Hafnarstjórn Fjallabyggðar

82. fundur 03. ágúst 2016 kl. 17:00 Ólafsvegi 4, Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Ólafur Haukur Kárason formaður, S lista
  • Margrét Ósk Harðardóttir aðalmaður, D lista
  • Ásgeir Logi Ásgeirsson aðalmaður, D lista
  • Sverrir Sveinsson áheyrnarfulltrúi, B lista
  • Árni Sæmundsson varamaður, F lista
  • Gunnar Ingi Birgisson bæjarstjóri
  • Þorbjörn Sigurðsson yfirhafnarvörður
  • Andri Þór Andrésson tæknifulltrúi
Fundargerð ritaði: Andri Þór Andrésson tæknifulltrúi

1.Endurbygging Bæjarbryggju á Siglufirði

Málsnúmer 1505028Vakta málsnúmer

a) Tilboð í raflagnir á Bæjarbryggju/Hafnarbryggju.
Eftirfarandi tilboð bárust í raflagnir:

Raffó ehf. = 16.640.679 kr.

Tengill ehf., Sauðárkróki = 12.863.909 kr.

Kostnaðaráætlun hljóðar upp á = 19.365.143 kr.

Hafnarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti að ganga til samninga við lægstbjóðanda og felur hafnarstjóra úrvinnslu málsins.

b) Tilboð í veituhús og lagnir á Hafnarbryggju.
Tilboð voru opnuð í verkið "Lagnir og veituhús á Bæjarbryggju, Siglufirði", 12 júlí kl. 14:00.
Eftirfarandi tilboð bárust:
Sölvi Sölvason ehf. 26.917.300,-
Kostnaðaráætlun 24.550.600,-
Í kostnaðaráætlun var villa í einum lið um 1.000.000 og rétt kostnaðaráætlun er því 25.550.600,-.
Siglingasvið Vegagerðarinnar samþykkti tilboðið fyrir sitt leyti.
455. fundur bæjarráðs, 13. júlí 2016, samþykkti að taka tilboði Sölva Sölvasonar ehf. fh. hafnarsjóðs.

Lagt fram til kynningar.

c) Dýpkun við Bæjarbryggju.

Hafnarstjórn væntir þess að dýpkun hefjist sem fyrst.

d) Verkfundargerð nr. 9
Fundargerð 9. verkfundar, 13. júní 2016, um endurbyggingu bæjarbryggju lögð fram til kynningar.

Lagt fram til kynningar.

2.Koma skemmtiferðaskipa á Siglufjörð 2017

Málsnúmer 1608002Vakta málsnúmer

Hafnarstjóri upplýsti að búið er að bóka bryggjupláss fyrir 9 komur Ocean Diamonds til Siglufjarðar 2017.

Lagt fram til kynningar.

3.Heimtaug á höfninni - Verðskrá fyrir tengigjöld rafmagns

Málsnúmer 1607047Vakta málsnúmer

Á 459. fundi bæjarráðs, 2. ágúst 2016, upplýsti bæjarstjóri/hafnarstjóri um viðræður við Rarik um heimtaug að höfninni í tengslum við endurbyggingu bæjarbryggju á Siglufirði.
Að mati Rarik þarf Fjallabyggð að útvega húsnæði fyrir spennistöð þannig að hægt verði að afhenda rafmagn með 630A heimtaug að höfninni.
Veituhúsið hefur verið stækkað frá hefðbundinni hönnun með það í huga að hægt sé að koma þar fyrir spenni frá Rarik.

Hafnarstjóri gerði grein fyrir viðræðum við Rarik. Búið er að stækka veituhúsið svo að spennir frá Rarik kemst þar fyrir. Hafnarstjóra falið að ganga frá samningum við Rarik.

4.Áætlun hafnaryfirvalda um móttöku úrgangs og farmleifa frá skipum

Málsnúmer 1606064Vakta málsnúmer

Í erindi Umhverfisstofnunar, dagsett 23. júní 2016, kemur fram að endurskoða þurfi áætlun hafna Fjallabyggðar, um móttöku og meðhöndlun úrgangs og farmleifa frá skipum sem staðfest var af Umhverfisstofnun 12. apríl 2013.

Málið rætt og hafnarstjóra og yfirhafnarverði falið að koma með tillögu þegar gjaldskrá Fjallabyggðarhafna verður uppfærð í haust.

5.Aflatölur og aflagöld 2016

Málsnúmer 1602026Vakta málsnúmer

Fjöldi landana og afli í höfnum Fjallabyggðar 1. janúar 2016 til og með 31. júlí 2016.
Siglufjörður 8.728 tonn í 1.289 löndunum.
Ólafsfjörður 357 tonn í 399 löndunum.

Samanburður frá sama tímabili 2015.
Siglufjörður 10.780 tonn í 1.582 löndunum.
Ólafsfjörður 444 tonn í 447 löndunum.

Lagt fram til kynningar.

6.Rekstraryfirlit maí 2016

Málsnúmer 1606067Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar, rekstraryfirlit hafnarsjóðs fyrir maí 2016.

7.Önnur mál - hafnarstjórn

Málsnúmer 1607052Vakta málsnúmer

Önnur mál ekki tekin á dagskrá.

Fundi slitið.