Hafnarstjórn Fjallabyggðar

85. fundur 24. október 2016 kl. 17:00 - 18:25 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Ólafur Haukur Kárason formaður, S lista
  • Hilmar Þór Zophoníasson varaformaður, F lista
  • Margrét Ósk Harðardóttir aðalmaður, D lista
  • Ásgeir Logi Ásgeirsson aðalmaður, D lista
  • Sverrir Sveinsson áheyrnarfulltrúi, B lista
  • Árni Sæmundsson varamaður, F lista
Starfsmenn
  • Gunnar Ingi Birgisson bæjarstjóri
  • Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar
  • Þorbjörn Sigurðsson yfirhafnarvörður
Fundargerð ritaði: Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar

1.Aflatölur og aflagöld 2016

Málsnúmer 1602026Vakta málsnúmer

Afli í höfnum Fjallabyggðar 1/1 til 24/10 2016 og samanburður við sama tíma 2015.

2016 Siglufjörður 18739tonn í 1890 löndunum.
Ólafsfjörður 512tonn í 518 löndunum.

2015 Siglufjörður 19274tonn í 2158 löndunum.
2015 Ólafsfjörður 495tonn í 544 löndunum.

Aflinn er 518 tonnum minni 2016 en á sama tíma 2015 í höfnum Fjallabyggðar.

2.Fjárhagsáætlun 2017 og 2018-2020

Málsnúmer 1609020Vakta málsnúmer

Hafnarstjóri fór yfir tillögu að fjárhagsáætlun 2017.

Hafnarstjórn samþykkir að vísa tillögunni til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

3.Gjaldskrár 2017

Málsnúmer 1610003Vakta málsnúmer

Hafnarstjóri fór yfir drög að gjaldskrá Hafnarsjóðs fyrir árið 2017.

Hafnarstjórn vísar erindinu til næsta fundar til afgreiðslu.

4.Rekstraryfirlit ágúst 2016

Málsnúmer 1610045Vakta málsnúmer

Lagt fram rekstraryfirlit fyrir tímabilið 1.1. - 31.8. 2016.

5.Koma skemmtiferðaskipa á Siglufjörð 2017

Málsnúmer 1608002Vakta málsnúmer

33 skemmtiferðaskip hafa nú þegar bókað komu sína til Fjallabyggðahafna á árinu 2017.

Hafnarstjórn fagnar mikilli fjölgun á komum skemmtiferðaskipa til Fjallabyggðahafna sem rekja má m.a. til stórbættrar aðstöðu á hafnasvæðinu.

6.Hafnasambandsþing 2016 - Ísafirði

Málsnúmer 1605017Vakta málsnúmer

Hafnasambandsþing 2016 var haldið á Ísafirði 13-14 október. Ásgeir Logi Ásgeirsson sótti þingið fyrir hönd Hafnarstjórnar Fjallabyggðar.

7.Stefnumörkun Hafnasambands Íslands - til umsagnar

Málsnúmer 1608036Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar. Málið var tekið fyrir á Hafnasambandsþingi.

8.Sérstakt strandveiðigjald til hafna

Málsnúmer 1610052Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

9.Fundargerðir Hafnasambands Íslands - 2016

Málsnúmer 1601007Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:25.