Bæjarráð Fjallabyggðar

503. fundur 30. maí 2017 kl. 12:00 - 13:15 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Steinunn María Sveinsdóttir formaður, S lista
  • S. Guðrún Hauksdóttir varaformaður, D lista
  • Ríkharður Hólm Sigurðsson aðalmaður, S lista
  • Jón Valgeir Baldursson áheyrnarfulltrúi, B lista
Starfsmenn
  • Gunnar Ingi Birgisson bæjarstjóri
  • Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
Fundargerð ritaði: Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

1.Líkamsræktarstöð Ólafsfirði - staða framkvæmda

Málsnúmer 1705076Vakta málsnúmer

Undir þessum lið sat Ármann V. Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar.
Deildarstjóri tæknideildar upplýsti að verklok verði í júní.

2.Rekstrarsamningur Síldarminjasafn 2017-2018

Málsnúmer 1611078Vakta málsnúmer

Undir þessum lið vék Steinunn María Sveinsdóttir af fundi.

Lagður fram rekstrarsamningur við Síldarminjasafn Íslands ses. frá 01.01.2017 - 31.12.2018.
Bæjarráð samþykkir rekstrarsamninginn með áorðnum breytingum og felur bæjarstjóra að undirrita samninginn.

3.Starf deildarstjóra fræðslu- frístunda- og menningarmála

Málsnúmer 1705008Vakta málsnúmer

Fimm umsóknir bárust um stöðu deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála en umsóknarfrestur rann út 24. maí sl.
Umsækjendur eru:
Benjamín Bruno Pagel
Herbert Ingi Sigfússon
Ríkey Sigurbjörnsdóttir
Valdimar Hermannsson
Þorgils Gíslason

Einn umsækjandi Ríkey Sigurbjörnsdóttir, uppfyllti auglýst ráðningarskilyrði. Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra, varaformanni bæjarráðs og deildarstjóra félagsmáladeildar að ræða við Ríkeyju.

4.Undirskriftarlistar starfsmanna Hornbrekku

Málsnúmer 1705058Vakta málsnúmer

Undir þessum lið vék Jón Valgeir Baldursson af fundi.

Lagðir fram til kynningar undirskriftarlistar starfsmanna hjúkrunarheimilisins Hornbrekku, dags. 16. maí 2017.

5.Fjárhagsáætlun 2017 og 2018-2020

Málsnúmer 1609020Vakta málsnúmer

Á fundi bæjarráðs þann 15. nóvember 2016 var samþykkt að fresta afgreiðslu rekstrarstyrkjar til Félags um Þjóðlagasetur sr. Bjarna Þorsteinssonar á Siglufirði.

Bæjarráð samþykkir að veita félaginu rekstrarstyrk árið 2017 að upphæð 800.000 kr.

6.Erindi Þjóðlagaseturs varðandi dagskrá í setrinu um Verslunarmannahelgina

Málsnúmer 1705072Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Gunnsteini Ólafssyni fyrir hönd Þjóðlagasetursins þar sem boðist er til þess að vera með sérstaka dagskrá í setrinu um verslunarmannahelgina ef styrkur fæst frá Fjallabyggð.

Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við styrkbeiðninni.

7.Bókhaldsleg meðferð uppgjörs lífeyrisskuldbindinga í A-deild Brúar og umfjöllun um opinber fjármál

Málsnúmer 1705073Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar tillögur Sambands íslenskra sveitarfélaga að reglugerðarbreytingum til Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins vegna breytinga á lögum um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins og grein Karls Björnssonar framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga um opinber fjármál sem birtist í Vísbendingu, vikuriti um viðskipti og efnahagsmál, þann 18. maí 2017.

Bæjarráð samþykkir að óska eftir umsögn bæjarstjóra um þau áhrif sem breytingar á lífeyriskerfi opinberra starfsmanna og breyttar samþykktir fyrir A-deild Brúar munu hafa á Fjallabyggð.

8.Málefni Fairytale at sea verðandi aðstöðu félagsins í Ólafsfirði

Málsnúmer 1705071Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi forsvarsmanna Fairytale at sea dags. 18. maí 2017. Í erindinu er óskað eftir því að bætt verði við tveimur tengistykkjum við flotbryggju, að halli á rampi verði minnkaður í vesturhöfninni, aðgangi að köldu vatni í austurhöfninni, tveimur bekkjum við aðstöðugáminn og að ósinn að vatninu verði skoðaður svo hægt verði að sigla inn.

Bæjarráð felur hafnarstjóra að leggja fram minnisblað vegna málsins og frestar afgreiðslu.

9.Heilbrigðiseftirlit Norðurlands vestra - Ársreikningur 2016

Málsnúmer 1705069Vakta málsnúmer

Ársreikningur Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra fyrir árið 2016 lagður fram til kynningar.

10.Málþing um raforku á Norðurlandi

Málsnúmer 1705074Vakta málsnúmer

Eyþing, Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar og Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga standa fyrir málþingi um raforku á Norðurlandi miðvikudaginn 7. júní n.k. kl. 14.00 í Hofi, Akureyri.

Bæjarráð felur bæjarstjóra og varaformanni bæjarráðs að sækja málþingið.

11.Almenn atkvæðagreiðsla um Fræðslustefnu Fjallabyggðar

Málsnúmer 1705075Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi til bæjarstjórnar Fjallabyggðar frá Hildi Gyðu Ríkharðsdóttur, Kristjáni Haukssyni, Heimi Sverrissyni og Gunnlaugi Inga Haraldssyni dags. 19. maí 2017, þar sem tilkynnt er um fyrirhugaða undirskriftasöfnun vegna almennrar atkvæðagreiðslu um fræðslustefnu Fjallabyggðar.

12.Ársskýrsla og Ársreikningur Síldarminjasafns Íslands ses 2016

Málsnúmer 1705062Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar ársskýrsla og ársreikningur Síldarminjasafns Íslands ses. fyrir árið 2016.

13.Aðalfundur Málræktarsjóðs 13. júní 2017

Málsnúmer 1705063Vakta málsnúmer

Aðalfundur Málræktarsjóðs verður haldinn þriðjudaginn 13. júní nk. kl. 15:30 á Hótel Sögu.
Lagt fram til kynningar.

14.Til umsagnar - 289. mál frá Nefndasviði Alþingis

Málsnúmer 1705077Vakta málsnúmer

Allsherjar- og menntamálanefnd sendir til umsagnar frumvarp til laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins (brottfall kröfu um ríkisborgararétt), 289. mál.
Lagt fram til kynningar.

15.Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga - 2017

Málsnúmer 1701007Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 850. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 19. maí 2017.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 13:15.