Fræðsla um hinsegin málefni fyrir kjörna fulltrúa og starfsfólk sveitarfélaga.

Málsnúmer 2507018

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 884. fundur - 17.07.2025

Fyrir liggur boð frá innviðaráðuneytinu þar sem kjörnum fulltrúum og starfsfólki sveitarfélaga er boðið til fræðslufundar um hinsegin málefni. Fræðslan fer fram á fjarfundi og eru í boði tvær tímasetningar, 9. eða 10. september n.k.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

Velferðarnefnd Fjallabyggðar - 1. fundur - 14.08.2025

Hvatning til fulltrúa og starfsfólk um að sækja fræðlufund um málefni hinsegin fólks.
Innviðaráðuneytið býður kjörnum fulltrúum og starfsfólki sveitarfélaga til fræðslufundar um hinsegin málefni. Samtökin ´78 sjá um fræðsluna en markmiðið er auka þekkingu sveitarstjórnarfólks og starfsfólks sveitarfélaga á réttindum og félagslegri stöðu hinsegin fólks. Fræðslan fer fram á fjarfundi (Teams) og í boði eru tvær tímasetningar til að velja úr:

Þriðjudagur 9. september kl. 11
Miðvikudagur 10. september kl. 16.

Nefndarmenn eru hvattir til að taka þátt. Sviðsstjóri mun sitja fundinn seinni daginn.

Verkefnið er liður í aðgerðaáætlun í málefnum hinsegin fólks fyrir árin 2022-2025.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 887. fundur - 21.08.2025

Innviðaráðuneytið minnir á skráningu á fræðslufundi um hinsegin málefni fyrir kjörna fulltrúa og starfsfólk sveitarfélaga en fræðslan fer fram á fjarfundi dagana 9. og 10. september n.k.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar