Bæjarráð Fjallabyggðar

455. fundur 13. júlí 2016 kl. 12:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Steinunn María Sveinsdóttir formaður, S lista
  • S. Guðrún Hauksdóttir aðalmaður, D lista
  • Sólrún Júlíusdóttir áheyrnarfulltrúi, B lista
  • Ríkharður Hólm Sigurðsson varamaður, F lista
  • Gunnar Ingi Birgisson bæjarstjóri
  • Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar
Fundargerð ritaði: Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar

1.Sala á Aðalgötu 15, Ólafsfirði

Málsnúmer 1607023Vakta málsnúmer

Lögð fram tvö kauptilboð í Aðalgötu 15, Ólafsfirði.
Bæjarráð samþykkir tilboð Hjartar Jónssonar samhljóða og felur bæjarstjóra að undirrita kaupsamning.

2.Viðbygging við Menntaskólann á Tröllaskaga

Málsnúmer 1601094Vakta málsnúmer

Útboð viðbyggingar við MTR.
Bæjarráð heimilar útboð á viðbyggingu við MTR skv. lýsingu sem þegar hafa verið kynntar í starfshóp um Menntaskólann á Tröllaskaga og bæjarráði.

3.Endurbygging Bæjarbryggju á Siglufirði

Málsnúmer 1505028Vakta málsnúmer

Tilboð voru opnuð í verkið Lagnir og veituhús á Bæjarbryggju, Siglufirði 12 júlí kl. 14:00.
Eftirfarandi tilboð bárust:
Sölvi Sölvason ehf. 26.917.300,-
Kostnaðaráætlun 24.550.600,-


Þess má geta að í kostnaðaráætlun var villa í einum lið um 1.000.000 og rétt kostnaðaráætlun er því 25.550.600,-.

Siglingasvið Vegagerðarinnar hefur samþykkt tilboðið fyrir sitt leyti.
Bæjarráð samþykkir að taka tilboði Sölva Sölvasonar ehf. fh. hafnarsjóðs.

Fundi slitið.