Hafnarstjórn Fjallabyggðar

72. fundur 27. júlí 2015 kl. 17:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Ólafur Haukur Kárason formaður, S lista
  • Ragnheiður H Ragnarsdóttir varaformaður, F lista
  • Gunnlaugur Oddsson aðalmaður, F lista
  • Margrét Ósk Harðardóttir aðalmaður, D lista
  • Ásgeir Logi Ásgeirsson aðalmaður, D lista
  • Gunnar Ingi Birgisson bæjarstjóri
  • Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar
  • Þorbjörn Sigurðsson yfirhafnarvörður
Fundargerð ritaði: Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar

1.Samstarfssamningur Slökkviliðs Fjallabyggðar og Fjallabyggðarhafna

Málsnúmer 1507039Vakta málsnúmer

Drög að samstarfssamningi lögð fyrir hafnarstjórn.

Hafnarstjóra falið að undirrita samninginn.

2.Vargfugl við hafnir í Fjallabyggð

Málsnúmer 1507045Vakta málsnúmer

Mikill ágangur hefur verið af vargi undanfarið í Fjallabyggðarhöfnum.

Hafnarstjórn felur hafnarstjóra og deildarstjóra tæknideildar að vinna að lausn á málinu.

3.Landaður afli í Fjallabyggðarhöfnum 2015

Málsnúmer 1503085Vakta málsnúmer

Landaður afli í Fjallabyggðarhöfnum á tímabilinu 1.jan 2015 til 26.júl. 2015.
Siglufjörður 10198 T í 1507 löndunum. Ólafsfjörður 424 T í 431 löndunum.

Samanburður við sama tímabil 2014.
Siglufjörður 9654 T í 1868 löndunum. Ólafsfjörður 574 T í 430 löndunum.

Lagt fram til kynningar.

4.Rekstraryfirlit maí 2015

Málsnúmer 1506077Vakta málsnúmer

Niðurstaða reksturs hafnarsjóðs tímabilið jan.-maí 2105 er 4,3 millj. í tekjur umfram gjöld miðað við áætlun sem gerði ráð fyrir 5,8 millj. í tekjur umfram gjöld.

Lagt fram til kynningar.

5.Endurbygging Bæjarbryggju á Siglufirði

Málsnúmer 1505028Vakta málsnúmer

Hafnarstjóri kynnti niðurstöðu tilboðs í harðvið sem kemur ofan á steyptan kant við nýja stálþilið og staðfestingu til Vegagerðar á töku lægsta tilboðs.

6.Úrgangur frá fiskvinnslum í Fjallabyggð

Málsnúmer 1507047Vakta málsnúmer

Umræða var um fiskúrgang frá fiskvinnslum í Fjallabyggð. Brögð eru að því að slóg sé losað í Fjallabyggðarhafnir.

Hafnarstjóra falið að finna lausn á málinu og senda fyrirtækjum sem eru í sjávarútvegi bréf með upplýsingum hvar megi losa fiskúrgang og að það sé bannað að losa slóg í hafnir.

7.Ósk um leyfi til að setja upp vegvísi/skilti upp við ljósamastrið á Ingvarsbryggju

Málsnúmer 1507008Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd gerði ekki athugasemd við staðsetningu vegvísis/skiltis og vísaði ákvarðanatöku til hafnarstjórnar.

Hafnarstjórn samþykkir að veita leyfi fyrir uppsetningu á frístandandi standskilti við ljósamasturshús á Ingvarsbryggju.

Fundi slitið.