Bæjarráð Fjallabyggðar

418. fundur 09. nóvember 2015 kl. 15:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Steinunn María Sveinsdóttir formaður, S lista
  • Kristinn Kristjánsson varaformaður, F lista
  • Helga Helgadóttir aðalmaður, D lista
  • Jón Valgeir Baldursson varaáheyrnarfulltrúi, B lista
  • Gunnar Ingi Birgisson bæjarstjóri
  • Ólafur Þór Ólafsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Ólafsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

1.Veraldarvinir - ósk um samstarf á árinu 2016

Málsnúmer 1510010Vakta málsnúmer

Umsögn íþrótta- og tómstundafulltrúa lögð fram.

Bæjarráð óskar eftir kostnaðaráætlun við hugsanlega móttöku frá íþrótta- og tómstundafulltrúa, fyrir næsta fund bæjarráðs. Samráð skal haft við deildarstjóra tæknideildar og verkstjóra Þjónustumiðstöðvar.

2.Útboð á vátryggingum Fjallabyggðar

Málsnúmer 1408008Vakta málsnúmer

Lögð fram útboðslýsing vegna vátrygginga Fjallabyggðar.

Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi útboðsgögn.

3.Viðaukar við fjárhagsáætlun 2015 og 2016 - 2018

Málsnúmer 1501046Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að viðauka nr. 6.
Rekstrartekjur aukast um 37,8 millj. og efnahagur breytist vegna framkvæmda að upphæð 29,7 millj.

Bæjarráð samþykkir að vísa tillögu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

4.Launayfirlit tímabils 2015

Málsnúmer 1504016Vakta málsnúmer

Lagt fram mánaðarlegt launayfirlit fyrir janúar til október 2015.

Niðurstaðan fyrir heildina er 827,9 m.kr. sem er 95,9% af áætlun tímabilsins sem var 863,5 m.kr.
Sumar deildir eru yfir áætlun tímabilsins samtals um 8,7 m.kr. á móti öðrum deildum sem eru undir áætlun, samtals um 44,4 m.kr.

Nettóniðurstaða er því 35,6 m.kr. undir áætlun tímabilsins.

5.Styrkumsóknir 2016 - Frístundamál

Málsnúmer 1510020Vakta málsnúmer

Farið yfir styrkumsóknir.

Bæjarráð samþykkir tillögu að styrkjum og vísar til afgreiðslu bæjarstjórnar.

6.Styrkumsóknir 2016 - Menningarmál

Málsnúmer 1510019Vakta málsnúmer

Farið yfir styrkumsóknir.

Bæjarráð samþykkir tillögu að styrkjum og vísar til afgreiðslu bæjarstjórnar.r

7.Styrkumsóknir 2016 - Ýmis mál

Málsnúmer 1510021Vakta málsnúmer

Farið yfir styrkumsóknir.

Bæjarráð samþykkir tillögu að styrkjum og vísar til afgreiðslu bæjarstjórnar.

8.Fjárhagsáætlun 2016 og 2017-2019

Málsnúmer 1505055Vakta málsnúmer

Farið yfir afgreiðslur nefnda um fjárhagsáætlun.

Markaðs- og menningarnefnd leggur til að skoðað verði að keyptir verði milliveggir (þilveggir) í sal Ráðhúss Fjallabyggðar sem hýsir listaverkasýningar til að auka á notagildi salarins.

Bæjarráð gerir ekki ráð fyrir fjármagni til kaupa á þilveggjum.

Varðandi rekstur Tjarnarborgar leggur markaðs- og menningarnefnd til að tryggt verði fjármagn til kaupa á hljóðkerfi í Menningarhúsið Tjarnarborg við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2016.

Meirihluti bæjarráðs gerir ekki ráð fyrir fjármagni til kaupa á hljóðkerfi fyrr en 2017. Á næsta ári verður haldið áfram með nauðsynlegar endurbætur á húsinu og á m.a. að endurnýja þak vegna leka og glugga.

Helga Helgadóttir og Jón Valgeir Baldursson óska að bókað sé að þau taki undir tillögu markaðs- og menningarnefndar um kaup á hljóðkerfi í Tjarnarborg.
Jafnframt er óskað eftir kostnaðarmati á hljóðkerfi til fundar- og ráðstefnuhalds.

Atvinnumálanefnd lagði til við bæjarráð að 1 milljón verði sett í styrki til nýsköpunar og að auki 500.000 kr. til að standa fyrir öðru atvinnumálaþingi.

Bæjarráð samþykkir tillögu atvinnumálanefndar.

Undir þessum lið var fjallað um tillögur ungmennaráðs.
Bæjarráð þakkar ábendingarnar.

Bæjarráð samþykkir að vísa drögum að fjárhagsáætlun 2016 og 2017-2019 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

9.Endurbygging Bæjarbryggju á Siglufirði

Málsnúmer 1505028Vakta málsnúmer

Þriðjudaginn 3.nóvember 2015 kl. 14:15 voru á skrifstofu Vegagerðarinnar og skrifstofu Fjallabyggðar opnuð tilboð í endurbyggingu Bæjarbryggju á Siglufirði.
Útboðið var opið og auglýst í Framkvæmdafréttum Vegagerðarinnar og í Morgunblaðinu.
Engar athugasemdir við framkvæmd útboðs bárust fyrir opnun tilboða.

Eftirtalin tilboð bárust:

Bjóðandi: Tilboðsupphæð - %hlutfall af kostn.áætl

Ísar ehf. 175.777.000,- 105%
ÍAV ehf. 240.750.250,- 144%
AK Flutningar 319.963.620,- 192%
Venus 350.463.220,- 210%
Áætlaður verktakakostnaður 166.832.500,- 100%

Tilboðin hafa verið yfirfarin og leiðrétt eftir því sem við á. Vegagerðin leggur til að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda og að bindandi samningur verði gerður að liðnum 10 dögum frá dagsetningu þessa bréfs.

Bæjarráð samþykkir að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda.

10.Árleg hlutafjáraukning

Málsnúmer 1511023Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Greiðrar leiðar ehf., dagsett 6. nóvember 2015, vegna árlegrar hlutafjáraukningar, í tengslum við Vaðlaheiðargöng hf.

Þar sem Höldur efh. og Auðhumla svf. eru tilbúin að skrifa sig fyrir 1,1 millj. kr. í hlutafé leggur bæjarráð til að Fjallabyggð falli frá forkaupsrétti á 1,1 millj. kr. í Greiðri leið ehf.

11.Lykiltölur sveitarfélaga og innheimta vanskilakrafna

Málsnúmer 1511007Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi frá Motus um greiningu á lykiltölum varðandi innheimtu vanskilakrafna, Fjallabyggð að kostnaðarlausu.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að ræða við Motus.

12.Fundargerðir stjórnar Hornbrekku - 2015

Málsnúmer 1502133Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Hornbrekku frá 13. október 2015.

13.Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga - 2015

Málsnúmer 1501008Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð frá 30. október 2015. Einnig var lagt fram skjal með áætluðum dagsetningum funda stjórnar sambandsins á árinu 2016 ásamt dagsetningum á helstu fundum og ráðstefnum sem tímasettar hafa verið.

Fundi slitið.