Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar

22. fundur 03. nóvember 2015 kl. 17:30 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Sæbjörg Ágústsdóttir formaður, S lista
  • Guðný Kristinsdóttir varaformaður, F lista
  • Hilmar Þór Hreiðarsson aðalmaður, F lista
  • Hjördís Hanna Hjörleifsdóttir aðalmaður, D lista
  • Steingrímur Ó. Hákonarson aðalmaður, D lista
  • Ólafur Guðmundur Guðbrandsson áheyrnarfulltrúi, B lista
  • Hjörtur Hjartarson deildarstjóri fjölskyldudeildar
Fundargerð ritaði: Hjörtur Hjartarson deildarstjóri fjölskyldudeildar

1.Rekstraryfirlit ágúst 2015

Málsnúmer 1510030Vakta málsnúmer

Lagt fram rekstraryfirlit fyrstu átta mánuði ársins.
Fræðslu- og uppeldismál: Rauntölur, 421.131.017 kr. Áætlun, 437.374.800 kr. Mismunur; 16.243.783 kr.
Æskulýðs- og íþróttamál: Rauntölur, 161.489.047 kr. Áætlun, 163.531.200 kr. Mismunur; 2.042.153 kr.

2.Fjárhagsáætlun 2016 og 2017-2019

Málsnúmer 1505055Vakta málsnúmer

Á fundinn mættu: Magnús G. Ólafsson skólastjóri Tónskóla Fjallabyggðar, Olga Gísladóttir skólastjóri Leikskóla Fjallabyggðar, Jónína Magnúsdóttir skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar og Haukur Sigurðsson íþrótta- og tómstundafulltrúi.
Deildarstjóri fjölskyldudeildar ásamt skólastjórum og íþrótta- og tómstundafulltrúa fóru yfir tillögu að fjárhagsáætlun 2016 fyrir málaflokkana fræðslumál og íþrótta- og æskulýðsmál.
Íþrótta- og tómstundafulltrúi lagði fram tillögu að opnunartíma Íþróttamiðstöðvar frá og með 20. nóvember. Nefndin samþykkir tillögu um opnunartímann fyrir sitt leyti.
Fræðslu- og frístundanefnd samþykkir að vísa tillögu að fjárhagsáætlun 2016 til bæjarráðs.

3.Gjaldskrár 2016

Málsnúmer 1509094Vakta málsnúmer

Á fundinn mættu: Magnús G. Ólafsson skólastjóri Tónskóla Fjallabyggðar, Olga Gísladóttir skólastjóri Leikskóla Fjallabyggðar, Jónína Magnúsdóttir skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar og Haukur Sigurðsson íþrótta- og tómstundafulltrúi.
Grunnskóli Fjallabyggðar:
Lagt er til að gjaldskrá grunnskólans hækki almennt um 4,5% frá og með 1. janúar 2016 að undanskilinni leigu á íþróttasal, þar sem lagt er til að gjaldið verði lækkað úr kr. 7000 í kr. 4500.
Leikskóli Fjallabyggðar:
Lagt er til að leikskólagjald hækki um 5% og fæðisgjald um 10% frá og með 1. janúar 2016.
Tónskóli Fjallabyggðar:
Skólagjöld Tónskólans eru umtalsvert lægri en gengur og gerist hjá sambærilegum skólum.
Fræðslu- og frístundanefnd leggur til að gjaldskrá Tónskóla Fjallabyggðar verði hækkuð til samræmis við skólagjöld Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar.
Íþróttamiðstöð Fjallabyggðar:
Lagt er til að gjaldskrá Íþróttamiðstöðvar hækki um 4,5% frá og með 1. janúar 2016.
Fræðslu- og frístundanefnd samþykkir að vísa tillögum að gjaldskrám til bæjarráðs.

4.Styrkumsóknir 2016 - Frístundamál

Málsnúmer 1510020Vakta málsnúmer

Farið yfir fyrirliggjandi umsóknir um styrki til frístunda- og fræðslumála.
Fræðslu- og frístundanefnd samþykkir að vísa tillögum um styrkveitingu til bæjarráðs.

5.Umsókn um leikskóladvöl utan lögheimilissveitarfélags

Málsnúmer 1510028Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn um leikskóladvöl utan lögheimilissveitarfélags fyrir skólaárið 2015-2016.
Samþykkt.

6.Umsókn um leikskóadvöl utan lögheimilissveitarfélags

Málsnúmer 1510029Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn um leikskóladvöl utan lögheimilissveitarfélags fyrir skólaárið 2015-2016.
Samþykkt.

7.Niðurstöður könnunar um vinnumat og gæslu

Málsnúmer 1510094Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

8.Ungt fólk 2015,5. - 7. bekkur

Málsnúmer 1510095Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið.