Svæðisbundið farsældarráð Norðurlandi eystra

Málsnúmer 2508008

Vakta málsnúmer

Velferðarnefnd Fjallabyggðar - 1. fundur - 14.08.2025

Þorleifur Kr. Níelsson verkefnastjóri farsældar hjá SSNE kynnti svæðisbundið farsældarráð á Norðurlandi eystra.
Lagt fram til kynningar
Þorleifur Kr. Níelsson, verkefnastjóri farsældar hjá SSNE, fór yfir hvernig svæðisbundnum farsældarráðum er ætlað að vinna og hvar tækifærin liggja í vinnunni. Hann leggur áherdlu á samvinnu allra hagaðila í að stofna og leggja rækt við svæðisbundið farsældarráð.
Nefndin þakkar Þorleifi fyrir góða kynningu.

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 153. fundur - 18.08.2025

Þorleifur Kr. Níelsson, verkefnastjóri farsældar hjá SSNE kynnir farsældarráð Norðurlands eystra.
Lagt fram til kynningar
Þorleifur Kr. Níelsson, verkefnastjóri farsældar hjá SSNE, fór yfir hvernig svæðisbundnum farsældarráðum er ætlað að vinna og hvar tækifærin liggja í vinnunni. Hann leggur áherslu á samvinnu allra hagaðila í að stofna og leggja rækt við svæðisbundið farsældarráð.
Nefndin þakkar Þorleifi fyrir góða kynningu.

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 154. fundur - 15.09.2025

Fyrir liggja samningsdrög um samstarf um farsældarráð og beiðni um tilnefningu aðal- og varamanns í ráðið.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Nefndin samþykkir fyrir sitt leyti fyrirliggjandi drög og vísar til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 262. fundur - 25.09.2025

Fyrir liggja samningsdrög um samstarf um farsældarráð Norðurlands eystra og beiðni um tilnefningu á aðal - og varamanni Fjallabyggðar í ráðið.
Samþykkt
Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi samningsdrög um samstarf sveitarfélaga um farsældarráð Norðurlands eystra og tilnefnir jafnframt sviðsstjóri velferðarsviðs Fjallabyggðar sem aðalmann í ráðið og deildarstjóra félagsþjónustu sem varamann.