvarsfólks Sápuboltans.

13.Stjórn RARIK - fundur með sveitarstjórnarmönnum á Norðurlandi

Málsnúmer 2206071Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur frá Líney Sveinsdóttur f.h. Rarik dags. 24. júní 2022.

Þar sem fram kemur að stjórn Rarik ásamt forstjóra og framkvæmdastjórum mun ferðast um Norðurland dagana 24. - 26. ágúst nk.
Visað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð felur deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála að svara Rarik og tilkynna þátttöku sveitarfélagsins.

14.Bréf frá eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga - ársreikningur 2021

Málsnúmer 2206072Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga dags. 22. júní 2022, þar sem fram kemur að eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga hefur yfirfarið ársreikning sveitarfélagsins fyrir árið 2021.

Samkvæmt ársreikningi fyrir árið 2021 uppfyllir sveitarfélagið ekki lágmarksviðmið eftirlitsnefndar samkvæmt neðangreindri töflu.

Eftirlitsnefndin leggur áherslu á það við sveitarstjórn að nauðsynlegt sé að fara vel yfir fjárhagslegar forsendur sveitarfélagsins til að ná framangreindum lágmarksviðmiðum. Sveitarstjórn er jafnframt hvött
til að hafa samband við eftirlitsnefnd óski hún eftir upplýsingum eða leiðbeiningum.

Eftirlitsnefndin óskar eftir að bréfið verði lagt fyrir í sveitarstjórn til afgreiðslu.
Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar
Bæjarráð lýsir yfir áhyggjum að þróun rekstrarreiknings sveitarfélagsins. Ljóst er að við fjárhagsáætlunargerð næstu ára þarf að taka tillit til ábendinga Eftirlitsnefndarinnar.
Vísar bæjarráð ábendingunum til gerðar fjárhagsáætlunar næsta árs og gerð þriggja ára áætlunar.

15.Landsfundur um jafnréttismál sveitarfélaga

Málsnúmer 2206061Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá Jafnréttisstofu dags. 21. júní 2022 þar sem fram kemur að Landsfundur um jafnréttismál sveitarfélaga verði 15. september nk. í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri.
Lagt fram til kynningar

16.Ársskýrsla Persónuverndar fyrir árið 2021

Málsnúmer 2206073Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar ársskýrsla Persónuverndar fyrir árið 2021.
Lagt fram til kynningar

Fundi slitið - kl. 17:45.