Velferðarnefnd Fjallabyggðar

1. fundur 14. ágúst 2025 kl. 16:00 - 18:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Sæbjörg Ágústsdóttir formaður
  • Ólafur Baldursson varaformaður
  • Hanna Sigríður Ásgeirsdóttir Aðalmaður
  • Ólöf Rún Ólafsdóttir Aðalmaður
  • Guðrún Linda Rafnsdóttir Aðalmaður
  • Rögnvaldur Ingólfsson Varamaður
Fundargerð ritaði: Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir Sviðsstjóri velferðarsviðs

1.Svæðisbundið farsældarráð Norðurlandi eystra

Málsnúmer 2508008Vakta málsnúmer

Þorleifur Kr. Níelsson verkefnastjóri farsældar hjá SSNE kynnti svæðisbundið farsældarráð á Norðurlandi eystra.
Lagt fram til kynningar
Þorleifur Kr. Níelsson, verkefnastjóri farsældar hjá SSNE, fór yfir hvernig svæðisbundnum farsældarráðum er ætlað að vinna og hvar tækifærin liggja í vinnunni. Hann leggur áherdlu á samvinnu allra hagaðila í að stofna og leggja rækt við svæðisbundið farsældarráð.
Nefndin þakkar Þorleifi fyrir góða kynningu.

2.Erindisbréf nefnda 2022-2026

Málsnúmer 2206012Vakta málsnúmer

Nýtt erindisbréf velferðarnefndar.
Lagt fram til kynningar
Sviðsstjóri fór yfir erindisbréfið, hlutverk nefndarmanna. Rætt var um frumkvæði nefnarinnar til að taka mál á dagskrá og að fá forstöðumenn sem heyra undir nefndina á fund.

3.Samkomulag milli ríkisins og sveitarfélaga um ábyrgð á rekstri og kostnaði vegna búsetu barna með fjölþættan vanda

4.Barnaverndarþjónusta á Norðurlandi - eystra - samstarf

Málsnúmer 2506035Vakta málsnúmer

Fyrirhugaðar breytingar á samstarfi vegna barnaverndar.
Lagt fram til kynningar
Sviðsstjóri fór yfir umsókn um breytingu á samstarfi vegna barnaverndarþjónustu. Fjallabyggð hefur verið í samstarfi um barnavernd á Mið-Norðurlandi en hefur óskað eftir því að vera í samstarfi við Barnaverndarþjónustu á Norðurlandi eystra þarn sem það er talið mun hentugra.

5.Styrkumsókn í þágu farsældar barna

Málsnúmer 2506006Vakta málsnúmer

Umsóknir í styrktarsjóð hjá Mennta- og barnamálaráðuneytinu fyrir sveitarfélög í þágu farsældar barna.

Heillaspor er tveggja ára verkefni á vegum Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu. Hér er um að ræða samstarf við grunnskólana á svæðunum. Þið getið kíkt hér ef þið viljið vita meira. https://island.is/s/midstod-menntunar-og-skolathjonustu/heillaspor
Lagt fram til kynningar
Mennta- og barnamálaráðuneytið auglýsti í lok maí eftir umsóknum frá sveitarfélögum um styrki til verkefna sem miða að því að efla farsæld barna. Styrkirnir eru veittir til verkefna sem stuðla að bættri þjónustu og velferð barna,þar á meðal á sviði frístundastarfs, forvarna, samfélagslegrar virkni og ráðgjafar og stuðnings við börn og fjölskyldur þeirra.
Sviðsstjóri fór yfir umsóknir sem velferðarsvið Fjallabyggðar sendi ráðuneytinu. Önnur snýr að verkefni sem kallast Heillaspor og hin er vegna íþrótta-, lista og tómstundasmiðja fyrir börn með fjölbreyttar áskoranir. Einnig er Fjallabyggð hluti af sameiginlegri umsókn allra sveitarfélaga innan SSNE um heildstæða fjölskylduþjónustu.

6.Ályktun aðalfundar SUM

Málsnúmer 2507014Vakta málsnúmer

Aðalfundur SUM ályktar um úrræði vegna leigu félagslegs húsnæðis.
Lagt fram til kynningar
Lögð fram ályktun aðalfundar SUM - samtök um áhrif umhverfis um mikilvægi öruggs og heilnæms húsnæðis.

7.Sveigjanleg dagdvöl og dagþjálfun

Málsnúmer 2508006Vakta málsnúmer

Farið yfir stöðuna á sveigjanlegri dagdvöl, dagþjálfun og félagsstarfi aldraðra.
Lagt fram til kynningar
Hanna Sigríður Ásgeirsdóttir, starfsmaður velferðarsviðs, fór yfir stöðuna vegna sveigjanlegrar dagdvalar og dagþjálfunar.

8.Fræðsla um hinsegin málefni fyrir kjörna fulltrúa og starfsfólk sveitarfélaga.

Málsnúmer 2507018Vakta málsnúmer

Hvatning til fulltrúa og starfsfólk um að sækja fræðlufund um málefni hinsegin fólks.
Innviðaráðuneytið býður kjörnum fulltrúum og starfsfólki sveitarfélaga til fræðslufundar um hinsegin málefni. Samtökin ´78 sjá um fræðsluna en markmiðið er auka þekkingu sveitarstjórnarfólks og starfsfólks sveitarfélaga á réttindum og félagslegri stöðu hinsegin fólks. Fræðslan fer fram á fjarfundi (Teams) og í boði eru tvær tímasetningar til að velja úr:

Þriðjudagur 9. september kl. 11
Miðvikudagur 10. september kl. 16.

Nefndarmenn eru hvattir til að taka þátt. Sviðsstjóri mun sitja fundinn seinni daginn.

Verkefnið er liður í aðgerðaáætlun í málefnum hinsegin fólks fyrir árin 2022-2025.

9.Breytingar á starfsmannahaldi Sambýlisins

Málsnúmer 2508007Vakta málsnúmer

Breytingar á starfsmannahaldi Sambýlisins Lindargötu
Lagt fram til kynningar
Sviðsstjóri fór yfir breytingar á starfsmannahaldi Sambýlisins en Bryndís Hafþórsdóttir hefur látið af störfum sem forstöðumaður og mun Ólöf Þóra Tómasdóttir leysa stöðuna tímabundið.
Nefndin þakkar Bryndísi fyrir vel unnin störf.

Fundi slitið - kl. 18:00.