Bæjarstjórn Fjallabyggðar

124. fundur 25. nóvember 2015 kl. 17:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
 • Ríkharður Hólm Sigurðsson forseti bæjarstjórnar, F-lista
 • Steinunn María Sveinsdóttir 1. varaforseti bæjarstjórnar, S-lista
 • S. Guðrún Hauksdóttir 2. varaforseti bæjarstjórnar, D-lista
 • Sólrún Júlíusdóttir bæjarfulltrúi, B lista
 • Helga Helgadóttir bæjarfulltrúi, D lista
 • Kristinn Kristjánsson bæjarfulltrúi, F lista
 • Hilmar Þór Elefsen bæjarfulltrúi, S lista
 • Gunnar Ingi Birgisson bæjarstjóri
 • Ólafur Þór Ólafsson deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Ólafsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála
Ríkharður Hólm Sigurðsson, forseti bæjarstjórnar setti fundinn og bauð viðstadda velkomna til fundar.

Allir aðalfulltrúar voru mættir.

1.Bæjarráð Fjallabyggðar - 419. fundur - 17. nóvember 2015

Málsnúmer 1511008FVakta málsnúmer

 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 419. fundur - 17. nóvember 2015 123. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar, 11 nóvember 2015, samþykkti að vísa fjárhagsáætlun 2016 og 2017 - 2019, til umfjöllunar í bæjarráði og síðari umræðu í bæjarstjórn.

  a) Lagt fram minnisblað Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna þjóðhagsspár í nóvember 2015.

  Bæjarráð samþykkir að taka mið af breyttri spá við áætlunargerð.

  b) Ofanflóðasjóðslán
  Vegna framkvæmda við ofanflóðavarnir samþykkir bæjarráð að gera ráð fyrir lántökum þeirra vegna við áætlunargerð.

  c) Breyting á launaáætlun vegna launatengdra gjalda, námsmats- og kjarabreytinga.
  Bæjarráð samþykkir að taka breyttar forsendur inn í áætlunargerð.

  d) Móttaka gesta
  Bæjarráð samþykkir breytingu á áætlun vegna móttöku gesta 2016 og 2018.

  e) Erindi hundafélagsins Trölla.
  Búið er að samþykkja úthlutun á hundasvæði við sunnanverðan endann á gamla flugvellinum við Mummavatnið í Ólafsfirði.
  Bæjarráð gerir ekki ráð fyrir fjármagni á fjárhagsáætlun 2016 fyrir girðingu á hundasvæði.

  f) Skógræktarfélag
  Bæjarráð samþykkir rekstrarstyrk að upphæð 200 þúsund kr.

  g) FM-Trölli.is samstarf
  Bæjarráð samþykkir samstarfsstyrk að upphæð 50 þúsund kr.

  h) Jassklúbbur Ólafsfjarðar - viðskiptaskuld
  Bæjarráð hafnar niðurfellingu viðskiptaskuldar.

  i) Rökstólar - samvinnumiðstöð
  Bæjarráð telur sig ekki geta styrkt þetta verkefni fjárhagslega.

  j) Veraldarvinir
  Bæjarráð samþykkir samstarf við Veraldavini að upphæð 610 þúsund kr.

  k) Dagvist aldraðra
  Bæjarráð samþykkir framlag til dagvistar aldraðra í Hornbrekku að upphæð 2 millj. kr.

  l) Opnunartími sundlaugar á Siglufirði á sunnudögum yfir vetrartímann.
  Bæjarráð samþykkir vetraropnun sundlaugar á Siglufirði á sunnudögum.

  m) Samstarf við HSN - heimahjúkrun
  Bæjarráð samþykkir að veita einni milljón kr. til samstarfs við Heilbrigðisstofnun Norðurlands um samþættingu heimahjúkrunar.

  Bæjarráð vísar ofangreindum breytingum til áætlunargerðar.
  Bókun fundar Til máls tók S. Guðrún Hauksdóttir.
  Afgreiðsla 419. fundar bæjarráðs staðfest á 124. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 419. fundur - 17. nóvember 2015 123. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar, 11. nóvember 2015, vísaði fundargerð 9. fundar ungmennaráðs frá 4. nóvember 2015, til bæjarráðs.

  Eftirfarandi dagskrárliðir fundargerðar voru teknir til umræðu:


  1511003 - Framtíðarhúsnæði Neon
  Varðandi framtíðarhúsnæði Neons, hvetur bæjarráð ungmennaráð til að gera könnun á meðal notenda.


  1410049 - Kvikmyndasýningar í Tjarnarborg
  Varðandi kvikmyndasýningar, þá gerir bæjarráð ekki ráð fyrir kvikmyndasýningum í Tjarnarborg í fjárhagsáætlun fyrir árið 2016.

