Styrkumsókn í þágu farsældar barna

Málsnúmer 2506006

Vakta málsnúmer

Velferðarnefnd Fjallabyggðar - 1. fundur - 14.08.2025

Umsóknir í styrktarsjóð hjá Mennta- og barnamálaráðuneytinu fyrir sveitarfélög í þágu farsældar barna.

Heillaspor er tveggja ára verkefni á vegum Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu. Hér er um að ræða samstarf við grunnskólana á svæðunum. Þið getið kíkt hér ef þið viljið vita meira. https://island.is/s/midstod-menntunar-og-skolathjonustu/heillaspor
Lagt fram til kynningar
Mennta- og barnamálaráðuneytið auglýsti í lok maí eftir umsóknum frá sveitarfélögum um styrki til verkefna sem miða að því að efla farsæld barna. Styrkirnir eru veittir til verkefna sem stuðla að bættri þjónustu og velferð barna,þar á meðal á sviði frístundastarfs, forvarna, samfélagslegrar virkni og ráðgjafar og stuðnings við börn og fjölskyldur þeirra.
Sviðsstjóri fór yfir umsóknir sem velferðarsvið Fjallabyggðar sendi ráðuneytinu. Önnur snýr að verkefni sem kallast Heillaspor og hin er vegna íþrótta-, lista og tómstundasmiðja fyrir börn með fjölbreyttar áskoranir. Einnig er Fjallabyggð hluti af sameiginlegri umsókn allra sveitarfélaga innan SSNE um heildstæða fjölskylduþjónustu.

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 153. fundur - 18.08.2025

Umsóknir til Mennta- og barnamálaráðuneytis vegna verkefnanna Heillaspors og íþrótta-, lista- og tómstundasmiðju fyrir börn með fjölbreyttar áskoranir.
Lagt fram til kynningar
Mennta- og barnamálaráðuneytið auglýsti í lok maí eftir umsóknum frá sveitarfélögum um styrki til verkefna sem miða að því að efla farsæld barna. Styrkirnir eru veittir til verkefna sem stuðla að bættri þjónustu og velferð barna, þar á meðal á sviði frístundastarfs, forvarna, samfélagslegrar virkni og ráðgjafar og stuðnings við börn og fjölskyldur þeirra.
Sviðsstjóri fór yfir umsóknir sem velferðarsvið Fjallabyggðar sendi ráðuneytinu. Önnur snýr að verkefni sem kallast Heillaspor og hin er vegna íþrótta-, lista- og tómstundasmiðja fyrir börn með fjölbreyttar áskoranir. Einnig er Fjallabyggð hluti af sameiginlegri umsókn allra sveitarfélaga innan SSNE um heildstæða fjölskylduþjónustu.