  1511002 - Líkamsrækt, Siglufirði
  Bæjarráð óskar eftir úttekt íþrótta- og tómstundafulltrúa á tækjakosti líkamsræktarstöðvanna í Fjallabyggð.
  Bókun fundar Afgreiðsla 419. fundar bæjarráðs staðfest á 124. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 419. fundur - 17. nóvember 2015 Lagt fram til kynningar yfirlit staðgreiðslu útsvars fyrir tímabilið 1. janúar 2015 til 31. október 2015.

  Bókfærð upphæð er 3,7% hærri en tímabilsáætlun gerir ráð fyrir, 790,4 millj. en áætlun gerði ráð fyrir 762,6 millj.
  Bókun fundar Afgreiðsla 419. fundar bæjarráðs staðfest á 124. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 419. fundur - 17. nóvember 2015 123. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar, 11. nóvember 2015, vísaði þessu máli til bæjarráðs.

  Tekin til umræðu skipulag og staða hátíðarhalda í Fjallabyggð.

  Bæjarráð leggur til að haldinn verði fundur markaðs- og menningarnefndar með forsvarsmönnum hátíða sem haldnar eru í Fjallabyggð.
  Bæjarráð felur markaðs- og menningarfulltrúa skipulag fundarins.
  Bókun fundar Afgreiðsla 419. fundar bæjarráðs staðfest á 124. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 419. fundur - 17. nóvember 2015 Á 418. fundi bæjarráðs, 9. nóvember 2015, var óskað eftir kostnaðaráætlun frá íþrótta- og tómstundafulltrúa, fyrir næsta fund bæjarráðs við hugsanlega móttöku Veraldarvina.

  Kostnaðaráætlun lögð fram.

  Bæjarráð samþykkir að taka upp samstarf við Veraldarvini 2016 þar sem lagaðar og stikaðar yrðu gönguleiðir og fjörur í bæjarfélaginu hreinsaðar.

  Bæjarráð felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að skipuleggja verkefnið í samstarfi við Veraldarvini, verkstjóra Þjónustumiðstöðvar og deildarstjóra tæknideildar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 419. fundar bæjarráðs staðfest á 124. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 419. fundur - 17. nóvember 2015 Lagður fram til kynningar tölvupóstur Lindsey Halvorson frá 3. nóvember sl., varðandi verkefnið "I AM PRO SNOW".

  Bæjarráð felur bæjarstjóra að undirrita áskorun vegna verkefnisins.
  Bókun fundar Afgreiðsla 419. fundar bæjarráðs staðfest á 124. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 419. fundur - 17. nóvember 2015 Lögð fram til kynningar áskorun Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda á bæjarstjórn Fjallabyggðar, um að styðja fjárhagslega við að hægt verði að reka bíóhús og hefja kvikmyndasýningar að nýju í Fjallabyggð. Bókun fundar Afgreiðsla 419. fundar bæjarráðs staðfest á 124. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 419. fundur - 17. nóvember 2015 Lagt fram til kynningar erindi um fyrirhugaða ráðstefnu 31. maí til 3. júní 2016. Bókun fundar Afgreiðsla 419. fundar bæjarráðs staðfest á 124. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 419. fundur - 17. nóvember 2015 Lögð fram til kynningar styrkbeiðni frá verkefnisstjóra Snorraverkefnisins 2016, dagsett 30. október 2015.
  Bæjarráð sér sér ekki fært að styrkja verkefnið.
  Bókun fundar Afgreiðsla 419. fundar bæjarráðs staðfest á 124. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 419. fundur - 17. nóvember 2015 Á fund bæjarráðs mætti leikskólastjóri Olga Gísladóttir.

  Tekið fyrir erindi Bryndísar Þorsteinsdóttur um að kannað verði hvort hægt sé að koma börnum sem fædd eru í apríl og maí 2015 fyrr inn á leikskólann Leikskála, en í ágúst 2016.

  Því miður leyfa aðstæður ekki innritun barna að vori. Leikskólinn er fullsetinn og ákveðnar eru framkvæmdir við leikskólann til að mæta aukinni eftirspurn.
  Bókun fundar Afgreiðsla 419. fundar bæjarráðs staðfest á 124. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

2.Bæjarráð Fjallabyggðar - 420. fundur - 20. nóvember 2015

Málsnúmer 1511009FVakta málsnúmer

 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 420. fundur - 20. nóvember 2015 123. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar, 11 nóvember 2015, samþykkti að vísa fjárhagsáætlun 2016 og 2017 - 2019, til umfjöllunar í bæjarráði og síðari umræðu í bæjarstjórn.

  Bæjarstjóri gerði grein fyrir breytingum frá fyrri umræðu.

  a) Upplýsingamiðstöð - lengdur opnunartími.
  Bæjarráð frestar afgreiðslu til næsta fundar.

  b) Gjaldskrá Héraðsskjalasafns.
  Bæjarráð samþykkir tillögu að gjaldskrá.

  Bæjarráð vísar breytingum til áætlunargerðar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 420. fundar bæjarráðs staðfest á 124. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

3.Bæjarráð Fjallabyggðar - 421. fundur - 24. nóvember 2015

Málsnúmer 1511010FVakta málsnúmer

 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 421. fundur - 24. nóvember 2015 123. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar, 11 nóvember 2015, samþykkti að vísa fjárhagsáætlun 2016 og 2017 - 2019, til umfjöllunar í bæjarráði og síðari umræðu í bæjarstjórn.

  Bæjarstjóri gerði grein fyrir breytingum frá fyrri umræðu.

  a) Upplýsingamiðstöð - lengdur opnunartími.
  Bæjarráð samþykkir að opnunartími upplýsingamiðstöðva í Fjallabyggð breytist virka daga á tímabilinu 1. júní til 31. ágúst og verði frá 09 til 17.

  b) Tjarnarborg - hljóðkerfi
  Hljóðkerfi í Tjarnarborg hafi verið yfirfarið, lagað og er í fínu standi m.a. til funda- og ráðstefnuhalds.

  Bæjarráð samþykkir að vísa framkomnum breytingum til síðari umræðu í bæjarstjórn 25. nóvember 2015.
  Bókun fundar Afgreiðsla 421. fundar bæjarráðs staðfest á 124. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 421. fundur - 24. nóvember 2015 Í bréfi Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis, dagsett 18. nóvember 2015, kemur fram að ráðuneytið hafi tekið afstöðu til óska Fjallabyggðar um sérreglur fyrir byggðakvóta fiskveiðiársins 2015/2016. Fallist er á þær allar, utan lokamálsgreinar í tillögum, en þar er óskað undanþágu frá því að landa tvöföldum byggðakvóta til vinnslu innan sveitarfélagins, samkvæmt 6. grein reglugerðarinnar.

  Beiðni um undanþágu frá tvöföldun á löndun byggðakvótans til vinnslu innan sveitarfélagsins er hafnað.

  Lagt fram til kynningar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 421. fundar bæjarráðs staðfest á 124. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 421. fundur - 24. nóvember 2015 Á 411. fundi bæjarráðs, frá 6. nóvember 2015, var lögð fram til kynningar ályktun stjórnar Heimilis og skóla þar sem farið var fram á það við sveitarfélög landsins, að gervigrasvellir sem þaktir eru gúmmíkurli úr dekkjum verði endurnýjaðir í ljósi upplýsinga um að dekkjakurl á fótboltavöllum innihaldi krabbameinsvaldandi efni.
  Bæjarráð óskaði eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar.

  Á fund bæjarráðs mætti deildarstjóri tæknideildar Ármann Viðar Sigurðsson og fór yfir umsögn sína.

  Þar kemur m.a. fram að tveir gervigrasvellir eru í Fjallabyggð. Báðir vellirnir eru með "Sportsfill SBR 0,8 - 2,5" gúmmíkurli úr dekkjum og var gúmmíið endurnýjað árið 2014. Lagt er til að sett verði nýtt kurl í vellina sem uppfyllir allar kröfur og grasinu verði skipt út eftir tíu ár. Kostnaður við að skipta út kurli er um 330 þús. hver völlur. Kostnaður við að skipta út grasinu er á bilinu 3,7 - 4,5 milljónir hver völlur.

  Bæjarráð samþykkir að sett verði nýtt kurl á gervigrasvelli Fjallabyggðar 2016.
  Bókun fundar Afgreiðsla 421. fundar bæjarráðs staðfest á 124. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 421. fundur - 24. nóvember 2015 Á fund bæjarráð mætti deildarstjóri fjölskyldudeildar, Hjörtur Hjartarson.

  Tekin til umfjöllunar beiðni forstöðumanns Hornbrekku
  um sérstakt framlag vegna dagvistar aldraðra í Ólafsfirði.

  Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra fjölskyldudeildar og bæjarstjóra að taka upp viðræður við forstöðumann Hornbrekku.
  Bókun fundar Til máls tók Helga Helgadóttir.
  Afgreiðsla 421. fundar bæjarráðs staðfest á 124. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • 3.5 1511047 Viðhald mannvirkja
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 421. fundur - 24. nóvember 2015 Á fund bæjarráðs mætti deildarstjóri tæknideildar, Ármann Viðar Sigurðsson og fór yfir stöðu viðhaldsverkefna 2015.

  Yfirlit lagt fram.
  Bókun fundar Afgreiðsla 421. fundar bæjarráðs staðfest á 124. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 421. fundur - 24. nóvember 2015 Á fund bæjarráðs mætti deildarstjóri tæknideildar, Ármann Viðar Sigurðsson.

  Farið var yfir erindi stjórnar hestamannafélagsins Gnýfara um að breyta reiðgötu í veg og ábending vegna 5. greinar girðingarlaga 2001 nr. 135 um rétt umráðamanns lands til þess að sá eða þeir sem land eiga að fyrirhuguðu girðingarstæði greiði girðingarkostnað að jöfnu að tiltölu við lengd girðingar fyrir landi hvers og eins.

  Bæjarráð óskar eftir kostnaðarmati deildarstjóra tæknideildar á erindi Gnýfara.
  Bókun fundar Afgreiðsla 421. fundar bæjarráðs staðfest á 124. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 421. fundur - 24. nóvember 2015 Ríkisstjórn Íslands hefur ákveðið, að tillögu forsætisráðherra, að fela iðnaðar- og viðskiptaráðherra að hefja undirbúning að stofnun Markaðsþróunarsjóðs og Áfangastaðasjóðs með það að markmiði að koma á reglulegu millilandaflugi um aðra flugvelli en Keflavík.

  Bæjarráð fagnar ákvörðun Ríkisstjórnar Íslands.
  Bókun fundar Afgreiðsla 421. fundar bæjarráðs staðfest á 124. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 421. fundur - 24. nóvember 2015 Velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um stefnu og aðgerðaáætlun í geðheilbrigðismálum til fjögurra ára, 338. mál.

  Lagt fram til kynningar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 421. fundar bæjarráðs staðfest á 124. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 421. fundur - 24. nóvember 2015 Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um tekjustofna sveitarfélaga (sérstakt framlag úr Jöfnunarsjóði), 263. mál. Vakin er athygli á lengri umsagnarfresti til 30. nóvember nk.. Bókun fundar Afgreiðsla 421. fundar bæjarráðs staðfest á 124. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 421. fundur - 24. nóvember 2015 Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar ALMEY
  haldinn á Lögreglustöð Akureyrar mánudaginn 12. október 2015.
  Bókun fundar Afgreiðsla 421. fundar bæjarráðs staðfest á 124. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

4.Fjárhagsáætlun 2016 og 2017-2019

Málsnúmer 1505055Vakta málsnúmer

Síðari umræða um fjárhagsáætlun.
Bæjarstjóri kynnti tillögu að fjárhagsáætlun 2016 og 2017-2019.

Reiknað er með eftirfarandi forsendum:
1. Hækkun launa um 8% á milli ára.
2. Hækkun staðgreiðslu útsvars 8,9% á milli ára samkv. spá Samb. ísl. sveitarfélaga.
3. Óbreytt útsvar 14,48% og óbreytt álagningarprósenta fasteignagjalda.
4. Hækkun þjónustugjalda á milli ára er almennt 4,5%.
5. Miðað er við verðbólgu samkvæmt þjóðhagsspá.

Rekstrarafgangur A hluta, Aðalsjóðs, Eignasjóðs og Þjónustumiðstöðvar er áætlaður 125 milljónir kr.
Rekstrarafgangur A og B hluta er áætlaður 227 milljónir kr.

Veltufé frá rekstri er 451 milljón kr. eða 20,4%.
Fjárfestingar næsta árs eru áætlaðar 420 milljónir kr. og afborganir langtímakrafna 72 milljónir.

Skuldahlutfall Fjallabyggðar verður 35,8% án lífeyrisskuldbindinga en ríflega 79% með þeim meðtöldum.
Ef handbært fé frá rekstri færi til greiðslu langtímaskulda og lífeyrisskuldbindinga tæki það þrjú og hálft ár að greiða þær upp.

Eiginfjárhlutfall verður 58%.
Veltufjárhlutfall verður 1,64 og handbært fé í árslok 2016 verður 179 milljónir kr.

Stærsti málaflokkurinn í rekstri er fræðslu- og uppeldismál með 709 milljónir kr.

Til máls tóku S. Guðrún Hauksdóttir, Steinunn María Sveinsdóttir, Helga Helgadóttir, Kristinn Kristjánsson, Sólrún Júlíusdóttir, Hilmar Elefsen og Ríkharður Hólm Sigurðsson.

Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum tillögu að fjárhagsáætlun 2016 og 2017 - 2019.

Fundi slitið.